Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 15
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur: TJÁRITINN s Islenskt fyrirtæki, Hugfang hf. hefur nú í næstum 3 ár unnið í nánu samstarfi við hagsmuna- aðila að þróun á tæki fyrir fólk sem á erfitt með að tjá sig með tali. Tækið sem kallast Tjáriti hefur lyklaborð og skjá sem birtir texta. Við tækið er tengdur lítill textaskjár sem birtir sama texta. Tækið er létt og með- færilegt og Bryndís auðvelt að hafa Guðmundsdóttir meðítösku. Ef ^” tveir aðilar þurfa að tjá sig með tækinu má tengja saman tvo Tjárita í stað þess að nota textaskjáinn. Þá er tækið notað lfkt og textasími. Unnið er að þróun á búnaði í tækið til að hægt sé að tengja það við símakerfið og nota sem textasíma. Einnig mun verða hægt að tengja það við sérstaka GSM síma og þannig nota texta- símann hvar sem er. I starfi mínu sem tal- meinafræðingur kemur fyrir að leysa þarf úr tjáskipta- erfiðleikum til lengri eða skemmri tíma. Tjáskiptatæki eins og Tjáritinn hafa verið til erlendis í fjölda ára en ekki reynst aðgengileg fyrir okkur hér heima á Islandi m.a. vegna þess að stafa- gerðin er önnur. Þá hefur reynst mjög kostnaðarsamt að panta tæki erlendis frá. Sem fyrr segir er tækið mjög létt og auðvelt að fara með á milli staða og nota hvar sem er. Þeir Hugfangsmenn hafa verið mjög vakandi fyrir því að auka sífellt möguleika þess að tengja Tjáritann við annan hugbúnað eða síma. Þannig getur tækið nýst á enn fleiri vegu en eingöngu sem tjáskiptatæki sem hægt er að nota við viðmælanda sem er beint fyrir framan þann sem talar hverju sinni. egar einstaklingur verður fyrir því að geta ekki tjáð sig með tali s.s. eftir heilaáverka eða eftir aðgerð á hálsi getur tækið nýst mjög vel tímabundið á meðan við- komandi þjálfar upp mál eða rödd. Þeir einstaklingar sem verða fyrir varanlegum heilaskaða, hafa taugasjúkdóm eða meðfædda/ áunna fötlun geta nýtt sér Tjáritann til lengri tíma. Þeir sem eiga erfitt með að tjá sig með tali en hafa skriflega færni í lagi, þó að sú fæmi sé takmörkuð, ættu að geta notfært sér Tjáritann. Hann býður upp á þá möguleika að geyma orð og setn- ingar í minni svo notandinn getur verið búinn að undirbúa samtal sitt við aðra. Eg hef notað Tjáritann með nokkrum skjólstæðinga minna og hvet einstaklinga og stofnanir til að kynna sér möguleika Tjáritans til að leysa tjáskiptaerfiðleika skjól- stæðinga sinna sem upp geta komið tímabundið eða til lengri tíma. Einn skjólstæðinga minna með Parkinsonveiki notaði Tjáritann þegar hann gat vart gert sig skilj- anlegan. Þegar rödd og tal var sem best notaði hann röddina en hafði Tjáritann alltaf meðferðis því hann gat aldrei vitað hvenær hann gæti treyst á röddina. Við undirbjuggum samtöl sem við settum í minni og hann notaði við börn sín og bama- börn og aðra gesti. Þannig flýtti hann fyrir samræðunum því hann var hægur í að slá inn stafina. Við- mælandinn gat hins vegar oft gisk- að á framhaldið þegar byrjað var að slá inn texta og þá var hægt að halda fljótt áfram. Þetta lærðist fljótt. á hefur einn skjólstæðingur minn með málstol prófað Tjá- ritann tímabundið. í því tilviki var mjög gott að æfa færnina í að raða saman stöfum í orð og setningar (skrifleg færni) og þjálfa upp á nýtt að slá stafi á lyklaborð. Auk þess hjálpaði Tjáritinn tímabundið þegar talið vantaði. Einstaklingur sem missir heym á miðjum aldri þarf að læra vara- lestur og að vinna úr sjáan- legum vísbendingum í umhverfinu. Ekki er víst að hann sé tilbúinn að læra táknmál því þessi sami einstaklingur hefur ennþá tal og rödd sem hann notar áfram. Hann skilur hins vegar ekki það sem við hann er sagt. Þá getur við- mælandinn slegið inn text- ann í Tjáritann sem heyrn- arlausi einstaklingurinn les. I þeim tilvikum sem heym- arskerðing er mikil t.d. hjá eldra fólki er einnig hægt að nota Tjáritann til að hafa tjáskipti. Þá hafa skjólstæðingar mínir notað Tjáritann tímabundið eftir stórar aðgerðir á hálsi á meðan þeir em að jafna sig eftir aðgerð og á meðan raddþjálfun fer fram. Eg hef aðeins nefnt nokkur dæmi sem sýna hvernig Tjáritinn getur komið að gagni í lífi og starfi. Möguleikarnir eru fjölmargir og vonandi em lesendur blaðsins ein- hverju fróðari eftir lestur þessa pistils. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur. Háls- nef- eyrnadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.