Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 24
Kjararáðstefna
Öryrkj abandalagsins
Föstudaginn 17. október sl. var
haldin á vegum Öryrkja-
bandalagsins ráðstefna um
kjaramál. Ráðstefnan stóð frá kl. 13-
16,30 og var í Borgartúni 6. Ráð-
stefnuna munu hafa sótt um 80 manns.
Ráðstefnustjórar voru þeir Garðar
Sverrisson og Helgi Seljan.
Ólöf Ríkarðsdóttir formaður
Öryrkjabandalagsins var fyrst frum-
mælenda, en ávarp hennar í heild hér
í blaðinu.
Næstur frummælenda var Ólafur
Ólafsson landlæknir. Hann rakti
heilsufarskannanir sem sýndu glögg-
lega að heilsufar fólks færi batnandi,
aðbúnaður fólks einnig batnað á öllum
sviðum almennt. Einn er þó sá hópur
er kannanir sýna að ekki hefur bætt
stöðu sína og það eru öryrkjar, sama
til hvers er litið: íbúðareignar,
bílaeignar eða annars. Bilið hefur
breikkað milli hinna heilbrigðu og
öryrkjanna. Á tíma þessara kannana
hefur öryrkjum fjölgað verulega eða
frá 1978 - 3600 og til 1996 - 7800 og
nú yfir 8000. Meginástæður þessa eru
fækkandi atvinnutækifæri, læknar í
þeim vanda við örorkumat og til-
vísanir til þess að velja á milli örorku
og félagsmálastofnana. Hvað teljið
þið að læknar fólksins geri við þessar
aðstæður? spurði landlæknir.
Þá töluðu þau Sig-
urbjörg Ármanns-
dóttir, Ingimundur K.
Guðmundsson og
Árni Salómonsson
sem fulltrúar neyt-
enda og aðstandenda,
en þeirra ávörp hér
birt í blaðinu.
Grétar Þorsteins-
son forseti ASÍ flutti
því næst framsögu
um tengsl bóta al-
mannatrygginga og
lífeyrissjóðanna, en
hans erindi er birt hér
sem viðhorfsgrein í
opnu blaðsins.
Ogmundur Jónasson formaður
B.S.R.B. var næstur á mæl-
endaskrá. Lífskjör öryrkja eru hvorki
vel sýnileg né skiljanleg. Við blasir
flókin mynd, enda oft um frumskóg
talað. Reglurnar margar og misvís-
andi. Margt óþolandi í þeim.s.s. eins
og það að hjúskaparstaða skuli skapa
svo mikla mismunun. Öryrkinn má í
raun ekki hreyfa sig svo reikniverkið
raskist ekki. Heildarbætur fjögurra
bótaflokka ofurlágar eða um 61 þús.
svo ekki má miklu raska. Hann nefndi
þann fáránleika að menn misstu bætur
- laun við eignir. Hvar annars staðar
myndi slíkt gilda um launafólk.
Nefndi Ögmundur svo nokkur
áherzluatriði: fækkun bótaflokka,
hækkun grunnlífeyris, aukakostnaður
fatlaðra metinn, byggt skyldi á lækn-
isfræðilegu rnati. Vasapeninga nefndi
hann sem sérstakan smánarblett, en
skv. útreikningi vísitölu þá ættu þeir
að innibera 1/3 neyzlu fólks þ.e.
þessar 11.589,- kr. ættu þar að nægja.
Fylkja þarf liði um ákveðnar, ein-
faldar kröfur s.s. um bein tengsl launa
og bóta. Öryrkjar þyrftu að eiga rétt
til eiginlegra samningsviðræðna við
ríkisvaldið í tengslum við gerð
almennra kjarasamninga, sagði
Ögmundur.
Eftir kaffihlé talaði fyrstur séra
Jakob Ág. Hjálmarsson frá Þjóð-
málanefnd Þjóðkirkjunnar. Hann
rakti kynni sín af seyðfirzkum öryrkja
sem bjargaði sér sem bezt hann gat,
enda andlegur jafnoki þeirra beztu.
Áherzlur kirkjunnar væru á sérstæði
einstaklingsins, helgi mannlegs lífs og
í tengslum þar við sambandið við guð-
dóminn. Hann minnti á kærleiksboð-
skap Krists og gullnu regluna: “Allt
sem þér viljið” o.s.frv. og “það sem
þér gjörið einum þessara minna
minnstu bræðra, það hafið þér gjört
mér”. Kirkjan berst gegn misskipt-
ingu lífsins gæða, þolir ekki órétt-
lætið, vill að engar bætur samfélagsins
séu tengdar fjölskyldutekjum. Ámaði
Öryrkjabandalagi íslands allra heilla
og árangurs góðs í þörfum störfum.
á var síðastur frummælenda Ámi
Björnsson fv. yfirlæknir, en hans
erindi hér birt. í almennu umræðunum
á eftir tóku allnokkrir til máls. Ragnar
Gunnar Þórhallsson benti á þá
staðreynd að atvinnutekjur fatlaðra
gætu leitt til lægri ráðstöfunartekna.
Vildi að Öryrkjabandalag íslands yrði
sú stofnun jafnréttismála sem í
umræðu væri að stofna.
Guðríður Ólafsdóttir kvað ríka
tilhneigingu til þess að hegna þeim
sem geta og vilja vinna. Alls ekki væri
nógu vel séð fyrir því
að mæta aukakostn-
aði fatlaðra. Sem
mest þjóðfélagsleg
þátttaka fatlaðra væri
samfélaginu nauð-
synleg. Nefndidæmi
um að við nýlega
hækkun lífeyris hjá
Lífeyrissjóði verzl-
unarmanna hefðu
öryrkjar enga hækk-
un fengið. Hilmar
Björgvinsson kvað
nauðsynlegt að rjúfa
tengsl bóta öryrkja
við aldraða, svo ólrku
væri þar saman að
jafna. Aldraðir
24