Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 36
Ingimundur K.Guðmundsson: LÍFIÐ MEÐ ÖRYRKJANUM Ingimundur K. Guðmundsson Hver er sinnar gæfu smiður, segir máltækið. Ég hef alltaf skilið þennan málshátt á þann hátt, að hver einstaklingur ráði sinni framtíð nokkuð sjálfur. Ég hef alla tíð verið svolítill einstaklings- hyggjumaður. Sagt að hver ein- staklingur ætti bara að velja sér sína leið og standa og falla með því. í seinni tíð hef ég aftur á móti kom- ist að því, að það hafa ekki allir þetta val. Þetta á þó sérstaklega við öryrkja. Öryrkjar eru og verða alltaf öryrkjar og hafa því skerta sem enga starfsgetu vegna þess. Konan mín er öryrki. Hún er reyndar á endurhæf- ingarlífeyri í dag, en kemur mjög lfk- lega til með að fara fram á örorkulíf- eyri þegar tímabil endurhæfingarlíf- eyris er runnið út. Hún þjáist af geðsjúkdómi sem kallast geðhvörf. Ég kynntist Björk, en það heitir konan mín, fyrst fyrir 6 árum síðan, í mars 1991. Hún var þá að vinna hjá opinberri stofnun. Við eignuðumst dóttur okkar rúmlega ári síðar og tók Björk ársleyfi vegna barn- eignarinnar. Hún hafði sagt mér frá því að hún hefði verið náði sér tiltölulega fljótt og fór að vinna aftur um sumarið, eftir barn- eignarleyfið. I janúar 1994 lagðist hún aftur inn á deild. Við þá innlögn var henni tilkynnt það af atvinnurek- anda, að hún þyrfti ekki að mæta aftur til vinnu. Ekki bætti það sjúkdóminn. ✓ Eg er á þeirri skoðun, að á þessum tíma hefði hún átt að láta meta sig sem öryrkja, en hvernig átti maður að sjá að hún kæmi ekki til með að geta unnið meira. Ef hún hefði verið metin þarna, þá hefði hún fengið bætur frá lífeyrissjóði, og þær eru mun hærri en hún er með í dag. I septem- ber 1994 fór hún að vinna á elliheim- ili. Þar kom fólk vel fram við hana, enda hafði hún sagt vinnuveitanda sínum það að hún ætti við sjúkdóm að stríða. Því miður veiktist hún í október og var frá vinnu fram að ára- mótum. Það fór svo að hún hætti þar áendanum. Hún veiktist aftur sumar- ið 1995 og lenti þá alvarlega í niður- skurði á spítölunum. Þrisvar lagðist hún inn sama sumarið. Um áramót 1995 útskrifaðist hún og fór að vinna að því að byggja sig upp aftur. Um sumarið 1996 fór hún að vinna við heimaþjónustu. Gekk það vel fyrst, Sjálfsbjargarfélagar hugsa sitt. lífeyri. Samtals 24000 kr. Hvernig á manneskja að lifa á 24.000 kr. Nú segja kannski sumir: “Ja, ert þú ekki með það há laun að þú getir séð fyrir fjölskyld- unni?”. Ég segi nei. Mér finnst það vera skerðing á einstakl- ingsfrelsi, að hafa ekki eigin tekjur. Þetta er líka skýrt lögbrot. Enafhverju en því miður veiktist hún í desember 1996 og það gerði það að verkum að hún sagði starfi sínu lausu um ára- mótin síðustu. I febrúar síðastliðnum braut hún loks odd af oflæti sínu og fór fram á það að fá lífeyri. Það var þá að við fórum fyrst í gegnum frum- skóg kerfisins. Fyrst fór Tryggingastofnun fram á prókúru að tékkareikningnum hennar Bjarkar vegna þess að ÞEIR töldu sig þurfa þess, ef ÞEIR óvart sendu of háa upphæð inn á reikninginn, þá gætu ÞEIR tekið hana til baka. Við vorum ekkiparhrifinafþessu. Égsagðivið T.R. að við myndum ekki samþykkja þetta, ég fengi ekki einu sinni prókúru að reikningnum hennar. Það getur vel verið að í einhverjum tilfellum sé þetta skárra, en fyrir okkur var það ekki. Við fórum fram á að þeir myndu, ef til mistaka kæmi, senda okkur reikning fyrir upphæðinni. Mikil rekistefna varð um þetta þar sem T.R. sagðist hafa lagastoð fyrir þessu, en ég mótmælti og sagði að það væri þvert á móti, lögin bönnuðu þetta. Endirinn varð svo sá að T.R. samþykkti með semingi að fara okkar leið. Síðan kom fyrsti seðillinn. Það var “sjokk”. Um 13.000 kr í veik á unglingsárun- um, en þar sem hún hafði ekki veikst í nokkur ár, taldi hún að sjúkdómurinn hlyti að hafa verið unglingaveiki. Annað kom því miður ádaginn. Umhaustið 1992 fór að bera á sjúkdómseinkennum hjá henni og lagðist hún loks inn á deild í janúar 1993. Hún grunnlífeyri og 11000 kr. í barna- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.