Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 39
Tómas Helgason stjórnarform.: SKÝRSLA HÚSSJÓÐS ÖRYRKJAB AND ALAGSIN S Frá síðasta aðalfundi hefur Hússjóðurinn keypt nokkrar eignir, íbúðir og hús, sem leigð eru einstaklingum, félögum eða fyrir sambýli. Þrjáríbúðimareru úti á landi. Þá lauk breytingum á 1 .hæð hússins í Hátúni 10, sem leigð var Ríkisspítölunum og fengust þar fjóraríbúðirheld- ur stærri en í hús- unum að öðru leyti. Verið er að byggja tveggja íbúða parhús á Selfossi og verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir heymarskerta, þroskahefta einstakl- inga. Einnig er verið að leita að hentugu húsnæði fyrir vemdað heim- ili handa geðfötluðum, sem yrði rekið í umsjá Sjúkrahúss Reykjavíkur. Geðhjálp hefur og leitað eftir fyrirgreiðslu til að kaupa hús fyrir geðfatlaða, sem njóta liðveislu á þeirra vegum, en ekki hefur fundist hentugt húsnæði enn. Frá síðasta aðalfundi ÖBÍ hafa 68 fengið húsnæði hjá Hússjóðnum, þar af 25 í Hátúnshúsunum. Þrátt fyrir þetta hefur biðlistinn aðeins lengst og era nú 256 á biðlista. Verðmæti eigna sjóðsins er nú nærri 2 milljörðum, en skuldir 1 milljarður. Með svo háu eiginfjárhlutfalli er hægt að halda leigu mun lægri en ella væri. Umfangmestu framkvæmdir Hússjóðs hafa hins vegar verið í Hátúni 10 og lOb vegna brottflutn- ings deilda Landspítalans, sem þar hafa verið. í Hátúni 10 hafa farið fram gagngerar endurbætur á mötu- neytinu, með það fyrir augum að íbúar geti fengið keyptan mat sem yrði fluttur þangað á vegum Reykja- víkurborgar. Þá hefur verið ákveðið að breyta húsnæði því sem öldrunardeild Landspítalans hafði í Hátúni lOb í íbúðir, eins og upp- haflega var gert ráð fyrir, en þó í nokkuð öðru formi. Annars vegar verða íbúðir stækkaðar með því að sameina tvær í eina. Hins vegar er ætlunin að skapa aðstöðu fyrir heim- ilishjálp og jafnvel meiri hjálp við nokkra íbúa í húsinu, en sú hjálp yrði á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur. Veruleg þörf er fyrir slíkar íbúðir og þjónustu og hafa farið fram viðræður um rekstur þeirra við Félagsmálastofnun. í lok þessa árs og byrjun hins næsta munu verða teknar um 30 íbúðir í notkun í stað 38, eins og ætlað var fyrir tuttugu árum. Umsjón með framkvæmd- unum hefur umsjónarmaður hús- eigna okkar Eggert Magnússon byggingameistari haft, en hann vinnur raunar mikið að þeim sjálfur, eins og þetta væri hans eigið hús. Hann hefur og haft umsjón með utanhússviðgerðum og endurbótum á brunavarnakerfi í húsunum nr. 10, lOa og lOb, auk alls daglegs viðhalds. egar þessum breytingum lýkur verða íbúðir Hússjóðsins um 540, þar af 71 utan Stór-Reykjavík- ursvæðisins. Að undanfömu hefurTeiknistofan á Óðinstorgi, sem annast alla arki- tekta- og verkfræðivinnu fyrir Hús- sjóðinn, unnið að framhönnun á lítilli byggð að Sléttuvegi 9, en lóðina fékk Hússjóðurinn um leið og hann fékk lóðina undir Oddshús. Hugmynd stjómarinnar er að þar verði byggðar 12-20 íbúðir í tveim til þrem þjón- ustukjörnum fyrir fatlaða einstakl- inga, sem þurfa meiri aðstoð en venjulega heimilisaðstoð, jafnvel að þar geti verið sólarhringsaðstoð. Staðurinn er mjög góður og er einn af fáum vestan Elliðaáa, sem ekki hefur verið ráðstafað til annarra. Ætlunin er, að byggingarnar verði þannig, að tiltölulega auðvelt verði að breyta íbúðunum og aðlaga þær mismunandi þörfum fólks fyrir þjón- ustu, en allar verða þær að sjálfsögðu gerðar þannig, að hreyfifatlaðir geti notað þær. Ekki er hægt að fjalla um hús- næðismál fatlaðra nema víkja að atlögum, sem gerðar eru að þeim. Síðasta uppákoman er tillaga tveggja þingmanna um að leggja eignarskatt á líknarfélög og sjálfeignarstofnanir, sem eiga og reka húsnæði fyrir fatlaða. Þetta sýnir furðulegan ókunnugleika á aðstæðum fatlaðra og kjörum, auk þekkingarskorts á starfsemi þeirra félaga og stofnana, sem eiga húsnæði til að leigja fötl- uðum á góðum kjörum. Slík skatt- lagning mundi enn skerða kjör fatlaðra, vegna þess að enginn væri til að bera skaðann nema leigjend- umir. Sérkenni sjálfeignarstofnana og líknarfélaga er, að þau eru ekki rekin með hagnaðarvon, heldur ein- göngu til að þjóna þeim sem brýnasta hafa þörfina og minnstu úr að spila. Brýna nauðsyn ber til að samtökin berjist gegn öllum tilraunum til að auka álögur á stofnanir þeirra og að þau standi vörð um tekjustofna sína og láti ekki kljúfa þá. Slíkur klofn- ingur mundi leiða til ófamaðar fyrir þá sem síst skyldi. Að lokum ber að þakka með- stjórnendum og starfsfólki gott starf á undanförnum áram. Sérstaklega þykir mér að gefnu tilefni ástæða til að hrósa og þakka framkvæmdastjóra Hússjóðsins fyrir þolinmæði, kurteisi og lipurð við leigjendur og alla viðskiptamenn sjóðsins. Tómas Helgason Tómas Helgason FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.