Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 4
Þegar Öryrkjabandalagið var stofnað fyrir 36 árum voru aðildarfélögin 6 talsins. Nú eru þau 24 að tölu. Fagna ber þessari fjölgun aðildarfélaga sem er rökrétt afleiðing af auknum umsvifum fatlaðra í landinu varðandi sín mál auk ýmislegs þjón- ustuframboðs. Hafa ber í huga að fjölg- un aðildarfélaganna hefur eðlilega í för með sér ný sjónarmið, fjölgun viðmiða ef svo má að orði komast. Einnig veld- ur þessi fjölgun breiðari sýn innan bandalagsins og aukinni kynningu milli hópa og aðildarfélaga. Ut á við verður “slagkrafturinn” vonandi betur finnan- legur í hagsmunamálum eins og þeim sem áður er að vikið hér að framan. Eftir því sem Öryrkjabandalagið stækkar og höfðatalan í röðum banda- lagsins eykst ríður á að efla jafnframt samstöðuna innan þess, að missa ekki sjónar á gildi samtakamáttarins. Undir- ritaður minnist þess að Guðmundur Löve, fyrsti framkvæmdastjóri ÖBI, líkti samtakamætti aðildarfélaganna við samstillt átak sjómanna sem komu úr róðri og drógu bát sinn á land. Einn úr hópnurn kallaði: samtaka nú. Því fylgdi svo nákvæmt og samstillt átak sjómannanna. Þannig var haldið áfram þar til báturinn var kominn á öruggan stað. Þótt þetta vinnulag í útræði sé löngu horfið hér á landi kemur samlík- ingin samt að fullum notum til að minna okkur á samtakamáttinn. Stjórn ÖBÍ sendir aðildarfélögunum og meðlimum þeirra bestu jóla- og nýárskveðjur. Haukur Þórðarson Hlerað í hornum íslendingur í Flórída bað um krókódfla- skó í skóbúð einni, en fannst þeir svo dýrir að hann sagðist bara ætla að veiða krókódíl sjálfur. Nokkrum dögum síðar kom hann í búðina rifinn og tættur og bað um krókódílaskó. Afgreiðslu- maðurinn spurði hvort hann hefði ekki fundið neina krókódíla. “Jú, nóg af þeim, en ég velti þeim öllum við og enginn var á skóm”. Tveir litlir áttu tal saman. Annar sagði hinum að pabbi sinn hefði spilað á píanó frá því hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði hinn í efasemdartón: “Mikið svakalega hlýtur hann þá að vera orðinn þreyttur”. Valgeir Sigurðsson rithöf.: Tvö ljóð Síðsumardagar á Bergþórshvoli árið 1011 Hver kannast ekki við hina ógleymanlegu frásögn Njálu af Sæunni kerlingu á Bergþórshvoli, þegar hún gengur að húsabaki og tekur að lemja og berja arfasátu eina, er þar stóð. “Skarphéðinn hló og spurði, hví hún amaðist við arfasátuna.” En kerling svaraði því til, að sátan myndi notuð, “eða brennið hana sem skjótast.” - En alltaf fórst þó fyrir, að tortíma sátunni, og svo notuðu menn Flosa hana til að auka eldana á Bergþórshvoli seinna þetta örlagaríka sumar. Sögu vil ég segja láta, sem er fræg um byggð: Útistaðin arfasáta olli sorg og hryggð. Sumri hallar, haustið kemur, hnípa gróin þök. Sæunn kerling sátu lemur, sér þar dulin rök. Áfram þokast þungar stundir, þytur fer um skjá. Langir dagar líða undir Ijótra drauma spá. Feigðin eltir kappa káta, komin háttamál. Bak við húsin situr sáta. - Senn má kveikja bál. Segir Njáll á settan máta, - sárt þó undir býr - : “Mér finnst okkar eigin sáta ætla að verða dýr.” Yfir bæinn breiðir skugga, byrgir hæð og lægð. Síðan þá má þessi tugga þola sína frægð. V.S. í svefnrofum Sú stund er vér stöldrum hér við er stopul, tíminn er naumur, örskot í eilífðar bið, andvaka, draumur. í svefnrofum sækja oss heim svipir frá bernskunnar dögum. Hve Ijúft var að lifa með þeim í Ijóði og sögum. Svo hverfum vér héðan einn dag, þá hrífur oss ólgandi straumur, hinn sami og botnar hvern brag. Blekkingar? Draumur? Þetta gæti nú gilt sem nokkurs konar áramótaljóð, þótt það sé að vísu ort síðla sumars árið 1976 V.S. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.