Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 28
VIÐHORF
Grétar Þorsteinsson forseti A.S.Í.:
LÍFSKJÖR ÖRYRKJA
OG LÍFE YRIS S J ÓÐIRNIR
*
g vil byrja á því að þakka
ykkur fyrir að bjóða mér að
ávarpa þessa ráðstefnu. Og
vonandi fyrirgefst mér þótt ég dvelji
í ávarpi mínu við einn þátt í lífskjörum
landsmanna og ekki hvað síst öryrkja
- þann þáttinn
raunar sem er ein-
hver sá mikilvæg-
asti. Hér er ég
vitaskuld að vísa
til lífeyrissjóð-
anna.
A þessari
stundu stöndum
við því miður
frammi fyrir
þeirri staðreynd
að framtíð almennu lífeyrissjóðanna
í núverandi mynd er alls ekki tryggð.
Hugmyndir um grundvallarbreytingar
á lífeyriskerfinu koma fram um sömu
mundir og enn og aftur er staðfest í
skýrslu Bankaeftirlits Seðlabanka
íslands að almennu lífeyrissjóðirnir
em að styrkja stöðu sína og munu geta
staðið undir skuldbindingum sínum til
framtíðar. Þá er einnig staðfest að
rekstrarkostnaður almennu lífeyris-
sjóðanna fer mjög lækkandi með sam-
einingu sjóða og aukinni hagræðingu.
Að mínu viti er það ábyrgðarhluti
að ræða lífeyrismál landsmanna öðm-
vísi en leita fordómalaust eftir svömm
við grundvallarspurningunum:
Hvernig tryggjum við öllum lands-
mönnum rétt á lífeyrisgreiðslum til
æviloka með sem hagkvæmustum
hætti fyrir þá og samfélagið í heild?
Hvemig tryggjum við að allt vinnandi
fólk taki jafnan þátt í að greiða til
félagslegrar samábyrgðar sem nær til
allra? Hvernig tryggjum við fólki
örorkulífeyri, makalífeyri og bama-
lífeyri?
Við getum víða leitað svara, bæði
í úttektum óháðra sérfræðinga
hérlendis og erlendis og í skýrslu
Alþjóðabankans um lífeyrismál. Enn
sem komið er bendir allt til þess að
svarið sé að lífeyriskerfi á borð við
það sem við nú búum við, komist næst
því að uppfylla öll þessi skilyrði. Enda
segir í greinargerð með lífeyrisfrum-
varpi nkisstjómarinnar að nú sé óhætt
að fullyrða að það sé meðal bestu líf-
eyriskerfa heimsins.
Lífeyriskerfinu á almennum
vinnumarkaði var komið á með kjara-
samningum árið 1969. Þeir tóku til
starfa fyrir aðeins 27 árum síðan og
ekki em liðin nema 7 ár síðan farið
var að greiða iðgjald af öllum tekjum
í sjóðina. En þrátt fyrir ungan aldur
hefur þetta lífeyriskerfi sannað gildi
sitt svo um munar. Sjóðirnir em nú
að rétta úr kútnum eftir tímabil þar
sem mikil verðbólga og takmarkaðir
fjárfestingarkostir ollu nokkrum
erfiðleikum og það er ánægjulegt að
fylgjast með þeim taka ákvarðanir um
að bæta réttindi sjóðfélaganna.
I ljósi mikillar umræðu um lífeyris-
mál og oft á tíðum neikvæðrar gagn-
rýni á almennu lífeyrissjóðina gengust
samtök lífeyrissjóða á almennum
vinnumarkaði nýlega fyrir viðamikilli
könnun á viðhorfum þjóðarinnar til
lífeyrissjóðanna. Ákveðið var að
vanda mjög til framkvæmdarinnar. I
stað þess að kanna hvort fólk hafi
jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar
gagnvart hugtökum á borð við
_skyldu” eða _frelsi” sem svo má nota
til uppsláttar í áróðursskyni var leitast
við að fá fram afstöðu þjóðarinnar til
raunverulegra efnisatriða málsins.
egar það var gert stóð eitt upp úr:
Afgerandi stuðningur þjóðar-
innar við samtryggingarhlutverk
almennu lífeyrissjóðanna. Samtrygg-
ingin er einmitt eitt sterkasta einkenni
sjóðanna og grundvallast á skyldu-
aðildinni. Almennu lífeyrissjóðimir
tryggja heilu starfsstéttimar sem hópa
og sú áhættudreifing og samábyrgð
sem í því felst gerir þeim kleift að
greiða ellilífeyri til æviloka, óháð
ævilengd, að tryggja öllum sömu
réttindaávinnslu fyrir sömu iðgjöld
óháð kyni, aldri, heilsu eða öðmm
aðstæðum.
Einn mikilvægasti þáttur sam-
tryggingarinnar er örorkulífeyririnn.
Aðild að lífeyrissjóði tryggir fólki
sem verður fyrir því að tapa starfs-
orkunni örorkulífeyri fram til þess
tíma að taka ellilífeyris hefst. Réttindi
fólks eru framreiknuð og upphæð
lífeyrisins miðast við þau réttindi sem
viðkomandi hefði átt að öðm óbreyttu
að lokinni hefðbundinni starfsævi.
Það er fagnaðarefni og hefur von-
andi mikil áhrif í þeirri urnræðu um
lífeyrismálin sem framundan er, hve
yfirgnæfandi stuðnings þetta sam-
tryggingarhlutverk nýtur meðal þjóð-
arinnar.
æplega 94% þeirra sem afstöðu
tóku telja að lífeyrissjóðimir eigi
að greiða maka- og örorkulífeyri.
Rúmlega 96% eru andvíg því að
konur fái lægri lífeyri en karlar þótt
þær lifi almennt lengur og séu því
”dýrari tryggingakostur” svo talað sé
markaðsmál. Og tæplega 98% þjóð-
arinnar em andvíg því að lífeyrissjóð-
imir eigi að fá að hafna sjóðfélögum.
Niðurstaðan er afdráttarlaus: Þjóð-
in kýs lífeyriskerfi gmndvallað á sam-
tryggingu. Verði skylduaðild að líf-
eyrissjóðum afnumin þannig að aðild-
in grundvallist ekki lengur á sam-
28