Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 18
AÐALFUNDUR 1997 Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands var haldinn í Borgartúni 6 laugardaginn 18.október og hófst kl. 10 árdegis. Alls sóttu þennan aðalfund nær 80 manns, 62 fulltrúar frá öllum aðild- arfélögum bandalagsins, starfsfólk og fulltrúar ÖBI í svæðisráðum. Það var Ólöf Ríkarðsdóttir, for- maður bandalagsins sem setti fundinn og bauð menn velkomna. Hún til- nefndi Þóri Þorvarðarson sem fund- arstjóra og þau Kristínu Jónsdóttur og Helga Hróðmarsson sem fundarritara. Formaður flutti því næst skýrslu sína og kom víða við. Margt í máli formanns hefur fengið góða umfjöllun hér í Fréttabréfinu og því er hér aðeins á áherzluatriðum stiklað. Hún greindi fyrst frá umsóknum þriggja félaga um aðild að bandalag- inu: Daufblindrafélaginu, Málbjörg og Tourette samtökunum, en afgreiðslu verið frestað vegna vinnu við skipulag bandalagsins og lög þess, félögin látin vita þar af og um full sátt. Ólöf vék því næst að hinum mörgu fundum sem haldnir hefðu verið niðri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti, sumt án árangurs, annað hefði afrakst- ur borið. í gangi væri samráðsnefnd ráðuneytis og bandalags, þar sem mörg mál væru viðruð og sumu þokað á betri veg, öðru afstýrt. Hún minnti á samráðsnefndina með stéttarfélög- unum og kröfuna í síðustu kjarasamn- ingum um að bætur fylgdu launaþró- un, lágmarkslaunum í landinu. Ólöf sagði að við yfirlýsingu forsætisráð- herra um að bætur skyldu taka meðal- hækkun launa hefði fylgt “að mati ríkisstjórnar”, og það mat skilað sam- tals 6% hækkun. Tveggja og hálfs prósenta hækkunin í sumar hefði ekki komið til af góðu, reiðialda í þjóð- félaginu út af tugþúsunda hækkun toppanna á mánuði og áskorun A.S.Í. um að bótahækkun skyldi fylgja í kjölfarið. í þessu sambandi rakti Ólöf svo helztu efnisatriði ályktana þeirra sem fyrir fundinn yrðu lagðar og lytu að kjaramálum að yfirgnæfandi hluta, beint framhald í raun af einkar vel heppnaðri kjararáðstefnu. Ólöf sagði að nú væru 19 mánuðir liðnir frá því kvartað hefði verið til umboðsmanns Alþingis vegna kjarasamninga 1995 og enn engin svör fengizt. Allnokkuð væri sem áður um umsagnir til Al- þingis og reynt að vanda sem bezt þar til. ún minnti á mikilvægi lög- fræðiþjónustu bandalagsins þar sem mörg mál fengju ágæta úrlausn. Fréttabréfið væri bandalaginu þýð- ingarmikill miðill. Upplýsingabæklingar um banda- lagið og félög þess væru nú til bæði á dönsku og ensku. Stefnuskráin hefði verið gefin út í fallegum, mynd- skreyttum bæklingi. Samþykkt hefði verið að láta útbúa hátíðarfána og væri hann í vinnslu nú. Hún minnti á að meginreglur Sam- einuðu þjóðanna væru nú brátt fimm ára gamlar. Þess hefði verið farið á leit við félagsmálaráðherra að hann gæfi Alþingi skýrslu um meginregl- umar nú á alþjóðadegi fatlaðra þann 3. des. nk. Huga þyrfti að lagasetn- ingu þessara meginreglna. Hún kvað vefsíðu bandalagsins formlega í notkun tekna á þessum aðalfundi. Minnti svo á styrkina til aðildarfélaganna, sjóði í vörzlu bandalagsins og vel heppnaða samstöðuhátíð á Selfossi en allt það afar vel kynnt hér áður. Hún rakti lottómálið svokallaða ítarlega þ.e. þá ósk Þroskahjálpar að fá hluta af tekjum ÖBI frá Islenzkri getspá. Nú yrði að frumkvæði dóms- málaráðherra skipuð þingmannanefnd til að fara yfir öll happdrættismál í landinu. Ólöf greindi frá samkomulagi ríkisstjórnar og Sambands íslenzkra sveitarfélaga um ferlimál. í því sam- bandi minnti hún á ráðstefnu um ferli- mál á vegum ferlinefndar félagsmála- ráðuneytis hinn 26. nóv. nk. Kvaðst nú láta af störfum sem formaður. Færði öllum samstarfsaðil- um alúðarþakkir fyrir hin ágætu samskipti áranna um leið og hún árnaði nýrri stjórn allra heilla. r Olafur H. Sigurjónsson kvað brýna nauðsyn til þess bera að bandalagið sýndi aukið frumkvæði í kjarabaráttunni í stað þess að bregðast stöðugt við áreiti stjórnvalda, þó einnig væri knýjandi. Viðeigumekki að láta varnarsigrana eina nægja, sagði Ólafur. Tómas Helgason stjórnarform. Hússjóðs flutti því næst sína skýrslu sem birt er hér í blaðinu. Helgi Hjörvar innti eftir skýringum þess að Byggingarsjóður ríkisins hefði engin lán veitt Hússjóði. Sömuleiðis spurð- ist hann fyrir um framkvæmdir þær sem fyrirhugaðar væru í Fossvogi. Tómas svaraði þessu glögglega. Þá var komið að skýrslu frá skrif- stofu bandalagsins. Mál Asgerðar er birt hér í blaðinu. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.