Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 6
- okkar lán að hún var
barnlaus, enda á
klukkan heima hér.”
Utvarpstækin voru
tækninýjung í þá daga
og von að Ríkarður
hafi viljað færa fjöl-
skyldu sinni slíka af-
þreyingu. “Viðsátum
svo oft í kringum
útvarpstækið,” segir
Olöf, “og hlustuðum á
útvarpsleikritið,
mamma og við syst-
urnar með handa-
vinnu, pabbi að
teikna, miklu meira
verið heima þá.”
Gamli tíminn sæk-
ir að. I málverki á veggnum - bærinn
Strýta í Hamarsfirði - uppvaxtar-
umhverfi Finns og Rfkarðs. Strýtu-
bræður voru þeir kallaðir og hér má
sjá úr hvaða umhverfi þeir eru sprottn-
ir. Listmálarinn Finnur setur Strýtu í
miðju myndar, klettadranginn sem
bærinn dregur nafn sitt af. - Skyldi
hin dulúðga náttúrusmíð hafa kveikt
löngun myndhöggvarans Ríkarðs,
fengið hann til að kafa ofan í náttúru-
vætti og höfðaletur? Erfitt að yfirgefa
svo myndrænt umhverfi.
Reykvísk sveit
“Pabbi varð að komast úr bænum
á sumrin,” segir Olöf. “Þau keyptu
þetta hús 1928, en leigðu það fyrst. í
nokkur sumur dvöldum við í litlu
sumarhúsi á horni Langholtsvegar og
Laugarásvegar, sem pabbi reisti að
mestu sjálfur. Húsið stóð í enda hlíð-
arinnar og Hlíðarendi hét það, eins og
húsið á Djúpavogi sem ég fæddist í.”
Þá var sveit í Laugardalnum, svo
mikil sveit að mikill vinur Ríkarðs,
Gísli í Papey, sendi honum að gjöf “kú
á fæti” og fóður til margra mánaða!
“Hugsaðu þér, að láta sér detta í hug
að senda kú frá Djúpavogi til Reykja-
víkur,” og Ólöf skellihlær. Skúr var
smíðaður fyrir kúna, sem mjólkaði
vel, og til er mynd af Maríu, móður
Ólafar, við mjaltir. “Mamma var svo
mikil búkona.”
Ríkarður hjólaði alltaf á milli
vinnustofu og heimilis. Þá rfkti ró í
Laugardalnum, lítil byggð og fáir
bílar, og Ólöf minnist þess að faðir
hennar stoppaði alltaf hjá Tungu á
Stjórn Sjálfsbjargar - landssambands og
framkvæmdastjóri 1975.
Suðurlandsbraut - og hóaði hátt til að
láta þau vita að hann væri á leiðinni.
“Hann hafði svo sterkan róm,” seg-
ir Ólöf, “fór að læra söng, þegar hann
var í framhaldsnámi á Ítalíu árið 1921.
Sá kennari hvatti hann til að hætta
myndhöggvaranámi, leggja heldur
sönglistinafyrirsig. Já, margirhefðu
ruglast í ríminu með svo marga hæfi-
leika, en pabbi var alltaf ákveðinn í
að leggja fyrir sig tréskurð og mynd-
höggvaralist. Að vísu liggja eftir hann
einstaka rauðkrítarmyndir, en þar
skipti alveg á milli Finns og pabba.”
Hlíðarenda í Laugardal varð að
selja, þegar heimilisfaðirinn veiktist
af hettusótt. En sveitin heillaði áfram
og Ólöf á góðar minningar frá Reyni-
stað við Skerjafjörð, þar sem Georg
föðurbróðir hennar var bóndi á leigu-
jörð. “Þar vorum við eins og á bað-
strönd og mamma var dugleg að
synda með okkur krökkunum í sjón-
um. Nú standa olíutankar út við sjó-
inn í Skerjafirði og olía búin að
skemma gömlu baðströndina.”
Sveitin hélt áfram að toga Ríkarð
og fjölskyldu til sín á sumrin. “í þrjú
sumur leigðum við hjá Ólafi Ketils-
syni á Laugarvatni, en árið 1943
byggðu foreldrar mínir sumarbústað
í Hveragerði - þann bústað á ég enn.
Ómetanlegur þáttur í lífi mínu að fá
að dvelja svo mikið úti í náttúrunni.”
Meðfótlun út í lífið
Árið 1924 veiktist Ólöf, aðeins
tveggja ára - og þurfti ávallt síðan að
styðjast við hækjur. Þá var ekkert til
hjálpar á Islandi.
“Eg var fjögurra ára, þegar
mamma og pabbi
fóru fyrst með mig til
Kaupmannahafnar.
Þá fékk ég nudd sem
hjálpaði mikið og
spelkur. Sjúkra-
þjálfun þekktist ekki.
Þau fóru út með mig
sex ára, tíu ára og tólf
ára gamla. I eitt
skiptið var mjöðmin
löguð. Öðru sinni
var ökklinn gerður
stífur. Allt var gert
fyrir mig, sem hægt
var að gera þá.
Gervilimasmiður var
farinn að starfa hér
heima, þegar ég var
tólf ára. Hjá honum fékk ég nýjar
spelkur.”
Ólöf gat aldrei gengið úti sem lítil
stelpa, aðeins innandyra.
“Allt breyttist, þegar ég fékk bíl-
inn. Þá gat ég farið allra minna ferða
óháð öðrum.”
Ólöf menntaði sig þrátt fyrir sína
fötlun, lauk prófi frá Samvinnuskól-
anum og fór að vinna við skrifstofu-
störl hjá KRON á Skólavörðustíg,
stutt frá Grundarstígnum. Bætti síðan
við sig tungumálanámi, sem átti eftir
að koma sér vel.
/
Olöf var ein af stofnfélögum
Sjálfsbjargar 1959. “Uppistað-
an í Sjálfsbjörg voru mænuveiki-
sjúklingar, eins og flestir af stofnend-
unum eru. Lömunarveikin var skæð
1924. Furðulegt hvernig veikin stakk
sér niður á landinu, aðeins ein kona
fékk hana austur í Álftafirði, annar
norður í Ólafsfirði og enn er því ósvar-
að, hvernig veikin gat borist á milli
landshluta.”
Ólöf átti sæti í fyrstu stjórn Sjálfs-
bjargar, landssambands fatlaðra og
var ritari þar í 25 ár. “Árið 1967 fer
ég að vinna fyrir Sjálfsbjörg að félags-
málum, sem var mikið starf. Ég sá til
dæmis að mestu leyti um öll samskipti
við útlönd. Við gengum í norrænu
samtökin 1961. Þá fengum við bréf
frá Bandalagi fatlaðra á Norður-
löndumogokkurboðinþátttaka. Við
vorum yngstu samtökin.”
Það lendir á Ólöfu að vera fulltrúi
íslands og fara á fyrsta fundinn.
“Það þótti miklum tíðindum sæta,
þegarégmætti. Ekkiaðfulltrúiskyldi
6