Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Side 40
Ólöf Ríkarðsdóttir, fv.form. ÖBÍ: LIFSKJÖR ÖRYRKJA 1997 Hvemig horfa þau við þér? Olöf Ríkarðsdóttir Lífskjör öryrkja árið 1997 Hvernig horfa þau við þér? er sú spurning eða það umræðuefni sem við ætlum að fjalla um í dag. Hvað eru góð lífskjör? Sé litið fyrst á ytri aðstæður, þá koma upp í hugann öruggur fjárhagur, gott húsnæði, mennt- un og atvinna. Því til viðbótar gott heilbrigðis- og tryggingakerfi og menntakerfi. Islenskir ör- orkulífeyrisþegar búa ekki við góð ---------------- lífskjör. Því fer fjarri. Það hefur verið krafa Öryrkja- bandalags, verkalýðsfélaga og fleiri samtaka að örorkulífeyrir fylgdi lág- markslaunum í landinu, sem nú eru kr. 70.000,- Þessu hefur ekki verið sinnt, þótt augljóst sé að þessi upphæð er algjört lágmark. Örorkulífeyrir getur nú orðið hæstur kringum 60 þúsundir. I einstaka tilvikum er ef til vill hægt að draga fram lífið af þessari fjárhæð en það er ekki hægt að lifa lífinu. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd er öryrkjum bannað að drýgja tekjur sínar með vinnu, því að þá kemur strax til framkvæmda skerðing á bót- um vegna heimskulegra reglna um frítekjumark. Sá sem einu sinni er orðinn örorku- lífeyrisþegi þorir ekki að taka þá áhættu að reyna að vinna, af ótta við að missa þessa einu tryggingu sem hann þó hefur, lífeyrinn. Þessvegna kemst hann aldrei upp úr þessu fari. Með öðrum orðum þá er örorkulíf- eyrisþegum meinað að vera þátttak- endur í samfélaginu. Hafa ráðamenn gjört sér grein fyrir hverjar afleiðingamar geta orðið af þessari ánauð. Þama er mikil hætta á að skapist þjóðfélagshópur, og (Erindi flutt á kjararáðstefnu) er raunar nú þegar staðreynd, hópur, sem hefur engan áhuga á samfélaginu lengur. Hversvegna skyldi hann líka hafa það? Hann getur hvorki sótt leikhús né tónleika, farið í ferðalög, stundað íþróttir sem hafa kostnað í för með sér svo eitthvað sé nefnt. Það leiðir af sjálfu sér að smátt og smátt dofnar áhuginn á lífinu og samfélaginu, þegar viðkomandi getur ekki tekið þátt í því og hefur engan hag af viðgangi þess. Fátt er hættulegra sérhverju þjóð- félagi en óvirkir þegnar, ekki síst fámennu eins og okkar. Við þurfum á framlagi allra að halda til þess að gott mannlíf geti dafnað. En orðið lífskjör er víðtækt og þar fer að ýmsu leyti eftir einstaklingnum sem í hlut á. Lífskjör geta verið góð fyrir ungan og ófatlaðan mann, þótt sömu kringumstæður uppfylli ekki þarfir vinarins, vegna þess að sá er heyrnarlaus. Hann getur hvorki haft gagn af sjónvarpsfréttum né ýmsu öðru sjónvarpsefni vegna þess að það er ekki textað, svo aðeins eitt dæmi sé tekið. Þarna vantar mikið á góð lífskjör. Sama gildir um fjöldamarga aðra hópa öryrkja. ✓ Imannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna stendur að allir menn skuli vera jafnir og það er einnig árétt- að í meginreglunum um réttindi fatl- aðs fólks. En fatlað fólk verður þá líka að hafa möguleika til að nýta sér jafn- réttið. Hvernig á hreyfihamlaður nem- andi að nýta sér jafnréttið til náms í skólanum sem hann kemst ekki inn í. En hvar er skýringar að leita á þessu misrétti? Hún liggur í við- horfi fólks. Kannski er þetta við- horf í undirvitundinni, en það er þar hjá flestum. Fatlað fólk sker sig úr, það er ekki hluti af heildinni. í rauninni er viðhorf almennings til fatlaðs fólks erfiðasta hindrunin sem þarf að yfirstíga. Sú hindrun verður fyrir hendi þar til sá skilningur fær yfirhöndina, að samfélagið sé fyrir alla, að við séum öll hluti af heildinni. Það þarf að gjöra ráð fyrir þörfum allra en ekki einungis 9/10 hluta þegn- anna. Fatlað fólk er nefnilega 10% af fjöldanum. A morgun er aðalfundur Öryrkja- bandalagsins. Þar verða bornar fram og ræddar margar ályktanir, sem allar miða að bættum lífskjörum öryrkja. Ég ætla að nefna nokkrar:. Skorað er á Alþingi að leiða aftur í lög bein tengsl milli almennrar launaþróunar í landinu og bóta- upphæða í tryggingakerfinu. Frítekjumark lífeyrisþega af launatekjum verði hækkað veru- lega, þannig að tryggt sé að viðkom- andi sjái sér hag í því að afla sér vinnutekna. Öll skerðingarákvæði í trygg- ingakerfinu verði tekin til gagn- gjörðrar endurskoðunar. Tekjutrygging verði óháð tekj- um maka. Niðurskurði í geðheilbrigðis- kerfinu er mótmælt. Vasapeningar þeirra sem dvelja á sérstökum heimilum fatlaðra verði stórhækkaðir. Þeir eru nú kr. 11.589,- á mánuði og eiga að nægja til allra annarra þarfa fólksins en fæðis og húsnæðis. Þetta og margt, margt fleira þarf að gjöra til þess að bæta lífskjör öryrkja, en það er hægt. íslendingar eru meðal tíu ríkustu þjóða heims svo að fjármagnið er fyrir hendi. Það er misskipting fjármagnsins, sem er orsök bágra lífskjara margra hér á landi. Það vita allir sem vilja vita og þessi meinsemd er jafnt og þétt að skjóta dýpri rótum. Þetta illgresi má ekki dafna lengur. Það verður að uppræta. Ólöf Ríkarðsdóttir 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.