Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1997, Blaðsíða 46
Ásgerður Ingimarsdóttir: Þegar amma var ung! M 7 yrir meira en þrjátíu árum var M~1 þáttur í útvarpinu, sem kall- JL aður var “Við sem heima sitj- um”. Eg undirrituð, sem þá var heimavinnandi húsmóðir með fjögur börn flutti erindi í þessum ágæta þætti um störf heimavinn- andi húsmæðra. Það er óneitanlega gaman að lesa þennan þátt því svo mjög hafa tímarn- ir breyst þó mér finnist í raun og veru ekkert afskaplega langt síð- an! En þetta var fyrir daga sjónvarpsins og fyrir daga stórmark- aðanna, útvarpið gengdi þá miklu hlut- verki m.a. tala ég um að ekki dragi tíu villtir hestar mann út þau kvöld sem framhalds- leikritin voru og skemmtiþættir og leikrit laugardags- kvölda voru toppurinn á tilverunni. Þar sem erindið var flutt í nóvem- ber enda ég erindið á að tala um jól og jólaundirbúning. Okkur ritstjór- anum datt í hug að birta þetta núna. E.t.v. hefur jólaundirbúningur ekki breyst svo ýkja mikið hjá húsmæðrum á þessum þrjátíu og eitthvað árum a.m.k. em blessuð jólin alltaf sú hátíð, sem lýsir upp skammdegið og boðar frið ájörðu. g hér kemur þá sá kafli erindis míns, semsnýraðjólunum: “Og nú líðuróðum nærjólum, hátíð hátíð- anna. Engin hátíð jafnast á við jólin og fyrir enga hátíð er eins mikið að snúast. Það er bakað og brasað. Þveg- ið, saumað, skrúbbað og skúrað. Yfirleitt er byrjað á að athuga með jólafötin handa börnunum. Enginn máfaraíjólaköttinn. Það þarf að fara og kaupa efni í kjóla og buxur, sauma sjálfur eða koma því fyrir hjá sauma- konum. Það eru algengar spurningar milli húsmæðra, hvort þær viti nú ekki urn einhverja konu sem saumi telpu- kjóla eða drengjabuxur. Það vill sem sé brenna við að erfitt sé að fá saumaðan barnafatnað sérstaklega telpukjóla. Þetta stafar líklega af því að það er allt að því eins mikið verk að sauma kjóla á stálpaðar telpur og fullorðna en ekki hægt að taka sama verð fyrir. Þetta er því oft vandamál hjá þeim sem ekki treysta sér til eða hafa ekki tíma til að sauma sjálfar. Síðan kemur röðin að almennri hi'eingemingu. Næstum öll íbúðin fær meiri eða minni yfirferð. Glugga- tjöldin eru drifin niður, þvegin og stífuð og ef þau neita að hanga saman lengur er reynt að kaupa efni og sauma ný. Oft er tækifærið notað tii að mála, ef með þarf, sérstaklega hjá þeim sem vinna slík verk sjálfir. Já, jólin, það er margur hluturinn, sem hefur verið látinn dankast drifinn í gegn í tilefni komu þeirra. Og svo kemur blessaður jólabakst- urinn. Allt húsið ilmar. Smá- kökubaksturinn mun vera einna tíma- frekastur. Margar húsmæður veit ég að útbúa deigið í hnoðuðu smákök- urnar kvöldið áður en á að baka og það borgar sig áreiðanlega. Maður er oft orðinn glettilega þreyttur eftir að hafa hnoðað deigið, svo það er ágætt að geyma hlaupin og stappið við sjálfan baksturinn til næsta dags. Oft höfum við sjálfsagt hugsað sem svo: “Næstu jól baka ég bara eina og í mesta lagi tvær tegundir af smá- kökum”. Ensvolíðuraðjólumogþá verður að baka svolítið meira enda eru smákökur mjög gómsætar og fylla vel upp á kaffiborðið. Sumar konur eru svo fornbýlar að þeir eiga jólasmá- kökurnar von úr viti. Það hlýtur að vera afskaplega þægilegt að geta grip- ið til þeirra, þegar komið er fram á góu. - A mínu heimili end- ast þær því miður aldrei nema liðlega fram yfir þrettánd- ann! Fyrir utan jóla- bakstur og allt sem á undan er talið eru svo óteljandi aðrir hlutir sem eiga og verða að gerast. Eitt af því eru jólagjafa- og jóla- kortasendingar. ólakort til kunningja erlendis fara fyrst af stað. Þau fara blessunar- lega snemma og svo þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim meir. - Ég á vinkon- ur búsettar erlendis, sem ég skrifa skammarlega sjaldan, en fyrir jólin reyni ég alltaf að rubba upp fáeinum síðum svo það sjáist þó lífsmark með manni þó kalt sé og skammdegið upp á sitt svartasta. - Jólakortin innan- lands og innanbæjar er maður oft meira á síðustu stundu með. Og oft er hringt í ættingja eða vini og sagt: “Æ, heyrðu, manstu nokkuð hvert það var sem hann Nonni og hún Sigga fluttu, það er einhvers staðar í þessu nýja hverfi, þar sem engar búðir éru og strætisvagninn kemur einu sinni á dag?” Stundum fær maður strax greinargóð svör en stundum hefjast langar umræður um að það sé þarna við hliðina á gráa húsinu sem sé við hliðina á húsinu með mörgu útskot- unum, það er víst númer 45 eða 47, nei heyrðu kannski númer 57. Svo er kortið sent í þeirri von að viðtakandi finnist. - Það er gaman að senda kort og fá kort sjálfur. Þetta þykir að vísu orðið mesta fargan og póstmennirnir margir hverjir eldast um tíu ár 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.