Bændablaðið - 07.05.2020, Page 2

Bændablaðið - 07.05.2020, Page 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 20202 Búfénaður landsmanna taldist vera 1.556 dýr, en inni í þeirri tölu er áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross, en erfiðlega virðist ganga að fá sannar rauntölur um hross frá eigendum þeirra. Hefur þetta verið viðvarandi vandamál um áraraðir þó reynt hafi verið að gera ýmsar ráðstafanir á undanförnum árum til að lagfæra framkvæmd gagnasöfnunar um hrossaeign. Samkvæmt haustskýrslum bænda eru hrossin talin vera 54.715 en þeir sem best þekkja til telja þá tölu ekki standast. Því er sett hér inn áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross. Þarna er skekkja upp á 16.285 hross sem hrossaeigendur hljóta sóma síns vegna að leggja áherslu á að koma á hreint. Tölur um svín sýna einungis gyltur og gelti, enda erfitt að henda reiður á fjölda grísa frá mánuði til mánaðar. Það sama á við um fjölda unga í alifuglaeldi. Í sauðfé er einungis verið að tala um vetr- arfóðrað fé, ekki lömb sem fæðast að vori og er slátrað að hausti. Í loðdýraeldi er líka einungis verið að tala um fullorðin eldisdýr, högna og læður. /HKr. „Þetta er stærsta lamb sem fæðst hefur hér á bæ,“ segir Halldís Gríma Halldórsdóttir á Bjarnastöðum í Öxarfirði. Þar reka foreldrar hennar, Halldór S. Olgeirsson og Elín Maríusdóttir, sauðfjárbú. Undir síðustu helgi fæddist þar 9 kílóa lambhrútur, ansi hreint stór og stæðilegur. Halldís Gríma segir að eitt sinn fyrir nokkrum árum hafi fæðst 7 kílóa lamb á bænum, en Trölli, 9 kílóa lambið, sé það allra stærsta sem þau hafi áður séð. Burður gekk hægt, en tókst að lokum. Heimilismenn á Bjarnastöðum börðust við að halda lífi í lambinu en það lifði í þrjá daga. Telur hún að skaði hafi orðið innvortis í burði. Lambhrúturinn stóð upp og hann hélt haus.Móðir lambhrútsins er tvævetra undan hrút úr Broddanesi á Ströndum en faðirinn er heimahrútur á Bjarnastöðum. Um 350 ær bera þetta vorið á Bjarnastöðum í Öxarfirði og segir Halldís Gríma að vel gangi í sauðburði það sem af er. „Við erum ríflega hálfnuð núna og það gengur allt samkvæmt áætlun,“ segir hún. /MÞÞ FRÉTTIR www.kofaroghus.is - sími 553 1545 339.000 kr. Tilboðsverð BREKKA 34 - 9 fm 518.000 kr. Tilboðsverð STAPI - 14,98 fm 389.000 kr. Tilboðsverð NAUST - 14,44 fm 34 mm 34 mm44 mm Ítarlegar upplýsingar og teikningar ásamt ýmsum öðrum fróðleik má finna á vef okkar VORTILBOÐ Á GARÐHÚSUM! Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum i Öxarfirði undir síðustu helgi. Sá stærsti sem þar hefur komið í heiminn. Mynd / Halldís Gríma Halldórsdóttir Öxarfjörður: Níu kílóa lambhrútur fæddist á bænum Bjarnastöðum Lambhrúturinn lifði í þrjá daga, en líkast til hefur eitthvað gefið sig í honum innvortis við burðinn sem gekk hægt fyrir sig enda hrúturinn engin smásmíði. Mynd / Elín Maríusdóttir Litla lambið, Pæja Pons, er tvílemba, en systir hennar er miklu stærri. Agnar lítið lamb á Neðri-Dálksstöðum „Það gengur mjög vel með gimbr- ina, sem hefur fengið nafnið Pæja pons, hún er sterkur karekter, sem á örugglega eftir að gera það gott þrátt fyrir að fæðast svona ofboðslega lítil, eða rétt um 600 grömm,“ segir Hanna María Brynjólfsdóttir, sauðfjárbóndi á bænum Neðri-Dálksstöðum skammt frá Akureyri. Litla lambið er tvílemba, syst- ir hennar er miklu stærri. Mamma lambanna heitir Kisa og pabbi þeirra Hreinn. Á bænum eru um 70 kind- ur og reiknað er með 130 til 150 lömbum í vor. Hanna María tók meðfylgjandi myndir af Pæju Pons og lambi, sem er jafn gamalt og í eðlilegri stærð, munurinn er mjög mikill. /MHH Mikill stærðarmundfur er á systrun um. 80.872; Nautgripir 5,20% 415.949; Sauðfé 26,73% 3.155; Svín; 0,20% 71.000; Hross 4,56%14.325; Loðdýr; 0,92% 970.824; Alifuglar; 62,39% Fjöldi búfjár á Íslandi samkvæmt haustskýrslum 2019 Nautgripir Sauðfé Svín Hross Loðdýr Alifuglar Heimild: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Bæ nd ab la ði ð / H Kr . Sauðburður er nú að ná hámarki og frjósemi víða góð. Þessi golsótta ær karar hér nýborin lömb sín á bænum Syðstu-Fossum í Borgarfirði. Mynd /Unnsteinn Snorri Snorrrason Búfénaður landsmanna taldist vera 1.556 dýr, en inni í þeirri tölu er áætluð hrossaeign upp á 71.000 hross. Búfjáreign Íslendinga var samtals um 1,6 milljónir dýra í árslok 2019

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.