Bændablaðið - 07.05.2020, Side 22

Bændablaðið - 07.05.2020, Side 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202022 Brynja Davíðsdóttir á Selfossi er með keramikdellu: Málar fugla á bolla í gríð og erg við miklar vinsældir Vorið er komið og fuglarnir stað­ festa það með komu sinni, einn af öðrum. Landsmenn hafa fagnað komu þeirra undanfarnar vikurn­ ar og hafa talað mikið saman og deilt myndum á samfélagsmiðl­ um meðan á samkomubanninu stendur. Einn þessara landsmanna sem fylgist með komu farfuglanna er Brynja Davíðsdóttir, betur þekkt síðustu 25 árin sem „Brynja ham- skeri“. Brynja er með meistarapróf í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands (2013) og hefur stundað diplómanám í leir- list í Myndlistaskólanum í Reykjavík í vetur. Brynja hefur lengst af mennt- að sig og unnið störf sem tengj- ast varðveislu, vernd eða fræðslu um íslensku náttúruna og þá helst mófuglanna. Hún fagnaði því sérstaklega að fá að vinna heima undanfarinn mánuð þar sem hún hefur fengið útrás fyrir uppsafnaðri vinnugleðinni við frjálsa leirsköpun. Undanfarið rúmt ár hefur hún leirað fugla og dýr fríhendis í steinleir og rennt bolla sem hún teiknar á fugla- myndir og brennir svo við 1260 °C. Heilluð af fuglum „Mér hefur stundum fundist, hér- lendis, fólk leyfa fuglafræðingum að tjá sig mest um fuglana, í stað þess að eigna sér þá fyrst og fremst sjálft með góðri þekkingu og hjartað að leiðarljósi. En það er að aukast að venjulegt fólk, konur og karlar, taki t.d. myndir af fuglum og deili á fuglasíðum samfélagsmiðlanna og ég fagna því sérstaklega því um- ræðan um algenga fugla er að verða meiri, og einskorðast ekki lengur við fuglafræðinga eða veiðimenn. Nú ber meira á því að fólk sýni áhuga á fuglunum, skilji lífshætti þeirra og nauðsyn þess að spilla ekki náttúrunni með aðgerðum sínum, heldur varðveiti það litla líf sem þrífst hér á þessari harðbýlu eyju. Ég hef verið heilluð af fuglum síðan ég var lítil, og mér finnst það for- réttindi að fylgjast með þeim koma heim á vorin og ala upp sína unga áður en fer að dimma aftur í ágúst,“ segir Brynja. Ljáir náttúrunni rödd sína Brynja segir að leirlistin sín og upp- stoppunin, sem hún stundar líka, sé hennar leið til að ljá náttúrunni rödd sem nær inn á heimili venju- legs fólks, til að minna okkur á hvað vorið og lífið á Íslandi er yndislegt og að við megum ekki gleyma því þó að við dveljum með hugann í mannheimum að stórum hluta. „Ég hef ótrúlega sterka köllun til að vinna með höndunum og hef verið með hugann við fugla og dýralíf heimskautanna frá því að ég man eftir mér. Ég vildi helst geta unnið eingöngu við það að skapa þessa list mína, og að varðveita og miðla þessari sögu og aðdáun minni á dýralífinu okkar.“ Upplagðar tækifærisgjafir Nú í apríl hefur Brynja staðið fyrir sölu á bollum á instagram-síðunni sinni, „brynja.d“, og Facebook- síðunni „Brynja Leirlist“ og var þeim afar vel tekið, „Bollarnir og stytturnar hafa selst vel sem persónu- legar eigur og tækifærisgjafir. „Nú er ég í óða önn að fylla brennsluofn- inn af fleiri fuglabollum sem verða birtir og seldir á síðunum mínum þar til ég get tekið á móti gestum í vinnuskúrnum mínum í Miðtúninu á Selfossi eftir 4. maí næstkomandi,“ segir Brynja. /MHH LÍF&STARF Brynja, sem hefur heillast af keramiki, en bollarnir eru renndir og skreyttir af henni með handmáluðum íslenskum fuglum. Myndir / Úr einakasafni Brynja hefur verið heilluð af íslensku bláklukkunum frá því að hún vann sem landvörður á Teigarhorni sumrin 2013 og 2014. Ljósmynd/úr einkasafni Músarindill og hrossagaukur eru í uppáhaldi hjá Brynju, en hún teiknar fríhendis á bollana sína, sem hún handrennir líka svo engir tveir geta orðið eins. Höfundarmerking er auðvitað á sín- um stað. Konur í kjötiðnaði hvetja greinina til að endurmeta allt framleiðsluferlið: Alþjóðlega kjötskrifstofan hvetur til sjálfbærari framleiðsluhátta Fyrirbæri sem kallast Alþjóð­ lega kjöt skrifstofan, eða „Inter­ national Meat Secretariat – IMS“, vinnur nú að því að fá kjötiðnað heimsins til að endur skilgreina sig og endur­ bæta framleiðsluaðferðir. Þar verði áherslan lögð á sjálfbærni, dýravelferð og framleiðslu á kjöti sem ekki ógni heilsu neyt­ enda. Hugmyndin er runnin undan rifjum kjötviðskiptakvennanna Laura Ryan frá Bretlandi og Ashley Gray hjá World Butchers‘ Challenge í Ástralíu. Vinna við þetta verkefni hefur verið í undir búningi um hríð en breytt- ar aðstæður vegna útbreiðslu COVID-19 hefur leitt til þess að verkefnið hefur komist á flug í gegnum vikulega fjarfundi. Vilja að kjötgreinarnar skapi sér jákvæðari ímynd Benda þær stöllur á að kjötfram- leiðendur vinni við stöðugt verri aðstæður við framleiðsluna sem gefi mjög neikvæð skilaboð út í samfélagið um neyslu á kjöti. Reynt hafi verið að sporna við þessu með einstaka herferðum sem leggja áherslu á að fólk kaupi kjötvörur úr nærsamfélaginu og styðji bændur sem hafa sjálfbæra framleiðslu að leiðarljósi. Þessa viðleitni þurfi að lyfta á hærra plan á alþjóðlega vísu. Vilja þær snúa þróuninni við og bæta ímynd kjöt- framleiðslu með bættu dýraeldi og framleiðsluháttum. /HKr. UTAN ÚR HEIMI COVID-19 og kjötmarkaðurinn í Evrópu: Aukin frysting á kjöti rýrir gæði og eykur kostnað Hrun í rekstri veitingastaða og matvælaþjónustu í Evrópu vegna COVID­19 hefur leitt til aukinnar frystingar á kjötvörum. Það eykur kostnað og mun að mati kjötráðs Norður­Írlands (LMCNI) leiða til hækkunar á matvælaverði. Vegna stöðunnar á markaðnum hefur verið gripið til þess ráðs að frysta kjöt í auknum mæli. Talið er að um sé að ræða 36.000 tonn af kindakjöti og 25.000 tonn af nauta- kjöti. Það minnkar verðmæti kjöts- ins um leið og kostnaður hleðst upp vegna geymslu á kjötinu í þrjá til sex mánuði. Að þeim tíma loknum er áætlað að líf fari að færast í eðlilegra horf og viðskipti með kjöt að kom- ast á eðlilegt ról. Evrópusambandið hefur því lagt fram tillögur um björg- unaráætlun fyrir matvælageirann upp á allt að 80 milljónir evra til naut- griparæktarinnar, mjólkurframleiðslu og til kindakjötsframleiðslunnar til að mæta þessum kostnaði og tekju- tapi framleiðenda. Þar af eiga 30 milljónir evra að fara til mjólkur- framleiðslu, 26 milljónir til nauta- kjötsframleiðslu og 20 milljónir evra til kindakjötsframleiðslunnar. /HKr.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.