Bændablaðið - 07.05.2020, Page 29

Bændablaðið - 07.05.2020, Page 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 29 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 TINDAR OG HNÍFAR GOTT ÚRVAL HÚSAEINANGRUN Íslensk hönnun, framleiðsla og gæði. EPS húsaeinangrun fyrir sökkla, plötur, veggi og þök er CE merkt og hentar vel þar sem einangrunin þarf að standa af sér mikinn þrýsting og virka sem rakamótstaða. EPS húsaeinangrun er framleidd í 25 – 200 mm þykkum plötum. Borgarplast framleiðir einnig ýmsar stærðir og gerðir EPS einangrunarlausna s.s. vatnsbretti, gluggaþynnur og þaklista. YFIR 50 ÁRA REYNSLA BORGARPLAST HF. Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 Fráveitulausnir og ker: Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 borgarplast.is Hýsi-Merkúr hf. | Lambhagavegur 6, 113 Reykjavík Sími 534 6050 | hysi@hysi.is | www.hysi.is 11/4/2012 16 Færanleg Bogahýsi & Gróðurhús Endalausir möguleikar Margar gerðir Til á Lager framan tölvuskjá með gögn um kýr og sæðingar úr Huppu.“ Niðurstaða ritgerðarinnar Það leikur eflaust mörgum forvitni á að vita að hverju Þórdís komst í rit- gerð sinni og hver niðurstaða hennar er eftir svona stórt verkefni. „Já, þegar stórt er spurt en helstu niðurstöður eru að ekki ætti að skil- greina frjósemi óborinna kvígna og frjósemi mjólkandi kúa sem sama eig- inleikann. Einnig að fylgni frjósemi og afurða er óhagstæð og jafnframt er óhagstæð erfðaþróun í getu kúa til að festa fang eftir að sæðingar hefjast. Í lok ritgerðarinnar legg ég til að núver- andi frjósemiseiginleika, „Bil á milli burða“, verði skipt út fyrir þrjá eigin- leika í nýju frjósemiskynbótamati: 1) Fanghlutfall við fyrstu sæðingu fyrir kvígur, 2) Bil á milli burðar og fyrstu sæðingar (dagar), 3) Bil á milli fyrstu og seinustu sæðingar (dagar).“ Úrelt kynbótamat fyrir frjósemi – En munu niðurstöðurnar koma ís- lenskum kúabændum vel að notum? „Já, vegna þess að núverandi kyn- bótamat fyrir frjósemi er orðið úrelt og löngu kominn tími á að breyta til hins betra. Frjósemi í íslenskum kúm hefur dalað undanfarin ár og ekki seinna vænna að koma í veg fyrir frekari neikvæða þróun. Ef til- lögur ritgerðarinnar komast í gagnið ætti að fást betra mat á frjósemi dætra sæðingarnauta fyrr en við núverandi mat.“ 2,9 kálfar á kú Þegar Þórdís fékk spurninguna um hvað íslenska kýrin eigi að jafnaði marga kálfa á sínu æviskeiði kemur fram hjá henni að í niðurstöðum skýrsluhalds hjá RML fyrir 2019 kemur fram að meðalfjöldi burða við förgun er 2,9. „Það er dýrt að ala upp kvígur í 2+ ár fyrir fyrsta burð, svo því fleiri kálfum sem kýrnar bera, því betra. Svo lengi sem heilsufar og annað slíkt sé í lagi. Frjósemi og ending eru mikilvægir þættir í hagkvæmri nautgriparækt,“ segir Þórdís. Stærri bú og fleiri mjaltaþjónar – Að lokum er Þórdís spurð hvernig hún sjái kúabúskap á Íslandi þróast næstu árin og hvernig henni lítist á stöðu greinarinnar í dag. „Ég sé fram á áframhaldandi þróun síðustu ára, stærri bú, fleiri mjaltaþjóna og frekari framfarir í afurðum. Ég vona að íslenskir kúa- bændur verði jákvæðir gagnvart framtíðaráskorunum og geri sér grein fyrir að þeir eru að taka þátt í því að vernda verðmætan kúastofn sem er einstakur á heimsvísu. Ég vil hvetja bændur til að vera duglegir að sæða kvígur og kýr og taka þannig virkan þátt í mikilvægu kynbóta- starfi sem stuðlar að erfðaframförum í kúastofninum og er okkur öllum í hag. Hvað sjálfa mig varðar þá er ég harðákveðin að starfa við landbúnað á einn eða annan hátt í framtíðinni.“ /MHH Fallegasti staður á Íslandi? – Sunna systir verður mjög móðguð ef ég segi eitthvað annað en Skagafjörður. Uppáhalds bíla- tegund? – Veit ekkert um bíla, annars Massey Ferguson. Hvað finnst þér best að drekka? – Ískalda mjólk úr mjólkurtanknum í Keldudal. Fallegasta kúanafnið? – Huppa er voða klassískt. Uppáhaldstala? – Pass. Hvað er það besta sem þú færð að borða? – Grillaðir ærvöðvar. Landbúnaðarháskóli Íslands, hvað er best við skólann? – Lítið samfélag af fólki sem hefur sömu áhugamál og ég. Hvaða íslenski tónlistarmaður er í mestu uppáhaldi hjá þér? – GDRN Undanrenna, léttmjólk eða nýmjólk? – Ísköld mjólk úr mjólkurtanknum í Keldudal. Fyrirmyndin þín í lífinu? – Foreldrar mínir og ömmur og afar. Hraðaspurningar á Þórdísi

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.