Bændablaðið - 07.05.2020, Page 37

Bændablaðið - 07.05.2020, Page 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 2020 37 Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 RÚÐUR Í DRÁTTARVÉLAR FRÁBÆR VERÐ John Deere Zetor Case IH McCormick Steyr Claas Ford Fiat New Holland Deutz-Fahr Massey Ferguson Smiðjuvellir 9 300 Akranes 430 6600 akur@akur.is AKURShús - timbureiningahús íslensk hönnun & framleiðsla Afhent samsett á byggingarstað eða ósamsett í einingum – Við allra hæfi – „ Kannaðu málið á akur.is og pantaðu frían húsabækling Margar stærðir og gerðir frá 93 - 227m2 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vottaður hífi- og festingabúnaður Námskeið um notkun á hífibúnaði Skoðanir og eftirlit á hífibúnaði Hífi- og festingabúnaður Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur UTAN ÚR HEIMI Samtök verkafólks í matvælaiðnaði í Bandaríkjunum óttast að verið sé að setja matvælageirann í stórkostlega hættu og að fjöldi starfsmanna muni láta lífið. COVID-19 skekur Bandaríkin: Þúsundir starfsmanna í kjötiðnaði hafa smitast – Fjölda kjötiðnaðarfyrirtækja lokað Samkvæmt heimildum samtaka verkafólks í kjötiðnaði og fleiri greinum í Bandaríkjunum (United Food Commercial Workers - UFCW) höfðu meira en 5.000 starfsmenn í kjötpökkunarfyrir- tækjum smitast af kórónaveirunni í síðustu viku. Þá höfðu 1.500 starfsmenn UFCW í kjötvinnslum einnig smitast og hafði 13 kjöt- iðnaðarstöðvum verið lokað. Lokun kjötiðnaðarstöðvanna hefur haft áhrif á 24.500 starfs- menn og leitt til 25% samdráttar í svínaslátrun og 10% samdráttar í slátrun á nautgripum. Kölluðu verkalýðssamtökin eftir viðbrögð- um frá stjórnvöldum í Hvíta húsinu í Washington og að viðbragðsteymi forsetans tryggði öryggi starfsmanna í kjötiðnaði. Öryggismál verði sett í forgang Rituðu forsvarsmenn UFCW bréf til Mike Pence varaforseta, sem fer með yfirstjórn viðbragðsteym- isins, þar sem kallað var eftir að öryggismál verkafólks í matvæla- iðnaði yrðu sett í forgang. Óskað var eftir að sjúkdómsgreiningar vegna COVID-19 yrðu stórefldar og að þeir sem greindust jákvæðir yrðu settir í einangrun. Bent er á að starfsfólk í matvælaiðnaði og ekki síst fólk sem vinnur í kjötpökkunar- stöðvum sé í mjög mikilli hættu á að smitast af COVID-19 sem geti stóraukið útbreiðslu veikinnar. Ef ekkert verði gert sé verið að setja matvælageirann í stórkostlega hættu og fjöldi fólks muni láta lífið. Forsetinn skipar sláturhúsum og kjötvinnslum að starfa Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, brást við þessum vanda og gaf einfaldlega út tilskipun 28. apríl um að það „ætti“ að halda kjötvinnslunum opnum. Er þessi tilskipun gerð í skjóli neyðarlaga sem heita „Defense Production Act“. Byggir forsetinn á því að það sé mik- ilvægt fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar að halda uppi vinnslu á nautakjöti, svínakjöti og alifuglakjöti. Trump tjáði fréttamönnum einnig að hann myndi verja sláturhús og vinnslur ef þær yrðu lögsóttar af starfsmönnum sem smitast af kór- ónavírus. Ekkert er gefið upp í fyrirskipun forsetans hvernig eigi að verja starfsmenn fyrir smiti. Fomaður stærstu samtaka verka- lýðsfélaga í þessum geira segir að stjórnvöld verði að hafa öryggi starfsmanna sláturhúsa og kjöt- vinnsla í algjörum forgangi í þessu máli. /HKr. Bændablaðið Næsta blað kemur út 20. maí

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.