Bændablaðið - 07.05.2020, Síða 44

Bændablaðið - 07.05.2020, Síða 44
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. maí 202044 Goðahnetur teljast seint til helstu nytjajurta heims en vinsældir þeirra hafa vaxið mikið síðustu ár og verð á þeim er hátt. Hneturnar eru upprunnar í Ástralíu og þar sem framboð á þeim er mun minni en eftirspurn og ræktun að aukast. Talið er að Kína verði stærsti ræktandi goðahneta í heimi árið 2030. Árið 2018 er áætlað að heims- framleiðsla goðahneta hafi verið 211 þúsund tonn en var 160 tonn árið 2015. Framleiðslan í Suður-Afríku, sem er sú mesta í heimi, var 48 þúsund tonn 2015 en hafði aukist í 54 þúsund tonn 2018. Ástralía er í öðru sæti þegar kemur að ræktun og framleiðslu á goðahnetum með um 40 þúsund tonn árið 2015. Havaí- eyjar eru í þriðja sæti og áætluð framleiðsla þar árið 2017 um 22 þúsund tonn. Af öðrum löndum þar sem goðahnetur eru ræktaðar til fram- leiðslu má nefna Brasilíu, suður- ríki Bandaríkjanna, Norður- Ameríku, Kosta Ríka, Kenía, Kína, Bólevíu, Nýja-Sjáland, Gvatemala, Simbabve, Ísrael og Malaví. Kínverjar hafa sett mikinn kraft í ræktun goðahnetutrjáa síðastliðin ár og líklegt er talið að Kína verði stærsti framleiðandi goðahneta árið 2030. Ekki fundust upplýsingar um inn- flutning á goðahnetum til landsins á vef Hagstofu Íslands þar sem þær eru flokkaðar með öðrum hnetum í innflutningstölu. Auk þess sem eitt- hvað er flutt inn af goðahnetuolíu sem húð- og snyrtivörur. Samkvæmt upplýsingum frá H-berg ehf. eru þeir eina fyrirtækið hér á landi sem flytur inn goða- eða makadamíahnetur. Halldór Berg Jónsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, segir að á síðasta ári hafi verði flutt inn um fjögur tonn af makadamíahnetum. „Við söltum þær hér og setjum í neytendapakkningar og vinsældir þeirra hafa aukist ört samhliða aukinni neyslu á ketófæði.“ Ættkvíslin Macadamia og tegundin integrifolia Fjöldi tegunda innan ættkvíslar- innar Macadamia er nokkuð á reiki og þeim hefur fækkað með tímanum. Í dag teljast tegundirnar vera níu, sjö þeirra eru upprunnar í austurhluta Ástralíu, ein á Nýju- Kadelóníu-eyjum í Kyrrahafi og ein í Indónesíu. Allar tegundirnar eru í útrýmingarhættu í náttúrunni vegna ágangs manna í kjörlendi þeirra. Tegundirnar eru sígræn og blómstr andi lauftré. Blöðin leður- kennd og nokkur saman á stuttum stöngli, heilrennd eða tennt, glansandi, misstór og löguð eftir tegund- um. Mynda harð- ar hnetur með ætu og bragð- góðu aldin kjöti. Tvær teg- undir, Maca- damia integri- folia og M. tetrap- hylla, en einkum M. integri folia, sem báðar eru upprunnar í Ástralíu, eru ræktaðar til hnetuframleiðslu. M. intergrifolia er sígrænt lítið eða meðalstórt tré, 2 til 12 metrar að hæð. Rótin grunn stólparót og út frá henni grunnar og víðfeðmar Fullþroskaðar goða- eða makademíahnetur á goðahnetutré. HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Goðahnetur eru dýrustu hnetur í heimi Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Blöðin, leðurkennd, nokkur saman á stuttum stöngli, heilrennd, bylgjótt og glansandi. Blómin hvít eða bleik á 5 til 13 sentímetra löngu axi með 300 til 600 blómum. Fullvaxin geta trén náð 12 metra hæð. Unghneta, fullþroskuð hneta, hneta með fræhýði og hneta tilbúin til neyslu. Goðahnetur eru um 80% fita og ríkar af B vítamíni og steinefnum

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.