Bændablaðið - 19.03.2020, Page 10

Bændablaðið - 19.03.2020, Page 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202010 FRÉTTIR Matvælastofnun hefur samþykkt umsókn Handprjónasambands Íslands um að heitið „Íslensk lopapeysa“ verði skráð sem verndað afurðarheiti, með vísan til uppruna. Lög sem tóku gildi á Íslandi árið 2015 heimila slíka skráningu, en áður hefur aðeins afurðarheitið „Íslenskt lambakjöt“ verið skráð sem verndað en það var gert í janúar 2018. Samkvæmt afurðarlýsingunni er hverjum þeim sem framleiðir lopapeysu í samræmi við afurða- lýsinguna heimilt að nota heitið „Íslensk lopapeysa“ (Icelandic Lopapeysa) og nota opinbert auð- kennismerki samkvæmt reglugerð um skráningu afurðaheita. Ull af íslensku fé og hand­ prjónað á Íslandi Helstu skilyrðin fyrir slíkri skráningu eru eftirfarandi: 1. Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé 2. Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) 3. Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. 4. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/ eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli 5. Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi 6. Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) 7. Peysan skal vera opin eða heil Skráð afurðaheiti sem vísa til uppruna njóta verndar gegn eftirtöldum atriðum: 1. Beinni eða óbeinni notkun í viðskiptum með afurð sem fellur ekki undir skráninguna, að svo miklu leyti sem sú afurð er sambærileg við þá afurð sem skráð er undir sama heiti eða ef notkun heitisins færir sér í nyt orðspor hins verndaða heitis, þ.m.t. þar sem afurð er notuð sem hráefni. 2. Hvers konar misnotkun, eftirlíkingu eða villandi hugrenningatengslum, jafnvel þótt raunverulegur uppruni afurðarinnar sé gefinn til kynna, eða þar sem hið verndaða heiti hennar er þýtt eða því fylgja orð á borð við „að hætti“, „í stíl“, „gerð“, „aðferð“, „eins og framleitt í“, „eftirlíking“ eða álíka og einnig þegar þessar afurðir eru notaðar sem hráefni. 3. Hvers konar öðrum röngum eða villandi merkingum sem sýna tilurð, uppruna, eðli eða helstu eiginleika afurðar á innri eða ytri umbúðum, í kynningarefni eða skjölum sem fylgja viðkomandi afurð og notkun umbúða sem geta gefið villandi mynd af uppruna hennar. 4. Hvers konar öðru athæfi sem villt getur um fyrir almenningi hvað raunverulegan uppruna varðar. Ferðamenn geta treyst vörunum Þuríður Einarsdóttir, formaður Handprjónasambands Íslands (HÍ), segir að allt frá stofnun hafi HÍ kynnt vörur sínar – einkum lopapeysurnar sem framleiddar eru af félagsmönnum – sem íslenskar vörur úr íslensku hráefni. „Það að fá vottun um uppruna lopapeysunnar og geta merkt peysurnar með tilheyrandi merki er stór áfangi sem ber að fagna. Nú geta okkar viðskiptavinir, sem að stórum hluta eru erlendir ferðamenn, treyst því að peysurnar séu raunverulega íslenskar. Áður höfðu þeir aðeins okkar orð fyrir því. Handprjónasambandið þakkar Ásdísi Jóelsdóttur, sem er lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, veitta aðstoð og öllum þeim fjölmörgu prjónahópum víðs vegar um landið samstarfið við að ná þessum mikilvæga áfanga.“ /smh Íslenska lopapeysan hefur verið skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna og geta framleiðendur merkt vörur sínar með slíku merki. Mynd / Handprjónasamband Íslands Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segir unnið að krafti að undirbúningi Landsmóts hestamanna 2020 sem fram fer á Hellu dagana 6. til 12. júlí. Þar haldi menn enn fast við upphaflega áætlun í þeirri von að veirusjúkdómurinn COVID-19 setji þar ekki strik í reikninginn. „Það er samt erfitt að segja til um hvað verður en menn halda sig við óbreytta áætlun varðandi mótshaldið þar til annað kemur í ljós.“ Ágúst segir að þetta sé í sjötta sinn frá 1986 sem Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu. Þar sé búið að byggja upp fyrirtaks aðstöðu auk þess sem á Hellu er nú mjög góð gistiaðstaða og með Stracta hótel rétt við hliðina á mótssvæðinu. Síðan er mótssvæðið sjálft á Rangárbökkum með stórt tjaldsvæði, sem að öllu jöfnu er nýtt fyrir ferðamenn, en tjaldsvæðið er rekið af einkaaðilum. Í samningi sveitarfélagsins við rekstaraðila tjaldsvæðis er það frátekið fyrir mótsgesti á meðan landsmótið stendur yfir. „Munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að mótshaldið heppnist vel“ „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að mótshaldið heppnist vel og lánum í þetta okkar besta fólk. Það hefur alltaf verið góð aðsókn að mótinu á Hellu og fjölsóttasta mótið var að mig minnir 2008 þegar gestir voru um 14.500. Menn eru hóflega bjartsýnir með aðsókn í sumar enda stöðugt meiri samkeppni við aðra mannfagnaði en áður var. Menn eru samt að búast við 8–10 þúsund gestum.“ Miklar líkur á góðu veðri – Nú vilja sumir tengja mótshald á Hellu við rok og rigningu, er það ekki tóm vitleysa? „Ef menn skoða sögu mótshalds á Hellu, þá hefur oftar verið sól og blíða. Sumir muna þó meira eftir rigningunni. Hér var t.d. einmuna blíða á landsmóti 1994 og 2004. Ef menn skoða veðurmælingar á Hellu þá skorum við frekar hátt hvað varðar hita og blíðu. Þá er ekki verra að mótið nú er um viku seinna á sumrinu en áður og líkurnar því mun meiri á að hreppa gott veður. Annars erum við mjög bjartsýn á að vel takist til. Enda er gríðarlega mikið líf í hestamennsku á þessu svæði og bæði mjög margir áhugamenn og atvinnumenn í hestamennsku sem búa hér og starfa. Jarðvegurinn fyrir svona mót er því mjög góður.“ Tvö stórmót á sama tíma „Reyndar er líka lítill flugvöllur við Hellu sem er afar vinsæll af áhugaflugfólki. Það vill svo til að sömu vikuna og Landsmót hestamanna fer fram á Hellu dagana 6.–12. júlí í sumar fer þar líka fram hin árlega flughátíð „Allt sem flýgur“. Hún stendur yfir dagana 10.–12. júlí. Það er eins konar árshátíð flugáhugafólks á Íslandi. Það er Flugmálafélag Íslands sem stendur fyrir þeirri hátíð. Það verður því margt um manninn þessa daga á Hellu og glaðst bæði yfir flugvélum og fljúgandi skeiði og allt fullt af fólki bæði ofan og neðan þjóðvegar,“ segir Ágúst. Flughátíðin allt sem flýgur Flughátíðin „Allt sem flýgur“ hefur vaxið með hverju ári og nú er það svo að hátíðin er talin ómissandi hluti af sumrinu hjá mörgum, að því er segir í kynningu Flugmálafélags Íslands. – „Allt sem flýgur er í loftinu og félagsskapurinn frábær.“ Á hátíðinni gefst tækifæri á að kynnast fluginu með einstökum hætti. Svæðið er ein samfelld flugsýning frá föstudegi til sunnudags þar sem hægt er að skoða vélarnar og fylgjast með við flugbrautina. Alls konar loftför verða á svæðinu og leika listir sínar. Það verða vélar í lofti og fólk á ferli alla helgina. Hápunktur krakkanna er kara- mellu kastið á laugardeginum [11. júlí] þar sem sælgæti verður látið rigna yfir svæðið. Fjölskyldan mætir svo í grillveislu um kvöldið og fullorðnir bregða sér síðan á ekta íslenska kvöldvöku í flugskýlinu á Hellu síðar um kvöldið. Auk þessa verður á svæðinu fjölbreytt flugtengd skemmtun svo sem flugdrekar, flugvélar til þess að skoða, litli flugturninn, o.fl. /HKr. Landsmót hestamanna og Flughátíðin á Hellu í sömu vikunni í júlí: Gestir geta bæði glaðst yfir flugvélum og fljúgandi skeiði – Allt verður gert til að mótshaldið heppnist vel, segir Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, ásamt tengdadóttur sinni, Hönnu Rún Ingibergsdóttur, á Rangárbökkum við Hellu síðasta sumar. Hún situr hryssuna Ísrúnu frá Kirkjubæ. Afstöðumynd af Hellu. Sunnan þjóðvegar eru Gaddstaðaflatir og svæði Landsmóts hestamanna 2020, en norðan þjóðvegar er flugvöllurinn og mótssvæði Flughátíðarinnar Allt sem flýgur. „Íslensk lopapeysa“ verður vernduð – Um stóran áfanga að ræða, segir formaður Handprjónasambandsins Lely Center Ísland Reykjavík: Krókháls 5f – Sími 414 0000 – www.vbl.is Akureyri: Óðinsnes 2 – Sími 464 8600 JUROP HAUGSUGUDÆLUR 6,500 - 9,500 11,000 - 13,500 lítra HAUGSUGUHLUTIR VARAHLUTIR • Þægilegur, mjúkur prjónajakki með hettu • Tveir hliðarvasar og brjóstvasi með rennilás. • Tveir vasar að innanverðu Stærðir: XS-2XL • Hentug og þægileg peysa með endurskini • Stro við úlnlið og í mitti • Þrír hliðarvasar, einn með rennilás Stærðir: S-2XL KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is Verð kr. 7.900,- Prjónasoftshell og Hettupeysa Verð kr. 8.790,-

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.