Bændablaðið - 19.03.2020, Page 22

Bændablaðið - 19.03.2020, Page 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202022 UTAN ÚR HEIMI Súrbjór framleiddur úr mjólkursýrubakteríum Anna Dysvik hefur unnið að doktorsverkefni við rann sókna­ stofnun landbúnaðar háskólans í Ási í Noregi um að brugga súrbjór með blandaðri gerjun, þar sem ekki einungis ger sér um gerjunina heldur einnig bakteríur, meðal annars mjólk­ ursýrubakteríur. Bakteríurnar framleiða aðrar bragðtegundir en ger gerir, með meðal annars lífrænum sýrum sem gerir að bjórinn hefur lágt pH­gildi og er súrt á bragðið. „Hefðbundinn súrbjór er framleiddur með aðferðum sem hafa lágt hlutfall af stjórnun ferilsins og sem tekur langan tíma. Þannig getur það tekið á bilinu eitt til þrjú ár þangað til bjórinn er tilbúinn. Þar sem þetta er skyndilegt ferli þar sem maður lætur örverur sem eru í bruggumhverfinu gerja bjórinn er alltaf möguleiki á að maður fái óæskilegar örverur. Þetta getur til dæmis leitt til sterks og mikils bragðs af naglalakkaleysi eða fjósi. Með verkefninu vildum við kanna ólíkar aðferðir til að framleiða súrbjór með hátt hlutfall af stjórnun ferilsins og sem tæki styttri tíma. Þetta gerðum við í von um að geta framleitt súrbjór hratt og án óæskilegra bragða. Í þeim ólíku aðferðum sem við beittum varaði gerjunarferlið í þrjár til sex vikur í staðinn fyrir til dæmis þrjú ár,“ segir Anna Geta notað súrmjólk við bruggunina „Það er lítið mál fyrir alla sem eru með heimabruggun að búa til súrbjór. Það eina sem maður þarf til viðbótar við hefðbundna bjórbruggun eru mjólkursýrubakteríur. Sumir söluaðilar á brugggræjum selja þurrfrystar mjólkursýrubakteríur til bruggunar en maður getur til dæmis líka notað súrmjólk sem hefur hátt hlutfall af mjólkursýrubakteríum. Það sem er mikilvægt að hugsa út í er að flestar mjólkursýrubakteríur eru viðkvæmar fyrir humlum. Þetta er þó hægt að leysa með því að nota lítið magn af humlum eða við að nýta fyrirfram gerjun. Við fyrirfram gerjun setur maður mjólkursýrubakteríur út í Jóhannesarjurt án humla, gjarnan hitað upp að 100 gráðum áður en er kælt niður og lætur það gerja Jóhannesarjurtina í einn til þrjá sólarhringa. Því næst sýður maður Jóhannesarjurtina með humlum en við að sjóða drepur það bakteríur en fjarlægir ekki sýruna sem þær hafa framleitt, kælir niður og setur ger eins og í venjulegu ferli,“ útskýrir Anna. Bjór úr birkisykri „Súrbjór hefur hærra innihald af sýru en annar bjór og er því súrari á bragðið. Bakteríurnar sem fram­ leiða sýruna geta einnig framleitt aðrar bragðtegundir, eins og til dæmis bragð af ávöxtum. Við hefðbundna gerjun, sem tekur eitt til þrjú ár, geta verið fleiri hundruð örverur sem framleiða ólíkar bragðtegundir sem verður til þess að bragðið verður mjög flókið. Við fljótari aðferðir sem við höfum rannsakað í verkefninu mínu eru aðeins tvær örverur, ein ger og ein baktería. Það verður til þess að bragðið verður flóknara en af bragði ef einungis væri ger. Þetta verður þó gjarnan minna flóknara en niðurstaðan sem maður fær ef hundruð ólíkra örvera eiga í hlut. Einnig könnuðum við að brugga bjór með birkisykri úr birkitrjám en það varð ekki birkibragð af bjórnum. Bragðinu í þeim bjór var breytt með því að mjólkursýrubakteríurnar breyttu birkisykrinum í lífrænar sýrur eins og ediksýru og mjólkur­ sýru. Bakteríurnar breyttu sykri í mjólkur­ og ediksýru til að fá vaxtarorku. Um leið og þær vaxa framleiða þær einnig önnur efni sem hefur áhrif á bragð bjórsins, eins og til dæmis ester­sýru sem kemur með ávaxtabragð,“ segir Anna og bætir við: „Það koma engar vörur á markað eftir þessar rannsóknir hjá mér en niðurstöðurnar eru aðgengilegar ef einhvern langar að rannsaka þetta frekar, nú eða ef brugghús eru áhugasöm um að nýta þessar upplýsingar við vöruþróun. Það eru til vörur á markaði í dag sem eru framleiddar með svipuðum aðferðum.“ /ehg Anna Dysvik hefur unnið að doktorsverkefni við rannsóknastofnun landbúnaðarháskólans í Ási í Noregi um að brugga súrbjór með blandaðri gerjun þar sem meðal annars mjólkursýrubakteríur eru notaðar. Myndir / Tonje Halvorsen Walde / NMBU Súrbjórinn lítur vel út og hefur Anna þróað aðferð við að brugga hann á styttri tíma en almennt þekkist. Súrbjórinn hefur lágt pH-gildi og er súr en góður á bragðið og hefur jafnframt tæran og fallegan lit. dælur í úrvali Metár hjá dönskum svínakjötsframleiðanda: Veltan jókst um 86% milli ára – Framleiðsla á grísum jókst um 30% og verður enn aukin Fyrirtæki Danans Martin Lund Madsen [MLM­Group A/S] átti metár í fyrra og skilaðu hátt í 14 milljarða króna hagnaði eftir að verð á svínakjöti hækkaði til muna á síðasta ári. Á stuttum tíma hefur fyrirtæki Danans aukið veltuna um helming og blæs dönskum svínabændum byr í brjóst. MLM­Group A/S er stærsti svína kjöts framleiðandi Danmerkur. Hefur veltan aukist hröðum skrefum vegna hækkandi verðs á svínakjöti og ekki síður vegna kaupa MLM­ Group á helsta keppinaut sínum, Hedegaard ved Grindsted, á árinu 2018. Jókst velta félagsins úr 164 í 305 milljónir danskra króna [um 6,2 milljarðar ísl. kr.] á milli ára, eða um 86%. Þá jókst EBITDA úr 29 í 121 milljón danskra króna samkvæmt tölum Lanbrugs Avisen. „Árið í fyrra var mjög gott og þó að það hafi í raun verið í lok árs sem við náðum að klára stórar fjár­ festingar þá er sú hugmyndafræði hjá okkur að hafa alla virðiskeðjuna að ganga upp, það er að segja eldið, smágrísi og síðan sláturframleiðsl­ una. Núna munum við einblína á að nota þetta góða verð á svínakjöti til að styrkja og þróa fyrirtækið enn frekar þannig að við stöndum sterk þegar markaðurinn snýr aftur,“ segir Martin Lund í samtali við Bondebladet. Með því að kaupa upp og stækka reksturinn hefur fyrirtæki hans nú aukið hlutfall á framleiddum grísum um 30 prósent árið 2019 til samanburðar við fyrra ár. Á þessu ári hyggst fyrirtækið framleiða enn meir og er markmiðið sett á yfir 250 milljónir grísa árlega. /ehg/HKr. Martin Lund Madsens. Mynd / Finans

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.