Bændablaðið - 19.03.2020, Page 24

Bændablaðið - 19.03.2020, Page 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202024 LÍF&STARF „Nú eftir að Covid-19 heims- faraldurinn skall yfir okkur höfum við fundið fyrir söluaukn- ingu til Íslendinga,“ segir Sigríður Jóhannesdóttir, sem ásamt eig- inmanni sínum, Júlíusi Þresti Sigurbjartssyni, rekur fyrirtæk- ið Sillukot sem m.a. framleiðir Sælusápur. Sigríður og Júlíus búa á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og reka þar sauðfjárbú en fyrirtækið Sælusápur keyptu þau síðastliðið sumar og settu upp til bráðabirgða í bílskúr á Þórshöfn. Sigríður segir að ítrekað hafi komið fram að besta vörnin gegn veirunni sé reglulegur og góður handþvottur, enda virki fita vel á hana. „Okkar sápur eru gerðar úr íslenskri tólg og olíum. Þær eru mildar og fara því einstaklega vel með húðina. Það er gríðarlega mik­ ilvægt því stöðugur handþvottur með sterkum sápum er ekki góður fyrir húðina. Við finnum fyrir því á okkar heimili að síðan við fórum eingöngu að nota Sælusápur erum við nánast alveg hætt að nota hand­ áburð,“ segir Sigríður. Við erum að framleiða sápur sem eru með ilm­ efnum og jurtum en einnig erum við með tegund sem er ilmefnalaus og bara með jurtum, sem getur hentað einhverjum sem er mjög viðkvæmur. Sauðfjárbúskapur og sápugerð fer vel saman Sigríður segir að þau hjónin hafi keypt rekstur Sælusápa í júlí í fyrra og reka nú undir nafninu Sillukot. Félagið framleiðir 15 gerðir af hand­ sápum, handgerð kerti og ýmsar aðrar handgerðar heimilisvörur. Rekstur Sælusápa hefur byggst upp undanfarin 10 ár, en félagið var áður rekið af Guðríði Baldvinsdóttur á Lóni 2 í Kelduhverfi og segir hún að vörumerkið sé býsna þekkt. „Við göngum út frá því að starf­ semin verði flutt að Gunnarsstöðum þegar við höfum komið upp aðstöðu þar. Kaupin í fyrrasumar gengu ansi hratt fyrir sig þannig að við komum okkur fyrir í bráðabirgða­ húsnæði á Þórshöfn,“ segir hún. Á Gunnarsstöðum eru þrjú sauðfjárbú og reka þau Sigríður og Júlíus eitt þeirra. „Við teljum að fyrirtækið Sælusápur og rekstur sauðfjárbús henti vel í samrekstur og að í því felist ýmis samlegðaráhrif fyrir okkur,“ segir hún. Draumurinn að vinna alfarið sjálfstætt „Það hefur verið draumur okkar síðan við fluttum í Gunnarsstaði árið 2013 að vinna sjálfstætt og þannig getað leyft okkur að vinna alfarið að búrekstrinum á álagstímum en vinna bæði ýmis störf þess á milli,“ segir Sigríður. Hún er búfræðikandidat að mennt og hefur unnið sem ráðunautur og framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands á árinu 2005 til 2012. Einnig hefur hún unnið margvísleg önnur störf. Þá hefur hún setið í stjórn Byggðastofnunar frá árinu 2014 og á nú sæti í sveitarstjórn. Júlíus er vélsmiður að mennt og hefur mikið starfað við við­ gerðir og smíðar, hann sér til að mynda um alla smíðavinnu og viðgerðir á búinu ásamt því að hafa búreksturinn sem aðalstarf frá því þau fluttu í heimahagana á ný. Hann starfar að auki hjá slökkviliðinu á Þórshöfn og sem afleysingamaður í sjúkraflutningum. „Við erum því að starfa við ýmislegt fyrir utan okkar fyrirtækja­ rekstur svo dagarnir eru fjölbreytt­ ir og oftast skemmtilegir,“ segir Sigríður. Skemmtilegast að selja milliliðalaust Sigríður segir að vel hafi gengið frá því þau keyptu fyrirtækið og það sé virkilega gaman að takast á við framleiðsluna. Það sem upp úr standi er að taka þátt í mörkuðum og selja milliliðalaust. „Það er svo gaman að selja eitthvað sem maður gerir sjálfur og er stoltur af,“ segir hún. „Við tókum við góðu búi, fyrirtækið hafði verið byggt upp með skyn­ sömum hætti, að því búum við.“ Sigríður og Júlíus eiga þrjár dætur, 8, 13 og 16 ára, sem allar vinna jafnt og þétt með foreldrum sínum við sápugerðina og búskap­ inn. „Þær taka drjúgan þátt í þessu með okkur, hjálpa til bæði við sápugerðina og í búskapnum. Það er okkur mikils virði,“ segir Sigríður. Yngsta dóttirin hafi svo dæmi sé tekið mjög gaman af því þegar fjölskyldan fer saman í jurtatínslu­ ferðir og með sanni hægt að segja að slíkar ferðir séu ein af gæðastundum fjölskyldunnar. Sápustykkin koma sterk inn Sigríður segir að félagið selji að stórum hluta sömu aðilum og voru í viðskiptum við Sælusápur áður en einnig hafi ýmsir nýir bæst í hóp­ inn. Langmest af þeim sápum sem framleiddar eru séu seldar í ferða­ mannaverslunum, en hún merki nú að það færist í aukana að Íslendingar leggi fljótandi sápur til hliðar og hafi snúið sér að gömlu góðu sápustykkj­ unum. Fljótandi sápur hafa þann galla að oft notar fólk mun meira en þörf er á og gildir það líka um sturtusápur. Sigríður gerði í haust þá vel heppn­ uðu breytingu að setja sápur í spotta þannig að þær hanga uppi í sturtum. „Þær endast og endast, hanga bara í sturtunni og þorna á milli. Fyrir mig er það eiginlega vandræði hvað þær endast lengi, því þá seljast þær ekki eins hratt og ef ég væri að selja fljót­ andi sturtusápu,“ segir hún. „Góðar handsápur sem hafðar eru á vaskin­ um á einhverju sem hrindir frá sér eða hleypir vatni í gegnum sig er mun umhverfisvænna heldur en að kaupa endalaust fljótandi sápur í plastbrúsum.“ Fjölskyldan tekur höndum saman við sápugerðina, frá vinstri Sigríður Jóhannesdóttir, dæturnar Berghildur Ösp, Ásgerður Ólöf og Dagbjört Laufey og Júlíus Þröstur Sigurbjartsson í húsakynnum Sillukots sem framleiðir sælu- sápur og handgerð kerti auk fleiri handgerðra heimilisvara. Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is Covid-19 veirusjúkdómurinn fær fólk til að huga betur að hreinlæti: Umhverfisvænar Sælusápur njóta nú vaxandi vinsælda meðal Íslendinga – Mildar sápur frá Gunnarsstöðum úr tólg og olíum sagðar fara vel með húðina Hægt er að tengja tvo síma í einu. Tenging við Bluetooth talstöðvar. Bleikar og bláar skeljar, hljóðnemahlíf og auka púðar fylgja. Peltor heyrnarhlífar XPI WS ALERT APP með hleðslutæki og bluetooth Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Ljóð á vasa eftir Jóhannes Sigfús son á Gunnarsstöðum: Þó Langanes sé langt og mjótt þar leynist fegurð víða hvergi sérðu sumarnótt sólbjartari líða Aftangolan andar hlý allt er töfrum vafið þar sem fallast faðma í Fonturinn og hafið

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.