Bændablaðið - 19.03.2020, Side 50

Bændablaðið - 19.03.2020, Side 50
Bændablaðið | Fimmtudagur 19. mars 202050 LESENDABÁS Eftir útgöngu Breta úr Evrópu­ sambandinu á mið nætti 31. janúar blasir ný heims mynd við Íslendingum sem færist inn á áhrifasvæði engilsaxa frá meginlandi Evrópu líkt & á 20. öld; fyrst fyrri heimsstyrj­ öld þegar Ísland færðist inn á breskt áhrifasvæði og síðari heimsstyrjöld inn á bandarískt. Bretar og Banda ríkjamenn munu gera fríverslunar samn ing sín á milli og íslensk stjórnvöld vinna nú að gerð frí verslunar­ samninga við þessar vinaþjóðir. Fríverslunar svæði Atlantsþjóða er handan horns. Tími er kom­ inn á mótun nýrrar íslenskrar utanríkis stefnu. Frjálst fullvalda og sjálf­ stætt Grænland mun skipa sér sess meðal frjálsra þjóða og Færeyjar líka. Ísland á að gera Atlantseyjarnar í norðri að hornsteini utanríkisstefnu sinn­ ar og styðja þær til sjálfstæð­ is. Norðurslóðir eru opnast og skipaleiðir yfir Íshafið. Saman mynda Atlantseyjarnar í norðri eina alstærstu efnahagslög­ sögu veraldar. Atlantsþjóðirnar Bandaríkin – Kanada – Grænland – Ísland – Færeyjar – Bretland munu taka upp nána samvinnu frjálsar og fullvalda. Við vorum nokkrir Íslendingar í Lundúnum þegar Bretar fögn­ uðu frelsi. Við heimsóttum House of Commons, vöggu þingræðis, stóðum frammi fyrir 800 ára frels­ isskjali Breta Magna Carta og við fótstalla Winstons Churchill og Margrétar Thatcher. Enskur bæjarráðsmaður sagði við við mig: „Við Bretar nýlenduvæddum heimsveldið. Við þekkjum nýlendustefnu. Evrópusambandið var að nýlenduvæða Bretland. –The British colonized the Common­ wealth. We recognize coloniz­ ation. The British were being colonized by the European Union.“ Ísland fyrsta þjóð Nýja heimsins Íslendingar eru fyrsta þjóð Nýja heimsins. Íslendingar eru Atlantsþjóð, miklu fremur en Evrópuþjóð. Forfeður okkar sigldu yfir hafið út til Íslands. Þeir námu land á Grænlandi og fundu Ameríku. Þeir stofnuðu fyrsta þjóðþing veraldar. Íslensk menn­ ing varð gersemi meðal þjóðanna og íslensk tunga dýrgripur. Vandræði Íslands hófust þegar forfeður okkar seldu þjóðveldið undir norskan kóng og síðar fór Ísland undir dansk­þýðverskri nýlendustjórn. Afsalið 1262 hafði í för með sér 650 ára áþján og niðurlægingu sem nærfellt tor­ tímdi íslenskri þjóð, menningu og tungu. En þjóðin þraukaði. Hún fékk heimastjórn 1904, endur­ heimti fullveldi 1918 og sjálfstæði árið 1944. Ásamt þjóðveldisöld er 20. öldin önnur gullöld Íslands; fullvalda, sjálfstæð íslensk þjóð vann landhelgina, ræktaði landið, virkjaði fallvötn og jarðvarma. 21. öldin býður þjóðinni stórkostleg tækifæri lausri undan helsi fjar­ lægs valds og afsali auðlinda. Vegsemd og áhrif Íslands verða meiri en nokkru sinni í nánu bandalagi við Grænlendinga og Færeyinga. Ekki endurtaka mistökin frá 1262 Það væri glapræði að endur­ taka mistökin frá 1262 og selja þjóðina undir þýðverskt/franskt vald. Brussel býður Íslendingum sömu nýlendukjör og Bretum. Hagsmunir Íslands fara ekki saman við hagsmuni Berlínar. Norðurlönd eru við dyragætt Berlínar á áhrifasvæði Þýskalands. Við eigum litla hagsmuni með Norðurlöndum. Evrópa krefst afsals fullveldis, framsals orku og fiskimiða. Það er óásættanlega krafa. Kaupmenn fengu þrjá milljarða til þess að lama íslenskan landbúnað. Það var hneykslanleg gjörð. Ísland á að lofa vinum í Evrópu að glíma við sínar martraðir; ónýta evru og stöðnun, ásælni Rússa og Kínverja og flóttamannastraum úr suðri. Utanríkisstefna sem flækir þjóðina í evrópska netmöskva er þjóðhættuleg. Hallur Hallsson fréttamaður og sagnfræðingur Íslensk utanríkisstefna taki mið af hagsmunum Íslands Hallur Hallsson. Bænda 56-30-300 Til að kóróna vandann Það er ekki á hverjum degi sem það skýtur upp kollinum heims­ faraldur sem ekkert virðist ráða við og helstu sérfræðingar veraldar standa úrræðalausir gagnvart. Í slíkum tilfellum verðum við flest afskaplega með­ vituð um hvað við erum lítils megn gagnvart náttúrunni og því sem hún ákveður að taka upp á. Það er í raun undarlegt að það þurfi stóra atburði sem þessa til að koma okkur í skilning um að maður og náttúra þurfa að lifa í sátt og samlyndi ogþað þýðir ekkert að láta eins og við séum einhver herra sem ríkir yfir móður jörð. Þetta er þó eitthvað sem bændur skilja og hafa alltaf gert því þeirra lífsviðurværi byggist einmitt á því að virða þetta jafnvægi sem við borgarbúar höfum smám saman glatað skilningnum á. Bændur skilja hversu mikilvægt það er að virða sauðfjárlínur og að innflutningur á hráu og ófrystu kjöti geti haft hræðilegar afleiðingar fyrir búfjárstofna landsins. Það þarf ekki að útskýra það fyrir þeim að heimsfaraldur eins og þessi nýja kórónuveira sé ekki fyrirsjáanlegur eða útreiknanlegur og því þurfi að fara að öllu með gát. Þeir hafa alltaf þurft að lifa með þessum hugsunarhætti og standa okkur á mölinni því feti framar. Það eru erfiðir tímar fram undan og við erum flest farin að átta okkur á því að fjöldi fólks á eftir að smitast af þessum nýja vágesti og einhverjir eiga eftir að verða alvarlega veikir. Til að byrja með reyndu landsmenn að gera lítið úr þessu. Gert var grín í Söngvakeppni sjónvarpsins til að létta andrúmsloftið líkt og grín­ ið myndi á einhvern undraverðan hátt draga úr hættunni sem fyrir dyrum stóð. Það er því miður ekki svo einfalt og í raun barnaskapur og jafnframt virðingarleysi að láta slíkt eftir sér. Við þurfum nefnilega að passa okkur að gleyma aldrei að bera virðingu fyrir náttúrunni því það er hún sem að endingu ræður hvernig fer fyrir okkur. Ég vona að veiran eigi eftir að auka skilning okkar á því hversu varhugavert það er að taka áhættu þegar kemur að sýklavörnum og það gildir ekki síður um búfjár­ stofna okkar en fólkið. Ég hef þá trú að ef fólk lítur upp úr buddunni í örskamma stund sjái það fljótt að það eykur ekki styrk okkar að flytja inn hráar og ófrystar kjötvörur hvers við þekkjum ekki upprunann. Það má vera að nokkrar krónur sparist með slíkum gjörningi en hver verður kostnaðurinn ef illa fer og lands­ framleiðslan okkar af dýraafurðum er lögð að veði? Þetta er ekkert grín og það á ekki að leika sér að eldinum. Við sjáum það einna best núna þegar ráðamenn eru gagnrýnd­ ir harðlega fyrir kæruleysisleg við­ brögð við veirunni. Við megum ekki kóróna kórónuveiruna með því að eyðileggja búfjárstofnana í kjölfar faraldursins, sú áhætta verður aldrei þess virði. Guðmundur Franklín Jónsson viðskipta- og hagfræðingur Guðmundur Franklín Jónsson. Landsnet, óveður, rafmagnsleysi og ábyrgð Samkvæmt lögum ber Landsneti að tryggja raforkuöryggi í landinu með traustum línum, varalínum og jarðstrengjum. Í þessu felst skylda Landsnet til að viðhaldi gömlu byggðalínunni og endurbyggingu hennar. Landsneti ber einnig skylda til að endurbyggja 45 ára gömul tengivirki byggðalínuhringsins með nýjum rofum, sem standast íslenska veðráttu. Síðasta áratug hafa stjórnend ur Landsnets einblínt á nýja byggða­ línu á Norðurlandi. Með góðum vilja mætti líta á þau áform sem endurnýjun á gömlu byggðalínunni, sérstaklega ef hún færi sömu línuleið og gamla línan, sem svo yrði rifin. Þetta á ekki við um áformaða Blöndulínu 3, þar sem hún kemur ekki við í Varmahlíð. Þrátt fyrir Blöndulínu 3 verður Landsnet að endurnýja bæði Rangárvallalínu 1 og Blöndulínu 2 eftir 15­ 20 ár. Blöndulína 3 yrði því 100 km. óþörf lína í framtíðinni, sem myndi spilla því landsvæðum sem hún liggur um, auka kostnað Landsnets og kolefnisspor Íslands! Á Norðurlandi eru 50 ára gaml ar tréstauralínur Landsnets sem ekki standast áraun óveðra. Fyrir átta árum hrundi Kópaskerslína. Því hefði átt að vera búið að tvöfalda hana með jarðstreng og síðan endurbyggja hana sem járnstauralínu. Sama á við aðrar hliðstæðar línur til Húsavíkur, Dalvíkur og Sauðárkróks, og víðar. Landsnet er vel stætt fyrirtæki sem skilar að jafnaði miljörðum í rekstrar afgang, sem hefði átt að nýta í frekara viðhald og uppbyggingu. Vegna rangrar áherslu Landsnets mörg undanfarin ár tapaði fyrirtækið á síðasta ári 380 milljónum. Þetta er fjárhæð sem fór í viðgerðir, en því miður ekki í varanlega uppbyggingu á Norðurlandi. Línurnar eru því lítið betri í dag en þær voru fyrir viðgerð, og gætu því hrunið aftur í næsta óveðri. Tjónið á Norðurlandi í desember­ veðrinu 2019 var þungbært bæði bændum og búaliði, tilfinninga­ og peningalega vegna óveðursins, sérstaklega rafmagnsleysisins. Fjárhagslegt tap hefur verið metið í milljörðum króna. Undirritaður saknar þess að Landsnet hafi ekki viðurkennt, að hafa gert mistök þar undanfarin ár. Hefðu jarðstrengir verið komnir til byggðakjarnanna á þeim svæðum sem verst urðu úti, hefði fólk ekki þurft að tapa miklum fjármunum og þola miklar raunir. Jarðstrengir eru varanleg framtíðar lausn og skýrt dæmi um, að gott sé að hafa jarðstrengi samhliða línum er reynslan af nýlegum jarðstrengjum á milli Hellu og Hvolsvallar. Á þessu svæði hrundu gamlar línur þann 14. febrúar s.l. Án jarðstrengsins hefði Hvolsvöllur ásamt nær sveitum og hluti Vestmannaeyja orðið að mestu rafmagnslaus í þrjá til fjóra sólarhringa. Stjórnendur Landsnets hafa kennt öðrum aðilum og flóknum leyfis veitinga ferlum um hversu kostnaður við hrunið á línunum í vetur hefur verið mikill. Að sögn fyrirtækisins „hefði verið hægt að koma í veg fyrir hluta kostnaðarins vegna óveðursins ef uppbygging kerfisins hefði gengið samkvæmt áætlunum síðustu ár“. Trúlegast eru hér verið að vísa til þess, að ef ný byggðalína og Blöndulína 3 hefði verið komin í notkun, þá hefði kostnaður hrunsins ekki orðið svona mikill. Undirritaður telur þetta rang­ túlkun fyrirtækisins og full yrð ir, að þótt ný byggðalína ásamt nýrri Blöndu línu 3 hefði verið komin í gagnið hefði hún ekki hjálpað, því að gamla byggðalínan stóðst áraunina! Undirritaður telur að stjórn­ kerfið samráðsferli um framtíðar­ uppbyggingu raforku kerfisinns í landinu, hafi brugðist. Undirritaður byggir þetta á framansögðu, og reynslu sinni af því að senda inn athugasemdir við kerfisáætlun Landsnets; ábendingar varðandi raunverulega þörf fyrir uppbyggingu kerfisins, ásamt valkostum og forgangsröðun. Spurningum sem beint var til Landsnets um umhverfismál, kostnað, kolefnisspor og landnotkun, sem hugsaðar voru til að bæta kerfisáætlunina, en aldrei var svarað. Landsnet þarf að viðurkenna áralöng mistök, og biðja landsmenn afsökunar, borga þeim sem verst urðu úti skaðabætur, ásamt því að kynna landsmönnum gagnlegar aðgerðir til uppbyggingar á raforkukerfinu. Landsnet á að vinna í sátt við fólkið í landinu, vera opið og upplýsandi fyrirtæki og segja ávallt sannleikann í stað þess að þegja yfir hlutunum! Að lokum lýsir undirritaður, eftir svörum frá Landsneti við eftirfarandi spurningum: 1. Hvaðan á ný byggðalína Lands­ nets á Norðurlandi að flytja raforku? 2. Hvert á ný byggðalína Lands­ nets á Norðurlandi að flytja raforku? 3. Hve mikla raforku að meðaltali, á ný byggðalína Landsnets á Norðurlandi að flytja eftir 20 ár? 4. Hve mikla raforku að hámarki á ný byggðalína Landsnets á Norðurlandi að flytja eftir 20 ár? 5. Hver er ástæða þess að áformuð Blöndulína 3 liggur ekki sam­ hliða núverandi byggðalínu, og með viðkomu í tengivirkinu í Varmahlíð? 6. Hver er áætlaður kostnaður við gerð Blöndulínu 3, ásamt 220kV tengivirkjunum í báðum endunum? 7. Hvert yrði kolefnisspor áætlaðr ar Blöndulínu 3, ásamt 220kV tengivirkjunum í báðum endunum? Örn Þorvaldsson. Undirritaður er rafiðnaðarmaður og fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar og Landsnets sem unnið hefur að uppbyggingu raforkukerfisins, eftirliti og viðhaldi þess. Örn Þorvaldsson.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.