Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 9

Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 9
„Verkefnin sem við erum að fást við eru færri en tímafrekari og þau hafa verið að megninu til á heimilum fólks á svæðinu,“ segir Sigvaldi Arnar Lárusson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í við- tali við Víkurfréttir sem spurðu hann út í breytingar sem lögreglan væri að upplifa á veirutímum. Sigvaldi segir að það sé aðeins minni bílaumferð en lögreglan sé þó mikið á ferðinni og yfirleitt með að minnsta kosti þrjá lögreglubíla út úr húsi. Áhygguefni sé aukið heim- ilisofbeldi sem hægt sé að tengja við COVID-19 og það sé ekki endilega að gerast um helgar heldur á virkum dögum. „Fólk hefur verið miklu meira heima í þessu ástandi en svo er einn- ig hátt hlutfall af vaktavinnufólki á Suðurnesjum. Við höfum áhyggjur af þessu og við búumst við aukningu í þessu á næstu vikum. Það er grein- lega aukin áfengisneysla og fíkni- efnaneysla en svo eru líka dæmi í okkar útköllum um enga neyslu á vímuefnum. Þá er bara pirringur í gangi enda fólk óvanalega mikið saman. Fólk verður erfiðara í skap- inu eftir meiri samskipti en venju- lega,“ segir Sigvaldi. Börn í spilinu Á næturvakt sem Sigvaldi var á nýlega komu upp þrjú heimilisof- beldismál, eitt þeirra var mjög alvar- legt og börn í spilinu. „Það tekur á þegar maður fer í svona mál,“ segir aðalvarðstjórinn alvarlegur og bætir því við að í þessum útköllum þurfi lögreglumenn að huga að smitum og fara með mikilli varfærni. Áður en farið sé inn á heimili sé haft sam- band við fjarskiptamiðstöð sem lætur vita af hugsanlegum smitum en er þó ekki alltaf með þá vitneskju. Því þurfi lögreglumenn að fara mjög varlega. „Í farangursgeymslunni er varnar- búnaður sem við förum í ef það er grunur um smit, það tekur lengri tíma. Við setjum á okkur grímur og hanska. Við erum farnir að nálgast fólk öðruvísi og spyrjum það hvort það hafi verið í sóttkví, í einangrun eða veikt. Fólk hefur tekið vel í þetta og sýnir þessu skilning.“ Sigvaldi segir að engin smit hafi komið upp í hópi lögreglumanna. „Það hefur enginn smitast en við förum mjög varlega og vaktirnar sem eru að mæta til starfa fara inn um aðrar dyr en sú sem er að hætta á vaktinni, hún fer út hinum megin á stöðinni. Við förum rosa- lega varlega og höfum verið ótrúlega heppin með smit. Ég held að fimm lögreglu- menn hafi farið í biðsóttkví sem er sólarhringsaðgerð. Embættið greip fljótt inn í við upphaf COVID-19. Starfseminni var skipt niður í fjórar einingar bæði á lögreglustöðinni og í flugstöðinni. Vaktirnar hittast ekki, bara við fjórir aðalvarðstjórarnir þar sem við förum yfir stöðuna. Rann- sóknardeildin og flugstöðvardeildin skiptu sér líka niður í fjórar einingar. Það er ekkert spjall á kaffistofunni. Það verður því rosalega gaman þegar þessu lýkur. Ég hef ekki tekið í hend- ina á neinum manni í margar vikur.“ Sorgleg staða Aðspurður um hvort lögreglan hafi orðið vör við meiri ölvunar- akstur vegna meiri neyslu á tímum COVID-19 segir hann svo ekki vera en lögreglan fylgist vel með því og eins sé hún mikið á ferðinni. Líka á Reykjanesbrautinni. Sigvaldi segir að það sé skrýtið á þessum tíma séu lögreglumenn samningslausir og hafa verið í heilt ár. „Við vonum að það fari að ganga og við látum það að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á okkar störf. Það er samt sorglegt að þessi staða sé uppi. Erum ekki virtir viðlits. Búið að lofa okkur ýmsu síðustu ár og hefur ekki verið virt. Maður er auðvitað drullufúll yfir því.“ Nýlega var auglýst eftir sextán lögreglumönnum til starfa á Suður- nesjum og vonast Sigvaldi til þess að skólagengnir lögreglumenn sæki um því starfið sé áhugavert, ekki síst á Suðurnesjum. „Það eru skemmtileg verkefni fyrir lögreglufólk á Suður- nesjum sem eru ekki annars staðar, m.a. sem tengist flugstöðinni. Þetta er mjög góður vinnustaður.“ Ekki til útlanda Sigvaldi segir að þetta séu skrýtnir tímar. Þá hafi hann hafi til dæmis verið búinn að panta sér utanlands- ferð og átt að vera á Tenerife. Hann eigi ekki von á því að fara utan á árinu. „Ég ætla ekki utan á þessu ári og held að margir séu að hugsa svipað. Hvað fjölskylduna varðar þá á þret- tán ára sonur minn erfitt með að geta ekki sótt þær íþróttaæfingar sem hann stundaði mikið fyrir tíma COVID-19. Þetta er ekki síður erfitt fyrir krakkana. Við hjá lögreglunni höfum oft stoppað á sparkvöllum, rætt við ungmennin og upplýst þau um ýmis mál á veirutímum. Við sjáum mikið af unglingum úti við og þeir eru að takast á við þetta ástand eins og fullorðna fólkið. Ég hef til dæmis ekki hitt áttræða móður mína á þessum tíma. Við höfum fært henni mat og verið í sambandi en ekki hitt hana,“ segir Sigvaldi og hann er ekki í vafa um að við getum verið bjartsýn á framtíðina og að margt gott eigi eftir að koma út eftir veirutíma. Einhver að hægja á okkur „Það er kannski skrýtið að segja það en ég held að veiran hafi komið til að hægja á okkur og maður sér verulega breytta hegðun hjá mörgum. Margir hafa núllstillt sig. Það er ánægjulegt að sjá hvernig margir hafa brugðist við á þessum tíma og hugað t.d. að heilsunni. Við hjónin höfum farið mikið í göngu og almennt er fólk er mikið úti við að hreyfa sig, í göngu og á hjólum. Við höfum haft gott af þessu að einhverju leyti þó svo að efnahagslegar afleiðingar séu slæmar. Við vorum fara alltof hratt,“ segir Sigvaldi Arnar Lárusson. Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta Við vonum að það fari að ganga og við látum það að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á okkar störf. Það er samt sorglegt að þessi staða sé uppi. Erum ekki virtir viðlits. Búið að lofa okkur ýmsu síðustu ár og hefur ekki verið virt. Maður er auðvitað drullufúll yfir því ... Páll Ketilsson pket@vf.is Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 9

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.