Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 14
Mannlífið blómstrar í Höfnum
Mannlífið blómstrar í Höfnum og þar mátti sjá brosandi börn á hjólum í góða veðrinu í vikunni. Myndina tók Hilmar Bragi við Hafnagötu í
Höfnum en þar voru börnin á ferðinni til að fylgjast með flutningi á 102 ára gömlu húsi í þorpið en sagt er frá því á öðrum stað í blaðinu.
Á dögunum var Guðveig S. Sigurðardóttir gerð að heið-
ursfélaga Kvenfélags Grindavíkur. Þar sem fundurinn
sem halda átti 6. apríl féll niður var Stella, eins og hún er
alltaf kölluð gerð að heiðursfélaga heima í stofu og auð-
vitað var passað upp á tveggja metra regluna.
Stella var formaður Kvenfélagsins á
árunum 1970–1976 og 1986–1990,
hún hefur tekið þátt í ómetanlegu
starfi Kvenfélags Grindavíkur og
þannig gefið af sér og haft áhrif.
Heiðursfélagar Kvenfélagsins í dag
eru þær, Jóhanna Sigurðardóttir,
Birna Óladóttir, Sæbjörg María Vil-
mundsdóttir, Guðbjörg Thorstensen,
Kolbrún Einarsdóttir og Guðveig S.
Sigurðardóttir.
Kvenfélagskonur vilja minna á
að þær eru rúmlega hálfnaðar með
að ná sínum hlut í söfnuninni fyrir
tækjabúnaði sem nýtist konum um
allt land.
Armböndin eru komin aftur í sölu
og súkkulaðið einnig. Hægt er að
hafa samband við formann félagsins,
Sólveigu Ólafsdóttur, til að nálgast
vörur.
Kvenfélagskonur bjóða upp á að
skutla þessum flottu vörum og skella
á hurðarhúninn eftir að millifærsla
hefur verið framkvæmd.
Kvenfélagið vill koma því á fram-
færi að vegna þeirra sérstöku tíma
sem nú eru vegna COVID-19 þá
hefur verið ákveðið að fella niður alla
vetrardagskrá félagsins með von um
betri tíma þegar líður á haustið.
Guðveig Sigurðardóttir gerð að heiðursfélaga
14 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.