Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 19
Elva Sif Grétarsdóttir býr með fjölskyldu sinni á
Malaga á Spáni og á Íslandi þar sem þau reyna
að skipta sér jafnt á milli landa. Elva Sif er gift
spænskum listamanni sem heitir Victor og þau eiga
þrjár stelpur, Klöru Sif sem er þrettán ára, Grétu
Líf tíu ára og Bríeti Erlu sem er þriggja ára.
„Sú stutta heldur uppi lífi og fjöri
alla daga,“ segir Elva Sif í samtali
við Víkurfréttir.
Fjölskyldan býr á Benalmadena
á Costa del Sol, sem er um tuttugu
mínútur frá flugvellinum á Malaga.
Fallegur og rólegur bær miðað við
Spán.
„Maðurinn minn rekur fyrir-
tæki með systkinum sínum en þau
eru með leiguhúsnæði til leigu hér.
Ég vinn heima við þýðingar og þegar
ég er á Íslandi reyni ég að vera í for-
fallakennslu í Heiðarskóla. Ég er með
B.ED próf frá menntavísindasviði
Háskóla Íslands og finnst gaman að
hoppa inn í skólann.“
Snilldarhugmynd
mömmu
– Hvernig stóð á því að þú
fluttir til útlanda?
„Ég reyndi að komast inn í leiklista-
skóla á Íslandi og erlendis sem gekk
ekki og þá fékk mamma mín þessa
líka snilldarhugmynd að ég ætti
nú bara að fara til Malaga í þriggja
mánaða spænskunám, taka mér smá
pásu. Sú pása varð ansi löng.“
– Var erfið ákvörðun að söðla
um og flytja í annað land?
„Ég ákvað eiginlega aldrei að vera á
Spáni, þetta bara gerðist. Eins og ég
segi þá var ég alltaf að fara í stuttan
tíma í senn sem varð alltaf lengri og
lengri. Svo bara allt í einu er komið
2020 og ég gift, þriggja barna móðir
á Spáni. En síðustu þrettán ár höfum
við stelpurnar alla vega verið mjög
mikið á Íslandi og núna til seinni
ára er maðurinn minn yfirleitt með
okkur þar sem hann er með aðstöðu
hjá Íslensk Grafík í Reykjavík og
hefur haldið ýmis námskeið í graf-
ískri list og þrykkingu.
– Saknarðu einhvers frá Íslandi?
„Já, ég sakna alltaf Íslands þegar ég er
ekki þar. Öll mín fjölskylda á heima á
Íslandi og öryggið sem maður finnur
á Íslandi er mjög sjaldgæft, held ég.
Sérstaklega þegar maður er búin að
eignast börn þá sér maður hvað það
er gott að vera á Íslandi, öryggi og
utanumhald er mjög gott. Til dæmis
þegar við erum að fara til Íslands þá
erum við að „FARA HEIM“ en þegar
við förum aftur til Spánar þá erum
við að „FARA TIL SPÁNAR“. Dætur
mínar una sér mjög vel á Íslandi, eiga
frábærar vinkonur og elska íslenskt
sumar og íslensk jól. Þetta frelsi
sem börn hafa til dæmis á sumrin
á Íslandi er ekki til staðar á Spáni.
Hér fara þær ekki einu sinni einar
labbandi í skólann eða til vinkonu.
Á Íslandi eru þær úti allan daginn á
hjóli eða hjá vinkonum.“
– Er eitthvað framandi sem
hefur komið þér á óvart þar
sem þú býrð núna?
„Fyrst fór margt alveg svakalega í
taugarnar á mér á Spáni. Þetta er
mikil karlrembuþjóð þó svo það
hafi breyst alveg svakalega síðan
ég kom hingað fyrst. Mér fannst til
dæmis alltaf mjög óþægilegt að labba
fram hjá byggingarlóðum, þá var allt
leyfilegt og alltaf kallað á eftir manni
einhverskonar „hrósyrði“ sem voru
kannski ekki alltaf við hæfi. Þetta
hefur breyst mjög mikið og eigin-
lega bara hætt.
Fleira sem mér finnst furðulegt hér
er að það er ekki móðgun að ein-
hver segi þér að þú hafir fitnað, það
er bara eðlilegur hlutur. Í dag er ég
nú samt orðin ansi sjóuð í þessari
menningu en ég viðurkenni það
alveg að ég er mikill Íslendingur og
þarf oft að bíta í tunguna á mér þegar
kemur að menntun, uppeldi og öðru.
Annars reynir maður bara að halda
sig á mottunni, maður breytir svo
sem engu með því að vera að ergja
sig.“
Eins og ég segi þá var ég alltaf að fara í
stuttan tíma í senn sem varð alltaf lengri og
lengri. Svo bara allt í einu er komið 2020
og ég gift, þriggja barna móðir á Spáni ...
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 19