Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 32

Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 32
Keflavíkurhjónin Þorsteinn Bjarnason og Kristjana Héðinsdóttir, sem búa í Hafnarfirði, hafa notið matargleði með nágrönnum sínum í næsta húsi á veirutímum með sérstökum hætti. Þau hafa sent hvort öðru kvöldmatinn oft í viku og það ekki á venjulegan máta því á milli húsanna er staur sem þau setja matinn á. Fyrrverandi Keflavíkurmarkvörðurinn Steini Bjarna segir að það sé mikill spenningur að vita hvað sé í matinn þegar nágrannarnir elda og öfugt. Vináttan hafi styrkst á tímum COVID-19. – Þetta er skemmtilegt uppá- tæki hjá ykkur nágrönnunum á tímum COVID-19. Það er ekki hægt að segja annað. Byrjaði á léttri heimsendingu í byrjun, svona til að létta undir með grönnunum. Svo byrjuðu okkar hug- vitsömu grannar að auka í matar- gjöfina og þá þurfti að setja pall á staurinn. Loksins urðu einhver not af þessum staur því ekki er ætlunin að setja upp vegg á milli okkar. Í þessu ástandi er flott að gera eitthvað svona og legg til að fleiri nágrannar sem hafa kost á því að gera þetta. Það verður alltaf ákveðin spenningur í kringum þetta og gleði. – Hafið þið kannski lagst í meiri heimavinnu með matseðil. Ekkert frekar, áður fyrr vorum við kannski að snæða saman einu sinni í mánuði og þá var stundum meira lagt í þetta aðeins að toppa sig en núna er þetta meira bara venju- legur matur með sparitilbrigðum þegar tilefni er til. Maður rúllar bara hefðbundnum uppáhalds- réttum fjölskyldunnar og vonar að það gangi í nágrannana, t.d. Lasagne, Spagetti Bolognese og svo klikkar lambið aldrei. Þetta verður meira matar(veislu)þjónusta heldur en matarboð þar sem maturinn fer út úr húsi. – Eru einhver uppáhaldsmatur hjá ykkur, eitthvað sem ykkur hjónum finnst sérstaklega gott hjá nágrönnunum og öfugt? Við vitum sjaldan hvað við fáum sem gerir þetta meira spennandi en við erum með það nokk á hreinu hvað okkur líkar ekki (ég er líklega vandamálið). Eftir sextán ár sem góðir grannar þá er þetta nokkuð ljóst hvernig matarsmekkurinn er en þorskhnakkarnir og grilluðu tvírifj- urnar hjá nágrönnum okkar slógu í gegn. Við fengum hólið fyrir Lasagne og innbökuðu nautasteikina. Það gæti vel verið að við reynum að þróa þetta í einhverja átt sem við vitum ekki hver verður ennþá. – Og kokteilar líka? Það kemur svolítið stuði í mann- skapinn þegar Holy B er búin að vera á skjánum þá er upplagt að taka einn við staurinn og skoða sól- roðann sem er ansi flottur hér ofan af Ásfjallinu enda gott útsýni heim í Kef. Þá kemur hver og einn með sinn drykk út á staur og við höldum öllum reglum með fjarlægðina. – Eruð þið búin að ræða hvað gerist í matarstauramálum eftir COVID-19? Staurinn verður allavega ekki felldur og það verður örugglega „reunion“ hjá honum á góðum sumarkvöldum. Við höfum fengið heimsókn á staur- inn frá nágrönnum okkar handan götunar og spurning hvort fleiri bætist við í góðan drykk svona við hæfi. – Líturðu björtum augum til sumarsins? Já, ég geri það. Við komumst í golfið eftir helgina svo er bara að ferðast um landið og styrkja ferðaiðnaðinn eins og hægt er. – Hver eru áhugamál þín og hefur ástandið haft áhrif á þau? Þetta hefur haft þau áhrif að íþróttir hafa legið niðri. Ég sakna þess að komast ekki á æfingar í körfu en hef tekið ágætis göngutúra með eigin- konunni. – Áttu þér uppáhaldsstað á Íslandi og hver er ástæðan? Engan sérstakan en má nefna Vest- firði, bæði Aðalvík og svo Strand- irnar. Frábært og undurfallegt að ganga þar um. – Hvað stefnirðu á að gera í sumar? Fyrst skal nefna golfið, sumar- bústaður fjölskyldunnar í Þrastar- skógi, vika á Akureyri og fleira. – Hver voru plönin áður en veiran setti strik í reikninginn? Heimsókn til Uppsala í Svíþjóð þar sem afadrengurinn hann Heimir býr, slæmt að hitta hann ekki. New York Matarstaur er miðpunktur mikillar gleði á veirutímum Páll Ketilsson pket@vf.is 32 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.