Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 40
Kristín Bára Haraldsdóttir er mikil ævintýrakona.
Frá tvítugsaldri hefur hún að eigin sögn verið
með annan fótinn í útlöndum en í dag er hún
38 ára gömul. Kristín Bára er búsett í Sihanouk-
ville í Kambódíu. Þar er lítið þorp sem heitir Otres
Beach eða Otres Village. Þorpið stendur við fal-
lega, hvíta strönd við Tælandsflóa. Kambódía er
land í Suðaustur-Asíu með landamæri að Tælandi
í vestri, Laos í norðri og Víetnam í austri. Í suðri á
landið strandlengju að Tælandsflóa.
Kristín Bára og kærasti hennar
vinna nú að verkefni sem felst í að
útbúa vítamín- og próteinstykki
fyrir börn á svæðinu. Unnið er út
frá því að stofna óhagnaðardrifið
félag sem síðan gefur framleiðsluna
til fátækra barna, í skóla og á mun-
aðarleysingjahæli.
Víkurfréttir ræddu við Kristínu
Báru í síðustu viku um ævintýraþrá
hennar á fjarlægum slóðum og hvað
hún er að fást við. Það var samt ekki
hlaupið að því að ná góðu sambandi,
því netsamband þar sem hún býr er
ekki í miklum gæðum og þá var raf-
magnsleysi á svæðinu, sem minnir
okkur á þau gæði sem við búum við
hér á Íslandi. Kristín Bára gat því
ekki sent okkur myndir í hárri upp-
lausn til að birta með viðtalinu, því
lélegt net neitaði að hleypa stórum
myndum í gegn.
– Hvað kemur til að þú ert
í Kambódíu?
„Ég og kærasti minn bjuggum í
New York en fyrir fimm árum
ákváðum við að fara að ferðast og
leita okkur að stað þar sem við
gætum haft sumarhús. Við fórum
í þriggja mánaða ferðalag og fórum
til Balí, Tælands, Vietnam, Laos og
enduðum í Kambódíu.
Hér erum við í litlum og æðis-
legum strandbæ og hér eru bæði
innfæddir í bland við vestur-
landabúa. Þetta er algjör paradís
með fjögurra kílómetra langri,
hvítri strönd og allir að vinna
saman. Þetta er rosalega fínt og
alveg eins og póstkort. Svo eru fimm
eyjur hérna rétt fyrir utan þar sem þú
getur skroppið yfir á bát og eytt nótt
á eyðieyju. Þetta var bara draumur að
koma hingað.“
– Hvernig vaknaði draumurinn
hjá þér að fara og ferðast um
heiminn?
„Kærasti minn, Adrian Cowen, var
búinn að búa í New York í 23 ár og ég
eiginlega dró hann með mér í þetta
árið 2015. Hann hafði verið að starfa
í tískuiðnaðinum og fyrirtækið sem
hann var með var að leysast. Hann
var laus allra mála og því ákváðum
við að gera þetta.“
– En Kambódía er kannski ekki
fyrsti áfangastaðurinn sem
manni dettur í hug?
„Nei, við vorum ekkert rosalega
spennt fyrir Kambódíu. Við héldum
að það væru bara kóngulær í matinn
og allt svoleiðis. Svo var þetta bara
allt annað en við héldum.“
– Er þetta eitthvað svipað og
Tæland?
„Nei, reyndar ekki. Þetta er miklu
ódýrara, miklu auðveldara fyrir
vesturlandabúa að fá langar vega-
bréfsáritanir. Að fá áritun í sex mán-
uði eða jafnvel ár er mjög ódýrt. Það
er auðvelt að fá atvinnuleyfi og það
kostar tíu dollara fyrir árið.“
Lærir kínversku
af YouTube við
hvíta strönd í
Kristín Bára Haraldsdóttir
upplifir ævintýri í litlu þorpi
í Kambódíu:
Kambódíu
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
40 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.