Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 44

Víkurfréttir - 30.04.2020, Blaðsíða 44
sem m.a voru að vinna fyrir Mars og McVitie's. Nú er tími til að hjálpa öðrum og hugsa minna um sjálfan sig. Ég hef það gott þannig séð en maður sér fólkið hérna í kringum sig missa vinnuna því það vantar ferða- mennina. Hótelin eru lokuð og allt fólkið sem er að vinna þar við þrif og fólkið á veitingastöðunum er búið að missa vinnuna. Þetta fólk á fullt af börnum og við erum að reyna að hjálpa þeim.“ – En hvernig gengur að nálgast nauðsynjar? Er nóg til í búð- unum? „Nefnilega ekki sko. Þetta er lítið þorp þar sem við erum og við erum alveg yst í þorpinu. Það eru nokkrar búðir í þorpinu sem ég fer í á mótor- hjólinu og þar get ég keypt nauð- synjavörur eins og tannkrem en eftir að Kínverjarnir komu þá var hætt að selja allar vesturlandavörur eins og skinku, ost og brauð. Nú er bara hægt að kaupa soyasósur, núðlur og eitthvað kínverskt sem við vitum varla hvað er.“ Kristín Bára segir að 95% af vestur- landabúunum sem bjuggu í þorpinu séu farnir og þau séu bara nokkur eftir. Ástæðan fyrir því að þau eru ekki farin er að þau elska ströndina. „Þetta er æðisleg strönd hérna og okkur líður vel – og að vera með þetta hótel útaf fyrir okkur er alveg klikkað.“ – Hversu stórt og mikið er þetta hótel? „Þetta er þriggja hæða hótel en öll herbergin eru risaherbergi og það eru því bara 50 herbergi á hótelinu. Svo eru þaksvalir, þyrlupallur og sundlaugar.“ Og þegar við ræddum við Krist- ínu Báru um hótelið þá hrópar hún skyndilega: „Risaeðla!“ og hlær mikið. Myndarleg eðla var komin upp á miðjan vegg hjá henni. „Hvað kallar þú risaeðlu,“ spyr blaðamaður og hún lýsir eðlu sem er um 35 senti- metrar á lengd en segir svo: „Þær halda moskítóflugum í burtu.“ – Og þú ert ekkert á förum, eða hvað? „Nei, mér finnst ég bara vera örugg hérna. Við eru fjögur hérna. Ég og maðurinn minn, einn rússneskur strákur og einn bandarískur strákur sem var læknir í hernum. Það er gott að hafa hann hér og við höfum talað mikið um það að ef eitthvað okkar verður veikt þá er hann búinn að kaupa öll þau lyf sem er mælt með. Hann er meira að segja fær um að gera heimatilbúna öndunarvél ef út í það er farið,“ segir Kristín Bára og hlær. – Hvað segir þitt fólk heima um þennan flæking á þér? „Ég er 38 ára gömul í dag og ég hef verið með annan fótinn í útlöndum síðan ég var tvítug. Þegar ég var tví- tug fór ég með hópi af krökkum til London fyrir Skjá einn til að vinna að atriði í sjónvarpsþátt sem Dóra Takefusa og Björn Jörundur voru með og hét Þátturinn. Svo kom ég heim og fór í kvikmyndskóla en svo er ég alltaf að gera eitthvað nýtt og ferðast um heiminn og njóta lífsins“ segir Kristín Bára Haraldsdóttir í Kambódíu. Núna er heitasti tími ársins. Appið segir mér núna að það sé 32 stiga hiti. Það er svo rakt hérna að það er ólíft á milli klukkan níu á morgnana og til hálf fjögur á daginn ... Kristín Bára býr á lúxushóteli við ströndina. Hótelið er með 50 herbergjum, sundlaugar og þyrlupall á þakinu og handan götunnar er hvít ströndin. Hér má sjá mynd af hótelinu og vinnuvélar fyrir framan það. Í baksýn má sjá hálfbyggð háhýsi sem Kínverjar voru byrjaðir að byggja á svæðinu en jafn hratt og þeir komu þá fóru þeir einnig hratt af svæðinu eftir að áform breyttust. 44 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.