Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 56

Víkurfréttir - 30.04.2020, Page 56
oft að breytast því að þeir voru að elta fraktina. Til dæmis var mikið að gera á vissum árstíma hjá fyrirtækinu í Oklahoma City, þá settum við upp stöð þar, svo var hún kannski flutt til Minnea- polis seinna á árinu. Þannig að við höfum búið í Oklahoma City í Oklahoma, Tulsa í Oklahoma, Wichita í Kansas, Peoria í Illinois, Minnepolis í Minnesota, Hunts- ville í Alabama, Orlando í Flórída, Daytona Beach í Flórída, Jack- sonville í Flórída. Við bjuggum í allmörg ár í Orlando og fluttum í heimabæ Tonyu 2002. Ég er mikið að heiman og vinn í mánuð í burtu í senn, mest í Evrópu og Mið- austurlöndum. Ég kem svo heim í mánaðarfrí á milli. Ódýrt að lifa hérna – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð í dag? Það er rólegt, fólkið er vingjarn- legt og glæpatíðni frekar lág. Það er frekar ódýrt að lifa hér, hús- næðisverð eru hagstæð og skattar lágir miðað við marga staði hérna fyrir vestan. Tonya er nálægt pabba sínum og fjölskyldu. Hann er að eldast og við þurfum að fylgjast vel með honum. Skólar hér eru góðir og fullorðnir taka mikinn þátt í lífi barnanna. Það er mikið stúss, sér- staklega í kringum fótboltaliðið, körfuboltann og hornaboltann. – Hvernig er að vera með fjöl- skyldu og börn þarna? Þetta er góður staður til að ala börn. – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? Það er mjög erfitt að vera með eitthvað hefbundið þegar maður er að heiman í mánuð og svo heima í mánuð en síðasta árið þá er morgunmatur og dinglast með afastelpurnar. Ég byggði leikvöll á bak við hús og við erum mikið þar. Svo förum við á rúntinn með þær. Þær eru vitlausar í járnbrautarlestir og við förum að horfa á þær og kannski eitthvað í búðir og annað. Annað sem ég geri mikið þegar ég er heima er að vinna í húsinu sem er 120 ára gamalt og ég er alltaf með verkefni í gangi. Ég elda alltaf kvöldmatinn þegar ég er heima og mér þykir yndislega gaman að elda og reyna fyrir mér nýjungar í mat. Alltaf ljúft hérna á sumrin – Líturðu björtum augum til sumarsins? Ég hafði gert það og geri það enn sem komið er. Það var planið að stoppa á Íslandi eftir vinnumánuð en maður verður bara að sjá hvern- ig þetta þróast. Annars held ég bara áfram að vinna í húsinu. Það er alltaf ljúft hérna á sumrin, þó svo- lítið heitt á köflum en ég set grillið og „smókerinn“ í yfirdrif og það er yndislegt. Við Tonya semjum tónlist, hún spilar á gítar og syngur. Ég kann kannski tvo eða þrjá hljóma sjálfur en er ekki góður – en nógu góður til að sjóða saman lag með capo-klemmu. Mæðgurnar, Árnína Lilja og Daenerys og Solstice. Tonya Fay. 56 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.