Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Qupperneq 64

Víkurfréttir - 30.04.2020, Qupperneq 64
Ólöf Daðey Pétursdóttir er úr Grindavík. Hún býr ásamt sænskum eiginmanni sínum, Magnusi Oppenheimer, í San Diego í Kaliforníu. Þau eiga þrjú börn, Óskar Fulvio sjö ára, Míu Daðeyju þriggja ára og Pétur Marino tveggja ára. Ástæðu þess að hún hafi flutt til útlanda segir Ólöf Daðey að það hafi verið vinna eiginmannsins og hugsanlega smá ævintýraþrá. – Var erfið ákvörðun að söðla um og flytja í annað land? Nei, alls ekki. Ég hef alltaf verið mikið fiðrildi og búið á mörgum stöðum. Ég fann að ég átti alla- vegana eitt ævintýri eftir og mig langaði að prófa að standa á eigin fótum með alla fjölskylduna á nýjum stað. – Saknarðu einhvers frá Íslandi? Já, fjölskyldunnar og vinanna. Það sem ég gæfi stundum fyrir að geta skellt mér á rúntinn með Möggu og Gebbu, með íslenskt bland í poka á kantinum og ræða heimsmálin – eða bara hitta stór- fjölskylduna í háværu matarboði á sunnudögum. Í sólskininu hérna sakna ég meira að segja rigningar- innar og roksins. – Er eitthvað framandi sem hefur komið þér á óvart þar sem þú býrð núna? Nei, svo sem ekki en það hefur verið mikil breyting fyrir Óskar, elsta son okkar, að venjast því að geta ekki farið sjálfur út að hjóla eða skella sér í heimsókn til vinar þegar að honum dettur í hug. Það var líka ákveðin áskorun að komast inn í skólakerfið hérna og venjast því að fara með „I pledge allegi- ance to the flag of the United States of America ...“ alla morgna áður en skólahald hefst. Ólöf Daðey hefur búið erlendis af og til síðan hún var sextán ára en þá bjó hún í Ekvador. „Síðan fór ég í háskólanám í Minnesota. Ég bjó líka stuttlega í Svíþjóð áður en ég flutti til New York. Við vorum þar í fjögur ár og fluttum svo heim til Grindavíkur í þrjú ár áður en að við komum svo hingað til San Diego í byrjun árs 2019. Við búum í strandbæ sem heitir Ocean Beach þar sem hippar ráða ríkjum. Við höfðum komið hingað í heimsókn til vinafólks þegar að við bjuggum í New York og við sögðum alltaf að ef að við myndum flytja til San Diego einn góðan veðurdag yrði Ocean Beach fyrir valinu.“ – Hverjir eru helstu kostir þess að búa þar sem þú býrð? Við erum sjö mínútur að ganga á ströndina og veðrið er yndislegt. Ocean Beach er líka lítið sam- félag þar sem að fólk heilsast úti á götu og allir þekkja alla. Ekki ólíkt Grindavíkinni minni og það gefur mér mikið. – Hvernig er að vera með fjöl- skyldu og börn þarna? Það er mjög fínt og margt hægt að gera (undir venjulegum kringum- stæðum). Við erum með Sea World í bakgarðinum nánast og ströndina neðar í götunni. Við göngum allt, í skóla og leikskóla og notum einungis bílinn í búðarferðir og á fóltboltamót. Eins og ég sagði þá er Ocean Beach hippalegur strandbær og er fólk því mjög frjálslegt til fara dags daglega. Það hentar mér ein- staklega vel þar sem ég get verið andlega fjarverandi þegar kemur að útliti og gleymi stundum að líta í spegil áður en ég held út í daginn. – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu? Áður en að útgöngubannið skall á þá var venjulega algjört kapphlaup að koma öllum í skóla og leikskóla á réttum tíma. Skólinn hjá Óskari byrjar 7:45 en tuttugu mínútum áður er boðið upp á hlaupaklúbb þar sem nemendur mæta og hlaupa hringi á hlaupabrautinni. „Get verið andlega fjarverandi þegar kemur að útliti“ ÓLÖF DAÐEY PÉTURSDÓTTIR BÝR Í OCEAN BEACH, HIPPABÆ Í SAN DIEGO Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is 64 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.