Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.2020, Side 81

Víkurfréttir - 30.04.2020, Side 81
Þ rátt fyrir að flugsamgöngur til og frá Íslandi séu nær lamaðar þá heldur flugvélaeldsneyti áfram að streyma til landsins. Eldsneytisflutningaskipið Amadeus hefur verið í Helguvíkurhöfn í vikunni. Skipið getur flutt 50.000 tonn af eldsneyti og kom hingað frá Baton Rouge í Bandaríkjunum eftir næstum sextán sólarhringa ferðalag. Amadeus er 183 metrar á lengd og rúmir 32 metrar á breidd. Skipið er fimm ára gamalt og siglir undir fána Möltu. Á myndinni eru einnig þeir Haki og Jötunn, dráttarbátar Faxaflóahafna. Haki er með 40 tonna togkraft og Jötunn með 27 tonna togkraft. Myndina tók Hilmar Bragi með flygildi um há- degisbil á mánudag. Eins og sjá má á myndinni eru mikil átök sem fylgja því að koma stóru skipi að bryggju og hafa dráttarbátarnir þyrlað upp leir af botni hafnarinnar í Helguvík. Fimmtudagur 30. apríl 2020 // 18. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 81

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.