Spássían - 2013, Blaðsíða 2

Spássían - 2013, Blaðsíða 2
2 Fantasíur af öllu tagi blasa við hvert sem litið er í bókmenntunum þessa stundina og þær eru einnig allsráðandi í þessu haust- og vetrarhefti Spássíunnar.  Fantasía er oft skilgreind sem nokkurs konar óraunveruleiki; hugmyndir sem eru á skjön við þann veruleika sem við upplifum dags daglega. Orðið „fantasía“ hefur einnig lengi verið notað sem heiti á sérstakri bókmenntagrein sem Ásdís Sigmundsdóttir fjallar um í aðalgrein þessa tölublaðs, en þar kemur fram að mikil tilraunastarfsemi á sér nú stað með útgáfu á íslenskum fantasíubókum. Þær tegundir sagna, og tenging þeirra við aðra menningarkima eins og hlutverka- og spunaleiki, var jafnframt viðfangsefni kvikmyndarinnar Astrópíu sem Helga Þórey Jónsdóttir fjallar um í greininni „Ljúft er að láta sig dreyma“. Fantasían laumast þó víðar inn. Segja má að allur skáldskapur, ekki aðeins sérstakar undirgreinar hans, byggi á þeim hæfileika okkar að fantasera. Fantasían brýst þó einnig fram í bókum sem ekki eru flokkaðar sem skáldskapur, til dæmis matarfantasíur eins og sjá má í greininni „Miðnæturbörn, kryddsulta og matarmenning“ eftir Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Þá virðast kynlífsfantasíur gegnumsýra ógrynni bóka, til dæmis þær sem fjallað er um í greininni „Skínandi frygð, kynlífsleikföng og rúmfræði“ eftir Helgu Birgisdóttur.  Fantasían hefur alltaf verið mikilvægur hluti mannlegrar hugsunar og án eiginleikans til að fantasera væri mannkynið ekki svipur hjá sjón. En það er áhugavert að fantasían sé svo áberandi á Íslandi einmitt nú, því sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á að vera vakandi fyrir tilraunum pólitíkusa til að snúa upp á raunveruleikann með ýmsum brögðum og brellum.  Í kjölfar kreppu virðist koma rík tilhneiging til að kjósa yfir sig fólk sem lofar öllu fögru, sem lofar frelsi frá því sem hefur bjátað á, sama hvað það kostar. Og vilji til að snúast gegn ákveðnum hópum samfélagsins, til dæmis menntafólki, listamönnum og fólki í skapandi greinum, kenna þeim um það sem að er og reyna að ýta þeim út á jaðar samfélagsins. Andri Snær Magnason minnist á afætuhugsunarhátt í aðalviðtali Spássíunnar, það viðhorf að list og fræðimennska sé byrði á samfélaginu, og minnir á að menningin sé einmitt það sem geri samfélög þess virði að lifa í. Við það má bæta að þegar öfl sem komast til valda með áðurnefndum popúlisma gera markvisst út á slíkar tilfinningar verður útkoman eins konar harðstjórnartilburðir þar sem ákvarðanir eru keyrðar í gegn í krafti nýfengins valds, sama hvað aðrir segja, og gagnrýnisraddir eru afgreiddar sem einskisvert muldur tortryggilegra jaðarhópa.  Það væri auðvelt að týna sér í dystópískum vangaveltum í slíkum raunveruleika og því er athyglisvert að þær fantasíur sem nú spretta upp leita frekar til fortíðar og á slóðir ævintýra eða goðsagna, sverðaglamurs og galdurs. Dagbjört Kjartansdóttir, starfsmaður í versluninni Nexus sem býður upp á hvað mesta úrvalið af „tegundabókmenntum“ á borð við fantasíur, hafnar því hins vegar í viðtali hér í blaðinu að þennan aukna áhuga á fantasíum megi lesa sem merki um veruleikaflótta. Fantasíur örvi vissulega ímyndunaraflið og bjóði hvíld frá raunveruleikanum, en án þess endilega að flýja mannleg málefnin sem séu alveg jafn raunveruleg og í öðrum bókmenntum. Og ef til vill skapar fantasíuformið fjarlægð sem gerir okkur kleift að fjalla um hluti sem væru annars of óþægilegir og ekki til umræðu. Hið fantasíska verk Andra Snæs Magnasonar, Tímakistan, fjallar til dæmis um hættuna sem skapast þegar „stjórnlaus ferli fara í gang“, eins og hann orðar það í viðtalinu hér í Spássíunni. Slík verk eru tilraun til að vekja okkur af dvala sinnuleysis og magnleysis andspænis að því er virðist stjórnlausri valdníðslu. Það er hins vegar okkar að ákveða hvort við horfumst í augu við þann raunveruleika sem fantasían sýnir okkur. raunveruleiki fantasíunnar RITSTJÓRNARPISTILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.