Spássían - 2013, Side 5
5
jósmyndari festist úti við Þrídrangavita ásamt
þremur öðrum manneskjum, forritari kemur heim
úr fríi og finnur að eitthvað undarlegt hefur gerst
í fjarveru hans og lögreglukona, sem er að reyna að
jafna sig eftir sjálfsvígstilraun eiginmannsins, grefur upp
skýrslur um gamalt lögreglumál. Þessar þrjár sögur fléttar
Yrsa Sigurðardóttir saman í bókinni Lygi og á yfirborðinu
virðast þær ekki eiga neitt sameiginlegt. Ljósmyndarinn
og ferðafélagar hans upplifa ónot á hinum einangraða
stað sem magnast þegar eitt þeirra lætur lífið voveiflega.
Forritarinn furðar sig á örlögum erlendra hjóna sem gistu á
heimili hans í fjarveru fjölskyldunnar, svo og illskiljanlegum
orðsendingum sem berast inn á heimilið. Málið sem
lögreglukonan rannsakar virðist tengjast eiginmanni
hennar sem liggur í dauðadái en skýrslur hverfa og
yfirmaðurinn er tregur til að aðstoða. Persónurnar sem
lesandinn fylgir eftir, ljósmyndarinn Helgi, forritarinn Nói
og lögreglukonan Nína, eiga það öll sameiginlegt að vera
í aðstæðum sem valda þeim óþoli. Nína þolir ekki heima
við því bílskúrinn þar sem eiginmaðurinn reyndi að hengja
sig minnir hana sífellt á það sem gerðist og dvelur hún
því til skiptis á spítalanum hjá honum eða í vinnunni. Nóa
er að sama skapi ekki rótt heima fyrir þar sem hann sér
ótal vísbendingar þess að eitthvað hafi farið úr skorðum,
og Helgi virðist beinlínis vera í lífshættu á eyðilegum
dranganum. Ósannindi, hálfsannleikur, misskilningur og
afneitun einkenna sögurnar allar. Fólkið er mannlegt og
tilhneigingin til að trúa því sem það vill trúa sterk. Svo
sterk að það getur kostað líf.
Bókin fer hægt af stað en samt myndast strax
ónotatilfinning hjá lesandanum þar sem erfitt er að greina
hvað er að gerast og af hvaða völdum. Yrsa hefur verið að
færa sig æ meira yfir í hryllingsgeirann í síðustu bókum
sínum og sú vitneskja lesandans eykur á ókennileikann.
Eiga atburðir sögunnar sér jarðbundna skýringu eða eru
einhver yfirnáttúruleg öfl að verki? Yrsa leikur sér að því
að veifa vísbendingum að hvoru tveggja fyrir framan
lesendur en svarið fæst ekki fyrr en á síðustu blaðsíðunum.
Fram að því er engin leið að gera upp við sig hvort um
er að ræða glæpasögu eða hryllingssögu. Það verður að
segjast að henni tekst ansi vel til. Ég lagði frá mér bókina
í nokkra daga þegar komið var að lokauppgjörinu því ég
treysti mér ekki til að halda áfram. Ónotatilfinningin sem
hafði magnast út söguna varð forvitninni sterkari og ég
varð einfaldlega að hvíla mig. Það hafðist þó að ljúka
bókinni og reyndist fléttan vera virkilega vel útpæld.
Þegar lausu endarnir hafa verið hnýttir liggur við að það
sé nauðsynlegt að lesa bókina aftur til að sjá hvernig þeim
var öllum haganlega komið fyrir frá fyrstu síðu. Það eina
sem hægt væri að setja út á er að þáttur tilviljana verður
kannski full sterkur og höfundi svo umhugað að villa um
fyrir lesendum að stundum jaðrar við lygi.
um sannleika og
lygi í glæpsamlegum
skilningi
Eftir Ástu Gísladóttur
Yrsa Sigurðardóttir. Lygi.
Veröld. 2013.
L
Þýddar heimsbókmenntir og ljóð
www.uppheimar.is
Ari Trausti Guðmundsson
Bjarki Karlsson
Carl Jóhan Jensen
Ingunn Ásdísardóttir þýddi
Mo Yan
Böðvar Guðmundsson þýddi
Rosa Liksom
Sigurður Karlsson þýddi
Tomas Tranströmer
Njörður P. Njarðvík þýddi
William Faulkner
Rúnar Helgi Vignisson þýddi