Spássían - 2013, Blaðsíða 10

Spássían - 2013, Blaðsíða 10
10 RITHÖFUNDURINN SAMUEL R. DELANY VILDI MEINA AÐ FLOKKA ÆTTI ALLAN SKÁLDSKAP SEM GEIRA- EÐA TEGUNDABÆKUR („GENRE“) ÞVÍ ÞAÐ VÆRI Í EÐLI SKÁLDSKAPARINS AÐ BÚA TIL NÝJA HEIMA. SKILGREININGARNAR FANTASÍA, VÍSINDASKÁLDSKAPUR OG RAUNVERULEGUR SKÁLDSKAPUR ERU SAMKVÆMT ÞVÍ BARA BLEKKING. „Og sennilega bara eitthvað sem útgefendur hafa fundið upp til þess að markaðssetja bækurnar. Ég barðist mikið fyrir því þegar við fluttum í Nóatúnið að fá að sameina fantasíu- og vísindaskáldskaparhillurnar því ég tók út fyrir að hafa þessa flokka aðskilda. Ég var alltaf með þetta saman þegar ég vann í Bókabúðinni við Hlemm. Bæði eru til höfundar sem skrifa í báðum flokkum og síðan eru bækur sem bara er ekki hægt að setja í annan hvorn flokkinn. Strákarnir færðu t.d. oft Anne McCaffrey úr vísindaskáldskap yfir í fantasíuna. Pern bækurnar hennar þykja oft ekki merkilegur vísindaskáldskapur en eru engu að síður vísindaskáldskapur. Þú þarft að lesa aðeins inn í seríuna til að fatta það.“ ER ÞAÐ EKKI FRAMTÍÐIN? AÐ LEYFA FANTASÍU OG VÍSINDASKÁLDSKAP AÐ VERA Í SÖMU HILLU? „Jú ég held það. Og að setja unglingabækurnar með.“ íðustu ár hafa fantasíu- og dystópíuþríleikir fyrir unglinga og ungt fólk notið mikilla vinsælda og er þá skemmst að minnast Hungurleikjaseríunnar eftir Suzanne Collins. Meðal annarra vinsælla þríleikja af svipuðum toga má nefna Blood Red Road eftir Moiru Young, Legend eftir Marie Lu og Divergent eftir Veronicu Roth. Allt eru þetta fyrstu bækur fyrirhugaðra þríleikja, allar gerast þær í Bandaríkjunum og í öllum tilvikum er aðalsöguhetjan og sögumaður unglingsstúlka sem hefur alist upp við tiltölulega mikið öryggi og þægindi. Vandamál hennar koma hins vegar í ljós - og margfaldast - þegar gallar í samfélagsbyggingu eru afhjúpaðir og hún verður að berjast til að halda lífi og fyrir öryggi þeirra sem henni þykir vænt um. Bókaútgáfan Björt hefur nú gefið út frumraun rithöfundarins Veronicu Roth og heitir bókin, í fantafínni þýðingu Magneu J. Matthíasdóttur, Afbrigði.  Sögusviðið er dystópísk Chicago-borg framtíðarinnar. Samfélaginu hefur verið skipt í fimm fylki en hvert og eitt er tileinkað ákveðnum eiginleika: Ósérplægni, heimkynni hinna óeigingjörnu, Bersögli þar sem hinir heiðarlegur og hreinskilnu búa, Samlyndi þar sem allt kapp er lagt á að öllum komi vel saman og friður ríki, Hugprýði þar sem hinir hugrökku búa og loks Fjölvísi, sem er bústaður hinna fróðleiksfúsu. Ár hvert verða allir sextán ára unglingar að kjósa hvaða fylki þeir vilja tilheyra, hvort þeir haldi tryggð við foreldra sína eða gangi til liðs við annað fylki. Ákvörðunin er endanleg, enginn fær að snúa til baka, og ávallt er sú hætta fyrir hendi að enda sem fylkisleysingi - tilheyra engu fylki og engum stað.  Aðalsöguhetja bókarinnar er stúlka úr fylki hinna óeigingjörnu, Beatrice Price, sem hefur alla tíð átt erfitt með að laga sig að hefðum síns fylkis, og veit ekki hvar hún á helst heima. Þessi tilfinning, að vera hvorki né, er ýmsum vandkvæðum bundin í samfélagi þar sem fólk er ýmist allt eða ekkert. Eins og allir jafnaldrar hennar gengst Beatrice undir ákveðið próf til að finna út í hvaða fylki hún eigi helst heima en niðurstaðan er ekki afgerandi. Þetta gerir Beatrice ekki aðeins ólíka öllum öðrum heldur setur hana jafnframt í lífshættu - takist henni ekki að halda niðurstöðunum leyndum.  Hér verður ekki upplýst hvaða fylki Beatrice - eða Tris eins og hún kallar sig í nýjum heimkynnum - velur en þar þarf hún, ásamt hinum nýliðunum, að ganga í gegnum mjög erfiða inntökuvígslu. Það reynir bæði á andlega og líkamlega, um leið og hún tekst á við samviskubit og söknuð vegna fjölskyldu sinnar og gömlu heimkynnanna. Tris þarf líka að sigrast á eigin ótta, læra að þekkja í sundur vini og óvini auk þess sem fyrsta ástin kemur við sögu. En átökin í sögunni tengjast ekki aðeins persónulegri sögu Tris heldur er ólga í borginni sem ógnar öllu skipulaginu. Tris og félagar hennar komast á snoðir um lygar, svik og undirferli þar sem eitt fylki notar annað til að koma því þriðja fyrir kattarnef. Félagarnir þurfa á öllu sínu að halda til að bjarga þeim sem þeim þykir vænt um - en tekst alls ekki að bjarga öllum.  Afbrigði fjallar um hið klassíska unglingabókaþema: Að þroskast, segja skilið við barnæskuna og takast á við fullorðinsárin með öllum þeirra kostum og göllum. Jafnframt er tekist á við þá erfiðleika sem geta fylgt því að velja á milli þess að feta í fótspor foreldra sinna eða gera eitthvað nýtt. Þriðja þemað er frelsið til að velja hver maður er og hver maður ætlar að vera en hið frjálsa val íbúanna í Afbrigði reynist þó ekki vera annað en fjötrar og fals.  Augljóst er að Afbrigði er ekki ætlað að svara öllum spurningum lesenda heldur vekja forvitni þeirra; það er augljóst af endinum sem og ýmsum vísbendingum sem dreift hefur verið víðs vegar um söguna. Ég verð þó að viðurkenna að á stöku stað var ég ekki viss um hvort höfundur hefði viljandi skilið eftir eyður sem til stendur að fylla upp í seinna eða hvort hreinlega sé um misbrest að ræða og á þetta við um ýmislegt tengt uppbyggingu samfélagsins og reglum þess. Meira púðri hefði jafnframt mátt eyða í dýpt persóna, einkum aðalsögupersónunnar, en skiptingin í góðar persónur og vondar er ansi skörp og ekki nógu trúverðug. Afbrigði stenst þó auðveldlega samanburð við aðrar vinsælar „young adult” fantasíur – er hröð, spennandi, frumleg og skemmtileg. Vonandi koma seinni bækurnar tvær, Insurgent og Allegiant, einnig út á íslensku í nánustu framtíð. Eftir Helgu Birgisdóttur Veronica Roth. Afbrigði. Þýðandi Magnea J. Matthíasdóttir. Björt. 2013. S allt eða ekkert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.