Spássían - 2013, Blaðsíða 15

Spássían - 2013, Blaðsíða 15
15 sögu, og þá ekki sem einfalt tæki til að knýja söguna áfram eða til að hafa áhrif á þróun aðalpersóna, heldur sem félagi og jafningi (karl)- aðalpersónunnar. Í þriðju bókinni, Kallinu, eru svo bæði aðalpersónan og helsta aukapersónan konur þannig að hér er um ánægjulega þróun að ræða. Elí Freysson skrifar spennandi og vel byggða sögu með skrautlegum bakgrunni og hraðri atburðarás. Hann mætti leggja enn meiri vinnu í persónusköpun, bæði aðal- og aukapersóna, til að auka tengingu lesenda við persónurnar. Stíll bóka hans er að sumu leyti áhugaverður, hann bregður á köflum upp forvitnilegum myndum og samlíkingum og orðanotkun er stundum frumleg. Textinn er hins vegar mjög undarleg blanda af talmálskenndri og formlegri orðanotkun sem getur verið skemmtileg en truflar gjarnan flæðið. Elí gerir heldur ekki tilraun til að nota tungumálið í persónusköpun sinni þannig að talsmáti persóna endurspegli karakter þeirra eða stöðu í samfélaginu. Mestu bullur geta talað á mjög formlegan hátt og það er ekki hægt að greina á milli heiðarlegra kaupmanna eða vel lesinna stríðsmanna á því hvernig þeir tala. Áhugaleysi íslenskra bókaforlaga hefur ef til vill ekki bara leitt til þess að áhugasamir fantasíuhöfundar hafa brugðið á það ráð að stofna eigið forlag eða gefa út sjálfir heldur kannski átt sinn þátt í því að aðrir hafa leitað erlendis og skrifað á ensku. Það gæti þó líka verið að smæð markaðarins hafi spilað inn í. Snorri Kristjánsson hefur náð það langt að semja við sérhæft forlag á þessu sviði í Bretlandi og er fyrsta bók í þríleik hans um víkinga komin út og heitir Swords of Good Men. Þetta er klassísk víkingafantasía, ágætlega byggð en með frekar einföldum söguþræði. Sagan segir frá umsátri og bardaga um þorpið Stenvik sem er leiksoppur í baráttu heiðinna manna og hins nýja siðar. Til að gera söguna fjölbreyttari nýtir höfundur sér þá frásagnartækni að fylgja mörgum mismunandi persónum eftir og sýna atburði frá mörgum hliðum. Snorri hefur lag á að skapa persónur með sterkum en einföldum dráttum og margar þeirra eru mjög eftirminnilegar. Fyrri hluti bókarinnar fer aðallega í að kynna persónurnar til leiks á meðan seinni hlutinn lýsir bardaganum um þorpið. Hið flöktandi sjónarhorn er stundum hálf ruglingslegt en á móti kemur að lýsingar hans á átökunum eru fimlega unnar og er seinni hluti bókarinnar virkilega spennandi og vel gerður. Framvindan er hröð og lýsingar grafískar og persónusköpunin er í flestum tilvikum vel heppnuð og trúverðug. Auk þess hefur bók Snorra það umfram flestar þær íslensku fantasíur sem hér hafa verið ræddar að hún hefur augljóslega notið góðs af færum ritstjóra og að málið er að mestu án þeirra vankanta sem plagað hefur íslensku bækurnar. Eins og fyrr segir þá hafa íslensk bókaforlög ekki sinnt fantasíum fyrir fullorðna sérlega vel, enda er bók Stefáns Mána, Úlfshjarta, sem JPV gaf út fyrr á árinu, ætluð unglingum og þeim lesendahópi sem nefndur Snorri Kristjánsson. Swords of Good Men. Jo Fletcher Books. 2013. Stefán Máni. Úlfshjarta. JPG. 2013 Áhugaleysi íslenskra bókaforlaga hefur ef til vill ekki bara leitt til þess að áhugasamir fantasíuhöfundar hafa brugðið á það ráð að stofna eigið forlag eða gefa út sjálfir heldur kannski átt sinn þátt í því að aðrir hafa leitað erlendis og skrifað á ensku. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.