Spássían - 2013, Blaðsíða 22

Spássían - 2013, Blaðsíða 22
22 heitið Valhalla og var frumsýnd árið 1986. Fyrstu fimm bækurnar voru gefnar út samtímis á íslensku og dönsku, en eftir það var hætt að þýða þær á íslensku. Fyrstu þrjár bækurnar hafa nýlega verið endurútgefnar á íslensku af Forlaginu og vonandi verður allur bókaflokkurinn þýddur í þetta sinn. Goðheimabækurnar eru ekki einu verk höfundanna sem tengjast goðfræðilegu efni. Madsen hefur til að mynda fengist við Biblíuna og gefið út teiknimyndasögur um Jesú Krist, Menneskesønnen (1995), og Job, Historien om Job (1999), en vinnur nú ásamt konu sinni að barnabókum sem heita Troldeliv. Kure hefur aftur á móti fikrað sig lengra inn á svið norrænna fræða, haldið fyrirlestra á virtum ráðstefnum og gefið út greinar um norræna goðafræði, sem og bókina I begyndelsen var skriget: vikingetidens myter om skabelsen (2010). EFNIVIÐURINN Bókaflokkurinn er rammaður inn af sögu mannabarnanna Þjálfa og Röskvu og dvöl þeirra í Ásgarði. Fyrsta bókin hefst á því að þau komast í þjónustu Þórs og er þar byggt á sögu úr Snorra-Eddu. Þór og Loki koma að bæ einum í Miðgarði og beiðast gistingar. Þór slátrar öðrum geithafri sínum þeim til matar, en varar fólk við að brjóta beinin, því hann hyggst safna þeim saman að áti loknu og lífga geithafurinn við daginn eftir. Þjálfi stenst ekki freistinguna og brýtur lærlegg til að ná í merginn, sem verður til þess að hafurinn verður haltur. Í sárabætur fær Þór þau systkin sem þjónustufólk. Síðasta bókin, sem fjallar um ragnarök, endar á því að Þjálfi og Röskva komast aftur heim til foreldra sinna í Miðgarði. Lesendur kynnast Ásgarði og guðunum þar í gegnum systkinin og þau eru áberandi í mörgum bókanna. Þau eru ekki alltaf í aðalhlutverki en gegna oftast mikilvægu hlutverki fyrir gang sögunnar auk þess sem þau eru tengiliður lesenda við framvinduna og spurningar þeirra auðvelda oft höfundum að skýra atburðarásina og tengja atburði saman. Íbúar Ásgarðs eru breyskir og mannlegir og enginn helgiblær yfir þeim. Guðirnir leika misstór hlutverk í bókaflokknum. Loki, Þór og Óðinn eru í aðalhlutverkum og Freyja og Heimdallur eru áberandi aukapersónur en aðrir guðir fara með minni hlutverk. Persónusköpunin er einföld, hver og ein persóna er dregin upp með nokkrum heildardráttum, sumar eru litaðar af hlutverki sínu og eru mjög einhliða, líkt og Týr sem hefur bara áhuga á hernaði og að þjálfa einherjana, og Freyr sem er guð frjósemdar og landbúnaðar og heltekinn af svínum. Þjálfi og Röskva búa hjá Þór og Sif og börnum þeirra og heimili þeirra minnir um margt á „hefðbundin“ heimili. Sif er í bakgrunninum, móðurleg og sinnir barnauppeldi og heimilisstörfum. Þór er ekki frábrugðinn þeirri mynd sem dregin er upp af honum í heimildum okkar um goðafræði. Hann er skapstór og snöggur að grípa til ofbeldis, hvort sem er hnefanna eða hamarsins. Hann er ekki sá snjallasti, en óttast ekkert og tekur hlutverk sitt sem verndari guða og manna alvarlega. Loki er sjálfselskur og slóttugur en lendir auðveldlega í vandræðum og er oft á röngum stað á röngum tíma. Í því felst ákveðin túlkun á eðli hans í goðsögunum þar sem hann kemur ásum jafnan í vandræði og leysir úr þeim aftur. Hins vegar er ekki unnið með þá þróun sem verður á honum í goðsögum, þar sem hann fer frá því að vera talinn meðal ása yfir í að vera fjötraður af þeim og berjast loks gegn þeim í ragnarökum. Teiknimyndasögurnar þar sem hann kemur fyrir eru gamansamari en hinar og oft er gamanið á hans kostnað. Óðinn er oftast sýndur sem alvörugefinn alfaðir, fullur visku og konungur ása, sem situr iðulega og teflir við höfuð Mímis. Hann á sér líka aðrar hliðar, til dæmis ef fallegar konur verða á vegi hans. Hrafnarnir Huginn og Muninn eru tenglar hans við umheiminn, og eins konar fréttaveitur, en þeir fljúga um allan heim að leita frétta fyrir Óðin eða flytja skilaboð. Gyðjurnar eru í bókaflokknum, líkt og í goðsögunum sjálfum, vannýtt auðlind. Lítið sem ekkert er fjallað um þær og að Freyju og Skaða frátöldum fá þær lítið pláss og engin sérstök persónuauðkenni. Heimur bókanna snýst að mestu um karlguðina. Gyðjurnar eru í bókaflokknum, líkt og í goðsögunum sjálfum, vannýtt auðlind. Lítið sem ekkert er fjallað um þær og að Freyju og Skaða frátöldum fá þær lítið pláss og engin sérstök persónuauðkenni. Heimur bókanna snýst að mestu um karlguðina. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.