Spássían - 2013, Page 23

Spássían - 2013, Page 23
23 Jötnar eru aðalóvinir ásanna, en þeir eru of fávísir og/eða gráðugir til að af þeim stafi veruleg hætta þar til þeir safnast saman undir stjórn Surts í síðustu bókinni. Sá eini þeirra sem fær ákveðin persónueinkenni og verður eftirminnilegur er Útgarða-Loki, sem nýtur þess að hrekkja Þór í Hamarsheimt og Förinni til Útgarða-Loka. Tvískipting góðs og ills er ekki til staðar, guðirnir geta verið jafnillkvittnir og leiðinlegir og jötnarnir og meira að segja Fenrisúlfurinn ógurlegi getur orðið hræddur eða vill bara leika sér eins og hvolpur. Hin einfalda persónusköpun virkar vel í þessum bókaflokki og minnir á klassískar teiknimyndasögur á borð við bækurnar um Ástrík og Tinna. Ekki er farið út í djúpar sálarlífsathuganir, eins og persónurnar gætu boðið upp á ef annars konar teiknimyndasagnaform væri notað. Aðall bókaflokksins er hvernig höfundarnir nýta sér hinn norræna goðsagnaarf og leika sér með efnið. Ólíkar goðsögur eru stundum fléttaðar saman, sumar hverjar brotakenndar, til að búa til nýjar og heildstæðar sögur. Á meðal heimilda frá miðöldum sem notaðar eru má nefna Snorra-Eddu, eddukvæðin, fornaldarsögur og Danasögu Saxa málspaka (Saxo Grammaticus). Teknar eru fyrir flestar helstu goðsögur sem til eru og þeim gerð skil. Meðal þeirra eru dauði Baldurs, tilurð skáldamjaðarins, hamarsheimt Þórs, bardagar Þórs við Hrungni og Miðgarðsorm, för hans til Útgarða-Loka, ragnarök, rán Iðunnar og eplanna og koma Skaða til Ásgarðs. Tvær sögur vantar þó sem gaman hefði verið að sjá höfundana glíma við, annars vegar sköpun heimsins og hins vegar Lokasennu, þar sem Loki sennir við goðin og dregur upp miður fallegar myndir af þeim. Einungis tvær bókanna hafa söguþræði sem tengjast ekki varðveittum goðsögum. Annars vegar er um að ræða Veðmál Óðins (Odins væddemål) sem er samtíningur úr mörgum ólíkum sögum og ramminn, veðmál Óðins við valkyrjurnar, er tilbúningur höfunda. Hins vegar er það Sagan um Kark (Historien om Quark) sem lýsir árekstrum jötunstráksins Karks við íbúa Ásgarðs og verður þar ástæða farar Þórs til Útgarða-Loka. Karkur var skapaður sérstaklega fyrir teiknimyndina Valhalla og birtist bara þar og í bókunum sem gerðar voru eftir myndinni. Hann öðlaðist síðar framhaldslíf í teiknimyndum og myndasögum sem báru nafn hans. Aðrar persónur sem fyrir koma í sögunum eru ættaðar úr goðafræðinni. Bókaflokkurinn virðist vera ætlaður öllum aldurshópum og krefst þess ekki að lesendur þekki til goðafræðinnar áður en lestur hefst. Slík þekking skemmir þó alls ekki fyrir og dýpkar lesturinn, því þá sést mjög skýrt hvaða skáldaleyfi höfundarnir taka sér og hvernig þeir leika sér með efnið, spinna í eyður og blanda saman heimildum. Hér á eftir verða tekin dæmi um efnistök og hvernig leikið er með goðsögurnar í þremur bókanna. ÞRYMSKVIÐA Hamarsheimt (Thors brudefærd) kom út 1980 og er önnur bókin í röðinni. Í henni er byggt á efni eddukvæðisins Þrymskviðu þar sem jötunninn Þrymur stelur Mjölni, hamri Þórs, og krefst þess að fá Freyju sem lausnargjald. Freyja neitar að giftast Þrymi og því neyðist Þór til að dulbúa sig sem Freyju og fara til Jötunheima í fylgd Loka, sem er í gervi ambáttar. Í kvæðinu á Þór í mesta basli við að leyna því hver hann er og matarlyst hans og hvasst augnaráð eru á meðal þess sem koma næstum upp um hann, en snarræði Loka og lipur tunga hans bjarga málunum. Kvæðið er ekki langt og því þarf að skálda í eyðurnar til að fylla upp í heila bók. Samtöl eru lengd og atriðum bætt inn í, en einnig er lífinu á meðal jötnanna gerð góð skil. Þór tekur sig álíka vel út í brúðarkjól og við má búast, enda eru ekki margir sem láta blekkjast. Loki er líkt og í kvæðinu mun trúverðugri kona en Þór. Kvenréttindamál og ádeila á karllægt samfélag eru undirliggjandi þemu í bókinni. Þór og hinir guðirnir bera Bókaflokkurinn virðist vera ætlaður öllum aldurshópa og krefst þess ekki að lesendur þekki til goðafræðinnar áður en lestur hefst. Slík þekking skemmir þó alls ekki fyrir og dýpkar lesturinn, því þá sést mjög skýrt hvaða skáldaleyfi höfundarnir taka sér og hvernig þeir leika sér með efnið, spinna í eyður og blanda saman heimildum. „

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.