Spássían - 2013, Page 31
31
Þegar maður á fjögur börn þá væri t.d.
stundum gott að geta lokað þau inni í
kassa og geymt þau yfir eina helgi.“
Í LÖGREGLUFYLGD Í LEIKHÚSIÐ
Fyrst samfélagsmálin eru komin til tals
liggur beint við að nefna neikvæðni í
garð lista og menningar undanfarið.
Andri Snær segir ástandið dálítið
skrítið. „Þetta er sett upp eins og
menningin sé stóri bagginn á okkur.
Auðvitað er ekki forsvaranlegt viðhorf
að ástunda ekki menningu og listir
fyrr en við erum orðin 100% örugg og
heilbrigð. Þá loksins getum við farið í
lögreglufylgd í nýopnað Þjóðleikhús
og horft á verk sem fjallar um tvo
menn sem hittast og ræða hvað þeir
eru ánægðir með að vera heilbrigðir og
öruggir:
„Jæja Magnús, hvernig hefurðu það?“
„Ég hef það mjög gott.“
„Og hvernig hefur konan þín það?“
„Hún hefur það mjög gott.“
„Og eru börnin þín örugg?“
„Já.“
„Eigum við þá ekki að syngja?“
„Jú, þá er nú ástæða til, fyrst við erum
búin að ná heilbrigði og öryggi.“
Spurningin er: Geturðu orðið
heilbrigður og öruggur ef það er engin
menning? Svo er það afætuviðhorfið
til menningar og lista sem Elliði
Vignisson í Vestmannaeyjum viðraði
um daginn. Ég þekki hann reyndar
ágætlega og þetta er vænn strákur. En
fólki í Vestmannaeyjum hefur varla
fjölgað í 20 ár. Vestmannaeyjar veiða
0,2% af öllum fiski sem mannkynið
veiðir, þeir ættu nú andskotinn hafi
það að hafa eina manneskju þarna
sem gerir ekkert annað en að spila
á fiðlu. Til hvers er mannkynið?
Finnst okkur í alvöru þegar við sjáum
hæfileikaríkan sellóleikara að hann ætti
að vinna erfiðisvinnu? Hvaðan kemur
þessi minnimáttarkennd? Eru svona
margir óánægðir með sitt hlutskipti
hér á landi? Eru menn ekki eitthvað
að misskilja af hverju við fundum upp
vélar? Var það ekki til að við gætum
gert eitthvað annað - spilað á fiðlu
til dæmis? Ef eyja sem veiðir 0,2%
af öllum fiski í heiminum getur ekki
haldið uppi einum atvinnufiðluleikara
þá er ekki hægt að spila á fiðlu á þessari
jörð. Ég held að Vestmannaeyinga
vanti tvo konseptlistamenn, helst
mjög skrítna, eina kammersveit sem
spilar bara framúrstefnulega tónlist
og svona fjóra rithöfunda. Þá held
ég að þeir gætu orðið sex þúsund
eftir fimmtán ár. Þrátt fyrir gnægð
auðlinda vantar grundvöllinn fyrir
allt hitt sem maðurinn vill gera. Fólk
límist við annað fólk, það límist við
hugmyndir og menningu. Og nýir
hlutir gerast þar sem einhver hefur
þanið út mörk leyfilegrar hugsunar.
Menn spyrja endalaust: Hvað er list,
hver getur dæmt hvað er list? En við
þurfum bara að horfa á verk Sigurðar
Guðmundssonar og allir sjá að þau eru
list, það er augljóst núna en var það
ekki fyrir 40 árum. Ég held að ef Ísland
í heild sinni hefði ávallt haldið í þessi
viðhorf um list sem byrði, ef við hefðum
alltaf spornað gegn atvinnumennsku
og aldrei gert okkar hæfileikafólki
kleift að ná árangri þá værum við ekki
nema um 200 þúsund talsins í dag.
Hæfileikafólkið okkar væri annars
staðar en við værum kannski eins
og Hawaii, sumardvalarstaður fyrir
Íslendinga erlendis, en listin fyrst og
fremst að skemmta ferðamönnum. Og
það gæti enn gerst vegna þess að fólk
sér eftir peningum í unga vísindamenn,
rithöfunda eða tónlistarfólk.“
Andri Snær er kominn á flug og
hugsi segist hann þurfa að skrifa
nokkrar greinar um þessi mál. Hann
getur þó ekki eytt of löngum tíma í
slík skrif, því þótt mikill léttir hafi
fylgt því að gefa loks út þessa bók sem
hefur beðið svo lengi er hann spenntur
að byrja á næstu verkefnum. „Þau eru
farin að banka fast á.“
Góði endirinn er ekki sá að
mannkynið hverfi og náttúran fái að
eiga sig. Ég vildi að einhverju leyti
hreinsa mig af þeim boðskap, þeirri
orðræðu.
„