Spássían - 2013, Qupperneq 34

Spássían - 2013, Qupperneq 34
34 Sögurnar hafa einnig verið gefnar út sem myndasögur því að drulla yfir alla í kringum sig. Það er hins vegar alltof mikil einföldun að halda því fram að hver persóna eigi að endurspegla ákveðna persónueiginleika eða staðalímynd, þetta eru ekki flatar og einhliða persónur heldur flóknar og marglaga stúlkur og saga hverrar og einnar er einstök og skiptir máli fyrir framvindu sögunnar. Þær eru ekki vinkonur í upphafi fyrstu bókarinnar, þekkjast í raun varla og sumar eru beinlínis óvinkonur eða hafa ákaflega lítið álit á hinum stúlkunum. Ein mesta áskorunin sem þær standa frammi fyrir reynist líka vera sú að vinna saman og láta sér lynda hver við aðra.  Fantasíuþríleikir eru ekki nýir af nálinni, né heldur unglingadrama - og það er heldur ekki svo nýstárlegt að blanda þessu tvennu saman. Hér er söguþráðurinn og fléttan engu að síður mjög góð en vönduð persónusköpunin og það hvernig persónurnar og þeirra sögur tengjast baráttunni við hin illu öfl gera það að verkum að lesandinn missir ansi mikinn svefn. Þá tekst höfundum einnig mjög vel upp við að flétta hin hversdagslegu og hefðbundnu unglingavandamál stúlknanna við vandræðin sem tengjast því að vera norn og bjarga heiminum - en það að tengja þetta tvennt getur skapað glæný vandamál. GALDRAR, HIÐ YFIRNÁTTÚRULEGA OG HÆTTULEGA Hver á fætur annarri gera stúlkurnar sér grein fyrir að þær búa yfir galdakröftum. Þessa krafta geta þær nýtt hvort sem er til góðs eða ills, til að bjarga heiminum eða sjálfum sér til framdráttar, en stór hluti fyrstu bókarinnar fjallar einmitt um baráttu þeirra við sjálfar sig. Þær komast einnig í kynni við húsvörðinn Nikulás og nýja skólastjórann Adriönu Lopez. Bæði segjast þau vera á þeirra bandi, auk þess sem Adriana starfar á vegum „ráðsins” svokallaða sem útdeilir lögum, refsingum og reglum varðandi galdra og meðferð þeirra. En heimurinn er hvorki svartur né hvítur og ekkert er svo einfalt að það sé annað hvort gott eða slæmt - þar á meðal galdraráðið - og stúlkurnar eiga erfitt með að átta sig á hverjum þær geta treyst.  Útsendari hins illa reynist nær þeim en þær gerðu ráð fyrir og fyrstu bókinni lýkur með miklu uppgjöri - og dauða. Eldur hefst svo næsta sumar þar sem stúlkurnar bíða eftir því hvað djöflarnir gera næst auk þess sem þær eiga við sína persónulegu djöfla að etja. En það er ljóst að eitthvað er á seyði. Hitinn er óbærilegur, trén í skóginum deyja og hið dularfulla galdraráð er allt annað en vinsamlegt. Fólkið sjálft virðist einkennilegt og undarlegur hópur sem er ofurjákvæður tröllríður öllu samfélaginu og nær ráðum alls staðar - hvort sem er í skólanum eða bæjarstjórninni. Hinar útvöldu gera sér grein fyrir að eitthvað er á seyði þótt þær geri sér ekki grein fyrir hvað það er. Allt er á suðupunkti í litla samfélaginu og það þarf ekki annað en örlítinn neista til að kveikja stórt bál. Uppgjörið í lokin á sér stað í íþróttasal menntaskólans og endar með sigri hinna útvöldu en það er líka ýmislegt sem þær þurfa að fórna og slíkt er aldrei sársaukalaust. LYKILLINN Síðasta bók þríleiksins, Nyckeln eða Lykillinn kom út í nóvember síðastliðnum og hefur skiljanlega ekki verið þýdd á íslensku. Bókin hefst rúmlega mánuði eftir harmleikinn í íþróttahúsinu og áður en stúlkurnar hafa náð að jafna sig og safna styrki er veröld þeirra snúið á haus á nýjan leik. Í Lyklinum er lesendum loks gert ljóst hvers vegna menntaskólinn í Englafossi er „illur” staður en það er ekki svo einfalt að allir hnútar séu hreinlega leystir í lokabókinni. Fjallað er um öflin sem raunverulega ríkja á milli stúlknanna, ráðsins, djöfla og demóna. Sambönd breytast, valdahlutföll breytast - í stuttu máli ríki kaos í Englafossi og af því sem ég hef náð að lesa af lokabókinni er þetta flóknasta bókin af þríleiknum þar sem fjallað er um vináttu, ást, sorg og gleði í bland við heimsendi, galdra, djöfla og nornir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.