Spássían - 2013, Page 37
37
þríleiknum, Þú afhjúpar mig (Bared
to you) og Þú speglar mig (Reflected in
you). Sögupersónurnar tvær, ljóshærða
fegurðardísin með stóra skapið, Eva
Trammell, og hinn tæplega þrítugi
auðkýfingur Gideon Cross dragast
strax hvort að öðru. Þeirra fyrstu
kynni einkennast, líkt og fyrsti fundur
Anastasíu og Christians, af því að
hann gnæfir yfir hana á meðan hún
kúldrast á gólfinu og mænir upp til
hans. Og önnur eins áhrif hefur ekki
nokkur maður nokkru sinni haft á
nokkra konu:
Hann settist á hækjur sér með
glæsilegri sveiflu, beint fyrir
framan mig. Þessi dýrlega
karlmennska skall á mér í
augnhæð […]
Þegar hann leit til baka urðu
umskipti … eins og loku hefði
verið skotið frá augum hans, og í
ljós kom brennheitur viljastyrkur
sem saug allt loftið úr lungum
mínum. Segulmagnaður
krafturinn sem streymdi frá
honum jókst og áhrifin af
látlausu en rafmögnuðu valdi
hans urðu næstum áþreifanleg
(Þú afhjúpar mig, 8–9)
Eva er gagntekin af þessum manni
með biksvart hár, himinblá augu,
hættulega fegurð og beinabyggingu
sem „fengi myndhöggvara til að fella
gleðitár“ (9). Hún ræður ekki við sig,
sogast að honum, og hugsar um „hrátt,
frumstætt kynlíf sem fær mann til að
klóra í lakið“ (10). Ekki líður á löngu
þar til draumurinn verður að veruleika
og Eva og Gideon eiga í eldheitu
ástarsambandi. Það gengur þó ekki
áfallalaust fyrir sig því bæði glíma
þau við drauga fortíðar; henni var
nauðgað árum saman af stjúpbróður
sínum en hann ólst upp án föður síns
auk annarra ára sem ásækja hann.
Þau spegla hvort annað - þrár, ótta
og sársauka - og í því liggur taugin
sem tengir þau saman. Þó verður að
viðurkennast að þótt þau segist vera
brotnar sálir og beyglaðar eru þau
furðu fljót að sökkva sér í ástar- og
kynlífssamband.
Bæði Eva og Anastasia vilja,
meðvitað og ómeðvitað, vera
undirlægjur og Christian og Gideon
vilja stjórna - þeir vilja halda um
svipurnar. Í tilviki Fimmtíu grárra
skugga ætlast hinn afskaplega
tilfinningalega flækti Christian
beinlínis til þess að Anastasía skrifi
undir samning um eðli sambands
þeirra. Eva og Gideon eru hins
vegar mun fljótari að þróa með sér
hefðbundnara ástarsamband, þótt
taka verði fram að Gideon virðist
halda að flestöll viðbrögð - og meira að
segja líkami Evu - sé bara fyrir hann,
en hann endurtekur í sífellu að hún sé
svo „þröng fyrir hann“ og „blaut fyrir
hann“.
Þó verður að viðurkennast að Eva
og Gídeon mætast sem mun meiri
jafningjar en Anastasía og Christian.
Bæði eru þau miklir skaphundar sem
njóta þess að stunda kynlíf og þau
urra, glefsa og bíta í hvort annað,
ráðast á líkama hvors annars og hafa
aldrei upplifað betra kynlíf. Þótt
sambandið sé gegnsósa af kynlífi
eiga þau það til að mætast í „hægum
yndislegum kossi“ og samkvæmt Evu
eru slíkir kossar „einföld staðfesting
á flóknu, dýrmætu, geðbiluðu,
nauðsynlegu tengingunni“ sem á milli
þeirra er (419).
ENGIR FORDÓMAR, TAKMÖRK
EÐA SKÖMM
L.E.Y.N.D. (S.E.C.R.E.T.) eftir hina
kanadísku L. Marie Adeline er ólík
þríleikjunum sem hér hafa verið
ræddir að því leyti að hún snýst
ekki um samband karls og konu
og valdabaráttu þeirra heldur er
aðalsöguhetjan ekkja sem í upphafi
bókar lifir afskaplega óspennandi og
kynlífssnauðu lífi og hefur gert síðustu
fimm árin. Líf Cassie Robichaud
tekur hins vegar stakkaskiptum dag
einn þegar viðskiptavinur gleymir
minnisbók sinni á veitingastaðnum
þar sem hún vinnur og í kjölfarið
kemst Cassie í kynni við leynisamtök
kvenna í New Orleans sem hjálpa
konum að „komast aftur í samband
við kynferðislegu hliðina á sér“ (43–
44), láta kynferðislegar fantasíur þeirra
verða að veruleika og veita konum
hina einu sönnu gjöf - „kynferðislega
frelsun“ (53). Cassie nóterar hjá sér
níu kynferðislegar fantasíur sem hún
vill að verði að veruleika og samtökin
lofa að uppfylla drauma hennar.
Fantasíurnar eru uppfylltar,
hver á fætur annarri. Allt í einu
stendur maður fyrir utan hjá Cassie
með unaðsolíu og nuddbekk,
jakkafataklætt glæsimenni blikkar
hana á tónleikum og fallegi bakarinn
leggur hana á bakið á eldhúsbekknum
á kaffihúsinu og sprautar yfir hana
þeyttum rjóma og súkkulaðisósu áður
en hann gæðir sér á henni. Cassie eflist
við hverja fullnægingu. Hún verður
ánægðari með sjálfa sig, ófeimnari,
óhræddari og á sífellt auðveldara með