Spássían - 2013, Qupperneq 40

Spássían - 2013, Qupperneq 40
40 Eftir Ólöfu Sæunni Valgarðsdóttur „Nýja“ gamla hljómsveitin hans Justins Verons (Bon Iver) gaf út aðra plötu sína á dögunum. Þetta er ágætis plata sem mig langaði svo mikið að segja að væri frábær. Hún er bara svo mistæk, sum lögin eru sterk og áhugaverð og önnur eru bara fín. Þetta er úthugsuð plata, mikið lagt í allar laglínur og alla texta. Lögin sjálf eru lagskipt, einkennast oft af nýjungagirni og eru stundum fersk en það er greinilega borin virðing fyrir þeirri tónlist sem kemur á undan. Textarnir eru ljóðrænir með vísun í bókmenntir, tilfinningar og persónlegt líf Justins, en með slatta af samfélagslegri gagnrýni. Og bónusstig fá þeir fyrir að nota upplestur Charles Bukowski í „Alaskan“ en það er eitt besta lagið ásamt „Byegone“. Ef þér líkar þetta prófaðu þá Bon Iver, The Head and the Heart og Beach House Ég elska Spotify, nei þú skilur ekki, ég ELSKA Spotify. Ein af ástæðunum er sú að þá fær skandinavíski tónlistarperrinn í mér útrás. Marie Key er gott dæmi um tónlist sem ég hef fundið með hjálp forritsins. Marie Key er ein af vonarstjörnum Dana, hún hefur fengið góða gagnrýni, unnið verðlaun og lögin hennar hafa náð vinsældum. Tónlistin er ágætis popp með nokkuð sterkum tölvutón. Sérstök rödd Marie heldur svo öllu saman á flottan hátt. Textarnir eru á dönsku og hljóma tilfinningaþrungnir– hvað þeir þýða, ja, ég sagði að þeir væru á dönsku er það ekki? Bestu lögin eru „Uden forsvar“ og „Uopnåelig“. Ef þér líkar þetta prófaðu þá Anna von Hausswolf, Jessie Ware og Chvrches Marie Key De her dage í spilun Volcano Choir Repave Sú plata sem ég hef hlustað mest á í ár er Trouble will find me, sjötta plata bandarísku hljómsveitarinnar The National. Hún býr til fallegt gáfumannapopp, einhver gagnrýnandinn kallaði hana kurteisa og það lýsir henni ágætlega. The National eru ekki að breyta mikið út frá því sem þeir gera vel: Laglínur með uppbyggingu og frábærum textum, svalur flutningur og töfrandi nærvera söngvarans Matt Berninger. Að mínu mati er þetta er ein af bestu plötum ársins. Þeir National menn koma ekki með miklar nýjungar, en það er þróun í gangi og sú þróun er í svo rökréttu framhaldi af fyrri verkum að besta lýsingin er „þroski“. Ég er ekki viss um að þetta sé plata sem sópar inn nýjum aðdáendum (það er frekar The Boxer) en þetta er góður heildstæður gripur. Bestu lögin eru „Don´t swallow the cap“ og „Graceless“. Ef þér líkar þetta prófaðu þá hinar plöturnar með The National, The Local Natives, The Editors og Daughter The National Trouble will find me
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.