Spássían - 2013, Page 44

Spássían - 2013, Page 44
44 grynni matreiðslubóka, íslenskra sem erlendra, koma út fyrir þessi jól og það er mjög við hæfi að allt úi og grúi af bókum um góðan mat á þeim árstíma þegar fólk gerir einmitt hvað best við sig í mat og drykk. Í bókatíðindum ársins 2013 er að finna nýjan flokk bóka, Matur og drykkur, og inniheldur hann hvorki meira né minna en 26 bækur! Þar af eru heilar þrjár bækur sem fjalla um lágkolvetnafæði (LKL) og nokkuð ber á ráðleggingum um hvað skal borða - eða ekki borða - til að missa svo og svo mörg kíló. Heilsudrykkir fá líka sitt rými sem og bækur um matreiðslu án eggja, mjólkurvara, glútens, hneta, hveitis o.s.frv. Matreiðslubækurnar þetta árið eru eins ólíkar og þær eru margar en hér er fjallað um þrjár, eina um kjúklingarétti, aðra um fisk og þá þriðju sem er á ítölskum nótum. Allar eiga þær sameiginlegt að fjalla um að eta og njóta, ekki sleppa og missa. Einkum er hugað að notagildi bókanna og hversu líklegt það er að Jón og Gunna geti apað eftir kokkunum á venjulegu þriðjudagskvöldi. BRESK GOURMET-GYÐJA Í ELDHÚSINU Breska gourmet-gyðjan og nautna- seggurinn Nigella Lawson (mjórri en nokkru sinni) stendur brosandi með blásið hár framan á bókinni Nigella á ítölskum nótum og heldur á skál fullri af girnilegu pasta. Þetta er ansi vegleg bók í nokkuð stóru broti, með þykkri kápu og gerðarlegum síðum sem eflaust má klína duglega út án þess að þær rifni. Kápumyndin er þó nokkur vonbrigði; hún er svo sótthreinsuð og hrein. Burt er flogin hin bústna Nigella fyrri bóka, diskurinn er furðulega hreinn og hún virðist standa upp við ískaldan og álklæddan amerískan ísskáp. Hefði ekki verið hægt að finna huggulegri bakgrunn? Kornóttar svart/hvítar myndir á fyrstu og síðustu opnu sýna svo Nigellu í sama eldhúsi: Nigella hellir ólífuolíu, felur sig á bak við spagettí, stendur við ávaxtaskál og brosir með eitthvað sem virðist vera næpa í hönd. Bókin sjálf skiptist í fjóra kafla, að inngangi, athugasemdum, atriðisorðaskrá, uppskriftalista og þökkum undanskildum. Í ansi löngum inngangi, þar sem Nigella rekur rómantískar rætur bókarinnar til þess tíma er hún var 17 ára bláfátæk herbergisþerna á Ítalíu, segir hún uppskriftirnar í bókinni bæði vera ítalskar og ekki: Ég ætla því alls ekki að halda því fram að þessar uppskriftir séu ekta ítalskar en samt eru þær ekta. Matur, eins og tungumál, á sér lifandi tilvist: Það breytist með tímanum hvernig við tölum og hvað við eldum, bæði í sögulegum skilningi og hjá einstaklingum (VIII). Hvernig svo sem við skiljum þetta gerir Nigella nokkru síðar grein fyrir kaflaskiptingu bókarinnar, þ.e. „Pasta“, „Kjöt“, „Fiskur og fuglar“, „Grænmeti og meðlæti“ og loks „Sætir réttir“: Á heildina litið hef ég reynt að raða uppskriftunum upp þannig að þær gefi sem gleggsta mynd af því hvernig ég matreiði og borða réttina heima hjá mér. Þetta er mín leið til að útskýra hvers vegna allt pasta og pastatengdar uppskriftir eru ekki í pastakaflanum og finna megi upptalningu á öðrum pastauppskriftum eða tillögum um pastarétti á bls. 48 í lok pastakaflans (XI–XII). Styrkur Nigellu liggur ekki í því að vera skýr og skorinorð. Þetta sést einnig í sjálfum uppskriftunum. Heil opna er lögð undir hverja uppskrift, alla jafna er uppskriftin á vinstri síðu og litmynd af réttinum á hægri síðu. Á efri helmingi uppskriftarsíðunnar er svo skemmtisaga, matarminning eða almennar ráðleggingar eldhús-gyðjunnar varðandi matreiðslu réttarins. Taka má uppskrift að grænu pasta með gráðosti sem dæmi en Nigella byrjar útleggingu sína á því að segjast vel vita að „þessi uppskrift [minni] á köttinn með höttinn (nema rímið er ekki eins liðugt) …“ (10). Ég hugsa að þessi smellna athugasemd missi marks hjá mörgum íslenskum lesendum en hún snýr sér þó fljótt að því sem máli skiptir, matnum og hráefninu, og huggar lesendur sem ekki finna nákvæmlega það pasta sem gefið er upp í hráefnalistanum: En örvæntið ekki þótt þið finnið ekki trottole eða þá radiatore sem hefur svipaða bárulögun. Mér finnst skemmtilegt hvernig lítil en bragðsterk sósan leggst ójafnt yfir pastað eftir lögun þess. Svoleiðis áhrif fær maður líka af hrokknu fussilli (10). Texti bókarinnar virðist eiga að vera persónulegur, tengja lesandann við höfundinn eins og þeir séu vinir auk þess sem ást og matarnautn Nigellu á að skína í gegn. Þetta mistekst því miður hrapallega og ekki bætir úr skák sterílt útlit bókarinnar sem skapar ekki þá „kósý“ stemningu sem mig grunar að markmiðið sé að ná. draumur um mat Eftir Helgu Birgisdóttur yfirlesið Ó Eg g Mj ólk Gl út enHneta Hv eit i Matur Kjúklingur Fiskur Kolvetni ÓlífuolíaSp ag et tí Ávextir Pasta Gráðostur Uppskrift Eld hú s Ofn Sósa Lax Kóríander Rasp Veisla

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.