Spássían - 2013, Side 54
54
g álpaðist inn á listasafn
í sumar og umbreyttist,
tímabundið, í hund.
Kaflaskipti, sýning Andreu
Maack og Hugins Þórs Arasonar
í Listasafni Reykjavíkur, undir
stjórn Shaunu Laurel Jones, er
hugleiðing um fjarlægt listasafn
framtíðar og tilraun til að sýna
ilm í þrívíðu, byggingarlistarlegu
og sveigjanlegu formi. Eftir
umræður um framtíð listasafna
settu sýningarstjóri og listamenn
saman orðalista sem var því næst
sendur til ilmvatnsframleiðanda
í Frakklandi. Lykilorðin voru
þannig túlkuð í gegnum ilm
og stillt upp til sýnis sem
lyktarupplifun í sýningarrýminu,
til að vekja upp vangaveltur um
eðli innsetningarinnar. Svo segir í
sýningarskrá. En ég las skrána ekki
fyrr en eftir á og vissi því ekkert
af þessu þegar ég steig fyrst inn
í salinn. Þá sá ég bara raðir af
marglitum pappírspokum, ólíkt
merkta með alls kyns orðum,
hvern og einn með sérstakan ilm
innanborðs. Ég beygði mig niður,
gekk meðfram röðinni og reyndi
að bera kennsl á lyktina, kveikja á
hugrenningatengslum eða upplifa
eitthvað nýtt og öðruvísi í gegnum
nefið. Nærri umsvifalaust hliðraðist
hefðbundin skynjun frá miðlægu
sjónsviði yfir í miðlægt lyktarskyn.
Augun færðust aftur, á meðan
nefið stækkaði, og þess vegna
breyttist ég stundarkorn í hund,
eða öllu heldur kallaði fram þrjá
hunda í huganum sem röltu um
rýmið með mér.
Sá fyrsti hét Herra Beini, eða Mr
Bones, og kom úr skáldsögu Paul
Austers, Timbuktu. Beini er hundur
sem býr með útigangsmanni
og sagan er dýrasaga, skrifuð
út frá sjónarhorni hundsins.
Þannig sver Auster sig í ætt við
aðra, eldri dýrasagnahöfunda
sem gerðu róttækar tilraunir
með sagnaformið undir sterkum
áhrifum frá kenningum Darwins
um vensl tegundanna undir lok
nítjándu aldar. Höfundar á borð við
Ernest Thompson Seton, Charles
G.D. Roberts og James Oliver
Curwood skrifuðu sögur þar sem
beitt var hófsamri manngervingu;
þeir upphófu innra
sálarlíf annarra
dýra sem meira en
einfalda eðlisávísun
og sköpuðu
aðalpersónur
sem mynduðu
dularfulla
brú á milli
lesandans og
dýrsins. Þessir
höfundar
nutu mikilla
vinsælda
vestanhafs
og víðar á sínum tíma, en féllu
nærri allir í gleymskunnar dá þegar
fram leið á tuttugustu öldina.
Auster endurvakti hefðina að
vissu leyti með eftirminnilegum
söguhundi og þurfti því að glíma
við sömu flækjur og forverar hans
við skriftir: Hvernig er hægt að
túlka skynveröld og reynsluheim
annarrar tegunda í gegnum texta
og tungumál sem er sérsniðið að
og af mannfólki?
Augljósasta svarið í hundasögu er
líklega að leggja áherslu á skilning
og upplifun í gegnum lyktarskynið
og í Timbuktu skrifar Auster
lyktarkafla sem rifjaðist upp fyrir
mér á göngunni um sal listasafnsins
í sumar. Umrenningurinn Willy,
félagi hundsins Beina, vill gera
eitthvað skemmtilegt fyrir vin sinn
og dettur í hug að setja saman
„ilmsinfóníu“ í myrku herbergi.
Hann leggur mikla vinnu í að
safna saman alls
kyns hlutum
sem búa yfir
sérstakri lykt
og raðar þeim
upp til að mynda
lyktarferðalag
um rýmið. Þannig
gengst Willy inn á
forsendur skynjunar
hjá hundinum Beina
og gerir einlæga
tilraun til að mæta
þrír
hundar
ganga
inn á
safn
Eftir Gunnar Theodór
Eggertsson
É