Spássían - 2013, Side 59
59
rið 2008 hóf ég
grunnnám í Almennri
bókmenntafræði við
Háskóla Íslands, spennt yfir því að
hefja nám við eitthvað sem ég hafði
brennandi áhuga á. Gleðin dvínaði
örlítið þegar námsáætlanirnar
fóru að tínast inn vegna þess hve
fáar konur áttu sæti á leslistanum.
Sérstaklega rak ég augun í það að
meðal öndvegisritanna sem voru
kynnt fyrir okkur í bókinni Sýnisbók
heimsbókmenntanna var hlutfall
kvenna á móti karlmönnum ansi
dapurlegt. Sérstaklega saknaði ég
súmersku hofgyðjunnar Enheduönnu,
en hún er talin fyrsti nafngreindi
rithöfundur mannkynssögunnar.
Nú, einni BA-ritgerð (um súmersku
vinkonu mína) og fimm árum seinna,
hef ég komist í kynni við ansi margar
hæfileikaríkar konur sem hafa skrifað í
gegnum árþúsundin, en fáar fengið þá
athygli sem skyldi. Vegna áhuga míns á
fornum bókmenntum hef ég lesið verk
eftir Helóísu, Maríu frá Frakklandi,
Saffó, Hrothsvitu frá Gandersheimi,
ásamt því að lesa verk Enheduönnu
mjög skilmerkilega.
Það sem vakti athygli mína var að
í hverju námskeiði var aðeins einn
kvenkyns höfundur kynntur til leiks
á móti karlskáldunum, þrátt fyrir að
við læsum stundum eitt verk á viku.
Eftir því sem ég sat fleiri kúrsa um
fornbókmenntir tók ég betur eftir
þessu og áttaði mig á því hvað þessi
nálgun minnti mig á. Strumpana.
Eða réttara sagt hana Strympu greyið.
Persónu sem var kynnt til leiks í
Strumpalandi bara til þess að þar
væri kvenvera. Ein strympa á móti
öllum strumpunum. Þannig litu þessir
kúrsar út í mínum augum, eins og
aðeins ein kona hefði dregið til stafs á
hverju tímabili. Í kvikmyndafræðum
er til nokkuð sem kallast Strympu-
heilkennið og lýsir því þegar aðeins
er ein kona í hópi af karlmönnum,
og hún er þarna til þess að vera kona,
ekki persóna (dæmi eru Avengers,
Inception, Ocean’s Eleven, flestar
myndir með Michelle Rodriguez).
Mér fannst einnig að þessar konur
úr bókmenntasögunni væru dregnar
fram sem fulltrúar kyns síns en ekki
verka sinna. Ég ætla samt engum af
mínum frábæru kennurum að setja
verkin viljandi fram á þann hátt.
Þvert á móti hafa þeir komið þessum
konum að þrátt fyrir að ekki liggi fyrir
íslenskar þýðingar og fáar fræðilegar
greinar um þær. Það er nefnilega erfitt
að kenna verk sem engar fræðilegar
rannsóknir eru til um. Þetta er því
ekki einstökum prófessorum að kenna,
heldur fræðasamfélaginu í heild sinni.
Á meðan við samþykkjum að frægustu
skáldkonurnar séu einhvers konar
undantekning frá reglunni, og að þeim
sé otað fram bara til að sýna fram á
að til séu einstaka konur sem hafa
afrekað eitthvað ótrúlegt, eitthvað
svo merkilegt að það er ekki hægt að
hunsa það, þá munum við halda áfram
að fara á mis við mörg verk. Þess vegna
finnst mér mikilvægt að draga fram og
dusta rykið af verkum þessara kvenna
RYKIÐ
DUSTAÐ AF
SKÁLDKONUM
TIL FORNA
Eftir Kolbrúnu Lilju
Kolbeinsdóttur
Á
yfirlesið