Spássían - 2013, Blaðsíða 63

Spássían - 2013, Blaðsíða 63
63 Skírlífi virðist samt sem áður vera eingöngu kvenleg dyggð þrátt fyrir að verkin fjalli mikið um hættur þess að gefa sig lostanum á vald og reika þar með af leið hinna réttlátu.7 Dæmi um þetta má finna í tveimur af mínum uppáhaldsverkum, annað er leikritið Dulcitius og hitt, einnig leikrit, nefnist Abraham. Dulcitius fjallar um þrjár hreinar meyjar sem landstjórinn Dulcitius hefur ásett sér að afmeyja. Guðleg forsjón sér hins vegar fyrir því að hann gengur af göflunum og telur potta og pönnur í eldhúsinu vera stúlkurnar og elskast með þeim. Hann gengur síðan út úr húsinu sótsvartur og telja allir að þar sé djöfullinn sjálfur mættur. Leikritið endar með píslarvætti stúlknanna þar sem þær kjósa hvorki að afneita Kristi né gefa frá sér meydóminn. Hinum lostafulla landstjóra er því refsað með því að afhjúpa hans innra djöfullega innræti og gera hann að athlægi en stúlkunum er bjargað frá ofsóknum í gegnum dauða. Abraham fjallar um hina hreinu meyju Maríu, sem er lokuð inni í klaustri af frænda sínum Abraham. Þar kynnist hún munki sem „rænir“ hana meydóminum og í kjölfarið flýr hún og sest að í hóruhúsi. Abraham leitar hennar og finnur að lokum og hún fær aflausn synda sinna í gegnum föstu, bænir og vöku. Þetta leikrit kemur nútímalesanda einkennilega fyrir sjónir, þar sem Abraham er kynntur sem mjög siðvandur maður og tákngervingur kristilegra gilda en lokar samt þessa ungu stúlku inni í herbergi þar sem hann les fyrir hana Biblíuna í gegnum glugga. Þetta var hins vegar algengt á tíma Hróðsvítu, þar sem fyrir kom að munkar og nunnur helguðu sig fullkomlega guði sínum og afneituðu öllum veraldlegum gæðum. Það er því ekki grimmd heldur kærleiki sem knýr þennan sérkennilega verknað Abrahams. Áherslan er öll á syndafall Maríu og aflausn hennar í kjölfarið, þar sem Hróðsvíta sýnir fram á eilífa kristilega þolinmæði og leitina að týnda sauðnum, allt í gervi Abrahams. Þegar Abraham finnur loks Maríu í hóruhúsinu dulbýr hann sig sem viðskiptavin til þess að ná tali af henni í einrúmi. Senan þar sem María ber kennsl á frænda sinn er ein af þeim best skrifuðu í leikritum Hróðsvítu og er prýðisgott dæmi um hæfileika hennar: Abraham: Hvað kom fyrir þig, María dóttir mín? María: Ógurleg eymd. Abraham: Hver blekkti þig? Hver táldró þig? María: Sá sami og steypti okkar fyrstu foreldrum í glötun. Abraham: Hvar er lífið sem þú lifðir, engli líkast? María: Brotið niður, þá flúði það. Abraham: Hvar er lítillæti hreinleika þíns? Hvar er þitt aðdáunarverða yfirbragð? María: Tapað og horfið héðan.8 María fær fyrirgefningu frænda síns og fylgir honum heim á ný. Hún fær að tjá sig umtalsvert um syndafall sitt og biðjast fyrirgefningar. Hún er jafn mikilvæg persóna og Abraham en ekki óvirk kvenpersóna, eins og svo mörg dæmi eru um í bókmenntasögunni. Það er hægt að skrifa endalaust um Hróðsvítu; um það hvernig hún var meistari hinnar mikilvægu tæknilegu hliðar latneskra skáldverka, þar sem hún „telur að hinn skáldlegi verknaður felist í því að koma reglu á hlutina, raða efninu upp í fullkomið samræmi og sýna þar með fram á hliðstæðu við sköpun Guðs“9 og hvernig hún nýtti hið vinsæla form leikritsins til þess að fjalla um kristilegar sögur og víkkaði þannig áheyrnarhóp sinn og hins kirkjulega efnis. Sú ákvörðun hennar að semja leikrit er merkileg í ljósi þess að litið var niður á leikritsformið af kirkjunnar mönnum. En það gaf henni jafnframt ákveðið frelsi, þar sem hún gat sett sínar eigin reglur og m.a. sett konur í aðalhlutverk, því hún var að vinna með sköpunarform sem var á jaðri þess sem var samþykkt innan hennar kristilega samfélags. MARÍA AF FRAKKLANDI María af Frakklandi var uppi á seinni hluta tólftu aldar. Enginn veit hver María var og öll skrif um það eru eingöngu getgátur og vangaveltur. Burgess og Busby nefna í inngangi bókar sinnar um Maríu að ekki sé hægt að halda neinu fram um hana með neinni fullvissu og að hún hafi líklega ekki einu sinni verið kölluð María af Frakklandi í samtíð sinni.10 Þó er vitað að hún var til því hún er nefnd í skrá frá tólftu öld sem telur upp rithöfunda þess tíma. Að öðru leyti þarf að rannsaka textana sem hún skrifaði til þess að komast að einhverju um þessa konu sem varði verk sín af miklum móð. Formálinn að ljóðsögum Maríu hefst á eins konar útskýringu verksins, þar sem María reifar ástæðu þess að hún samdi verkið: „Hverjum þeim MARÍA FRÁ FRAKKLANDI Skapaði nýja bókmenntagrein og endurhannaði þekktan frásagnarmáta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.