Spássían - 2013, Blaðsíða 69

Spássían - 2013, Blaðsíða 69
69 tengslum við málþing um Jakobínu Sigurðardóttur og verk hennar, sem haldið var í Mývatnssveit 5. október síðastliðinn, hittist leshringur einu sinni í viku í september og ræddi verk skáldkonunnar. Alls tóku sextán manns þátt, konur og karlar á öllum aldri sem sum voru kunnug verkum skáldkonunnar en önnur að lesa þau í fyrsta skipti. Almennt ríkti mikil ánægja innan hópsins með fundina og samræðurnar sem þar fóru fram og óhætt er að segja að verk Jakobínu hafi verið krufin til mergjar. Yngsti þátttakandinn, hin tvítuga Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, segist hafa ákveðið að taka þátt í leshringnum vegna þess að hún hafi mjög gaman af lestri og ekki síður að ræða við aðra um bækur. Auk þess hafi hún lengi vitað af bókum Jakobínu en aldrei kynnt sér þær nógu vel. „Eftir umræður og dálítinn lestur kom það mér helst á óvart hvað Jakobína virðist hafa haft vald á ótrúlega mörgum stílbrögðum og hve ólík viðfangsefni voru henni hugleikin. Sérstaklega kom mjúka hliðin í verkum hennar mér á óvart – þegar hún fjallar um til dæmis móðurást og aðrar tilfinningar. Ég hafði alltaf talið hana rammpólitíska og áleit þess vegna að ég myndi hafa lítið gaman af bókum hennar. Þegar ég las Í sama klefa og Í barndómi hreifst ég aftur á móti af næmni hennar á mannlegt eðli.“ Ólafur Þröstur Stefánsson tekur í sama streng og nefnir hve vel Jakobínu takist að tjá tilfinningar sögupersóna sinna. Þó að honum hafi þótt sumar sögurnar erfiðar í lestri voru aðrar sem hrifu hann, sér í lagi þær sem lýsa basli og örlögum lítilmagnans frammi fyrir pólitísku peningavaldi. „Verk Jakobínu geta ekki annað en haft áhrif á mann. Ég get kannski lýst því best með því að segja að það er ekki auðvelt að lesa verk hennar. Það er að segja, hún er að stinga á kýlum og kreista þau og ég skil hana svo vel. Ég ber mikla virðingu fyrir Jakobínu og er þakklátur fyrir að hún skrifaði frá hjarta sínu og gat ekki þagað.“ LESHÓPUR í Mývatnssveit Í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.