Spássían - 2013, Qupperneq 75

Spássían - 2013, Qupperneq 75
75 hennar að gjöf, um 500 verk. Fyrsta einkasýning Elínar var svo sett upp í safninu eftir hennar dag, árið 2011. Kristín G. Guðnadóttir safnstjóri stóð að uppsetningu sýningarinnar ásamt erfingjum Elínar.4 Í sýningarskránni koma fram ýmsar upplýsingar um feril hennar og einkenni. Elín lærði í Listaháskóla Kaupmannahafnar, m.a. hjá Lundstrom (1893-1950) sem var einn helsti fulltrúi kúbisma í danskri myndlist. Þökk sé fjárhagsaðstoð frá ættmennum gat hún unnið að listinni. Hún seldi hvorki verk né setti upp einkasýningu en tók þó þátt í samsýningum í Danmörku og einni samsýningu á Íslandi (1968). Um þá samsýningu skrifar Bragi Ásgeirsson: Listræn útfærsla verka Elínar ber svip af langri dvöl listakonunnar í borginni við sundið — það er mildur blær yfir þessum verkum Elínar. Einna helst vöktu athygli mína myndir eins og „Kranium“ (2), „Sitjandi módel“ (9) og „Portræt“ (12). Ég þykist vita að veigameiri verk liggi eftir þessa listakonu og undrast að hún skuli ekki frekar velja þau til sýningar hér, en kannski eigum við eftir að sjá þau áður en langt um líður.5 Því miður urðu sýningar Elínar ekki fleiri á Íslandi meðan hún var á lífi. Vegna takmarkaðs sýningarhalds var Elín ekki eins þekkt og annars hefði verið. Hún ferðaðist víða um Evrópu og var búsett í Kaupmannahöfn til dauðadags. Síðustu árin ferðaðist hún til Marokkó þar sem list hennar fjarlægðist hlutbundna nálgun og nálgaðist þess í stað óhlutbundnar litasamsetningar eins og ferninga á lituðum fleti. Stundum bætti hún við hring og krossformi.6 Það má því segja að Elín hafi nálgast list Eyborgar á síðustu árum sínum.  Þótt verk þessara kvenna séu mjög ólík eiga þau þó sameiginlegt að litir eru eitt af lykilatriðum í þeim. Tjáningu og tilfinningar má sjá í verkum Elínar bæði hvað varðar liti og form. Elín málaði m.a. dramatískar og litríkar andlitsmyndir sem minna á grímur. Einnig notaði hún sterka liti í verkum sínum og gjarnan kontrast. Á einkasýningu Elínar (2011) voru andlitsmyndirnar settar upp í myrkvuðu rými Gryfjunnar í Listasafni ASÍ7. Það var sterk og áhrifarík upplifun að standa frammi fyrir andlitsmyndum hennar í slíkri umgjörð sem gaf þeim einkar leikrænan blæ. Elín notaði mikið fjólubláan og bláan í dimmu litunum en var spör á svarta litinn. Gjarnan Verk eftir Eyborgu Guðmundsdóttur Eyborg var meðlimur í áhrifamiklum hópi þrjátíu abstraktlistamanna sem stofnaður var af Folmer árið 1960 og kallaði sig Groupe Mesure. Í hópnum voru listmálarar og myndhöggvarar sem unnu í anda geometrískrar abstraksjónar. Movement in Squares (1961) eftir Bridget Riley „
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.