Spássían - 2013, Síða 78

Spássían - 2013, Síða 78
78 annarrar stúlku fundist í útjaðri bæjarins, blátt og þrútið. Hún hafði verið kyrkt og hver einasta tönn rifin úr henni. Farðu heim, segir ritstjórinn, litastu um, rifjaðu upp gömul kynni og athugaðu hvort þú getir ekki grafist fyrir um málið og komist að einhverju spennandi - þetta er örugglega efni í góða frétt, kannski þetta sé raðmorðingi. Hittu vini þína, hittu fjölskylduna. Og Camille fer heim til bæjarins og fólksins sem hún rétt slapp undan á sínum tíma með ör á sál og líkama. Það tekur á að koma heim. Bæjarbúum, gömlum nágrönnum og vinum gremst að Camille skuli koma heim eftir margra ára þögn til þess eins að grafa upp gömul leyndarmál og plokka í sár sem aldrei hafa náð að gróa almennilega. Fjölskyldur stúlknanna sem hurfu fagna síst af öllu komu Camille og það væru miklar ýkjur að segja að fjölskylda Camille taki henni með opnum örmum og áköfum fagnaðarlátum. Fjölskylda hennar samanstendur af taugaveiklaðri og ímyndunarveikri móður sem plokkar af sér augnhárin og hefur aldrei leyft frumburðinum að gleyma að hún átti ekki að fæðast, afskiptalausum stjúpföður og þrettán ára undurfallegri hálfsystur. Og auðvitað systurinni sem dó. Það er erfitt að koma heim, svo ekki sé meira sagt, en á meðan Camille reynir að komast að sannleikanum um horfnu stúlkurnar fer hún sífellt að samsama sig með þeim. Allar vísbendingar gufa upp eða leiða til einskis og neyða Camille til að ráða fram úr harmsögu eigin bernsku til að ráða fram úr gátunni og hreinlega til að komast lífs af. Hvað kom fyrir stúlkurnar? Hvað gerðist þegar Camille var sjálf telpa, hvers vegna dó systir hennar og ætli líf hennar sjálfrar – og hálfsystur hennar – sé í hættu núna? SKUGGALEG FORTÍÐ Í Dark places heldur Gillian Flynn áfram að fjalla um ofbeldi innan fjölskyldunnar og brotnar fjölskyldur og beinir sjónum að þeim sem hafa lifað harmleikinn af og því sem gerðist í fortíðinni. Það er þó mun erfiðara að láta sér líka við aðalsöguhetju Dark places en Camille í Sharp objects, þótt hún sé langt í frá fullkomin. Það veit hún allra best sjálf: I have a meanness inside me, real as an organ. Slit me at my belly and it might slide out, meaty and dark, drop on the floor so you could stomp on it. It’s the Day blood. Something’s wrong with it. I was never a good little girl, and I got worse after the murders. Little Orphan Libby grew up sullen and boneless, shuffled around a group of lesser relatives — second cousins and great-aunts and friends of friends — stuck in a series of mobile homes or rotting ranch houses all across Kansas (5). Libby Day var aðeins sjö ára gömul þegar móðir hennar og tvær systur voru myrtar með hræðilegum hætti af djöfladýrkendum í Kansas á áttunda áratugnum. Þetta var í janúar og Libby hljóp út í snjóbyl og leitaði skjóls í lítilli hlöðu á meðan fjölskylda hennar var myrt. Hún missti nokkra fingur og nokkrar tær en lifði af. Hún var eina vitnið að morðunum, aðalvitni saksóknarans og það er henni og engum öðrum að þakka að Ben, fimmtán ára bróður hennar, vandræðaunglingi og djöfladýrkanda, var komið bak við lás og slá, og hann sakfelldur fyrir morðið á móður sinni og systrum. Þar dúsir hann enn í upphafi bókar. Libby hefur aldrei náð sér eftir morðin og er það sem kalla mætti atvinnufórnarlamb en hún hefur - í orðsins fyllstu merkingu - lifað á morðum móður sinnar og systra árum saman. Libby er einmana og vinalaus, sannfærð um að enginn geti elskað hana. Hún hefur treyst á velvilja og framlög annarra, einkum þeirra sem hafa áhuga á mannlegum harmleikjum og morðum, en nú eru sjóðirnir nær uppurnir og svo margt hefur gerst á 25 árum að fáir hafa áhuga á Libby Day og fjölskylduharmleik hennar - nema Morðklúbburinn svokallaði. Meðlimir hans eru sannfærðir um að Ben sé saklaus og vilja að Libby aðstoði við að sanna að svo sé. Í fyrstu neitar hún en fer svo að efast um það sem hún telur sig hafa séð í æsku og gegn greiðslu fer hún að grafast fyrir um atburði fortíðar - og færir meðlimum klúbbsins skýrslu um gang mála. Libby fer heim til smábæjarins sem hún ólst upp í og lesendur fræðast í gegnum frásögn hennar og stóra bróður um hvernig var að alast upp í hrörlegu húsi í útjaðri smábæjar í Kansas þar sem framtíðin virtist allt annað en björt. Smám saman rennur sannleikurinn upp fyrir Libby og hún er stödd á nákvæmlega sama stað og hún var fyrir 25 árum síðan: Á hlaupum undan morðingja. HÚN ER HORFIN - EN ER HÚN DÁIN? Í Beittum áhöldum og Dark places er hægt að efast um ýmislegt en það fer þó að minnsta kosti ekki á milli mála að fólk hefur látið lífið - og það alls ekki með eðlilegum eða friðsamlegum hætti. Hið sama er ekki hægt að segja um nýjustu skáldsögu Gillian Flynn, Hún er

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.