Spássían - 2013, Blaðsíða 79

Spássían - 2013, Blaðsíða 79
79 horfin. Sagan er alveg jafn flókin og fyrri bækur höfundar og það er jafnvel enn erfiðara en áður að láta sér líka við sögupersónur, enn erfiðara en áður að treysta þeim - sérstaklega þar sem lengi vel er alls ekki á hreinu hvort einhver hafi verið myrtur og þá mögulega af hverjum. Orð Jóns Hreggviðssonar koma upp í hugann: „Hef ég drepið mann eða hef ég ekki drepið mann? Hver hefur drepið mann og hver hefur ekki drepið mann? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Fari í helvíti sem ég drap mann. Og þó“ (Íslandsklukkan, 17. kafli). Fyrstu tvær bækur Flynn fjalla um einangraðar konur, brothættar og skemmdar, sem eiga fáa - ef einhverja - að og þurfa að grafast fyrir um hræðilega atburði sem gerðust í æsku þeirra. Í Hún er horfin er sjónum hins vegar beint að því sem gerist hér og nú og aðalsöguhetjurnar eru hjón, Amy og Nick, sem þekkja hvort annað svo óskaplega vel að þau eiga óhugnanlega auðvelt með að koma höggi hvort á annað. Lesandann grunar Nick fyrst um sinn - enda ekki svo óalgengt að eiginmaðurinn sé sá seki í hefðbundnum krimmum auk þess sem fyrsti kafli bókarinnar hefst á frekar óhugnanlegum hugrenningum Nicks um höfuðkúpu eiginkonu sinnar. Þennan dag eiga hjónin brúðkaupsafmæli en þegar Nick kemur heim til sín um kvöldið standa útidyrnar opnar, „grunsamlega-opnar-alveg-upp-á- gátt“ (40). Hann hrópar á konu sína, hleypur inn en nemur staðar þegar hann kemur að stofunni: Það glitraði á glerbrot í teppinu, sófaborðið var mölbrotið. Litlu borðin lágu á hliðinni, bækur um allt gólf, eins og hrunin spilaborg. Meira að segja níðþungur legubekkurinn var á hvolfi; stuttir fæturnir sköguðu út í loftið eins og lappirnar á dauðu kvikindi. Mitt í óreiðunni allri kom ég auga á stór, flugbeitt skæri (40) Þetta eru augljóslega ummerki eftir átök og Amy finnst hvergi. Lögreglan er kölluð til og strax er ljóst að Nick er ekki allur þar sem hann er séður - sérstaklega þar sem hann lýgur nokkrum sinnum að laganna vörðum og ákveðnar vísbendingar finnast í tölvu hans og farsíma. Það eina sem ekki finnst er Amy - hvorki lifandi né dáin. Sögumanninum Nick er ekki hægt að treysta - það er ljóst þegar Amy fær orðið en framan af er annar hver kafli eða svo tileinkaður dagbókarfærslum hennar allt frá því þau hittust í fyrsta sinn. Upplifanir þeirra virðast mjög ólíkar og satt að segja virðist framkoma Nick langt í frá til fyrirmyndar, samúðin er öll hjá Amy og það er auðvelt að afgreiða Nick sem drulluháleista - enda virðist hann beita konu sína ofríki og ofbeldi fyrir utan að halda framhjá henni. Um miðja bók er svo öllu snúið á haus og í ljós kemur að bæði hafa þau ýmislegt að fela, Amy er ekki jafn saklaus og haldið hefur verið fram og Nick ef til vill ekki svo slæmur eftir allt saman. Eða hvað? Án þess að gefa upp of mikið er óhætt að ljóstra því upp að eins og fyrstu tvær bækur Gillian Flynn fjallar Hún er horfin um afskaplega vonda konu og plottið er langt í frá svo einfalt að Amy hafi verið ógurlega ill og sviksöm og eiginmaðurinn í kjölfarið myrt hana. Þetta er saga um fólk sem þekkist ef til vill of vel, um gremju, hatur og illsku og hversu langt er hægt að ganga til að koma höggi á aðra manneskju. Um leið er þetta saga um ástarsamband, rómantískt samband þar sem báðir aðilar eiga sér drauma sem ekki rætast - og miðað við það sem gerist í Hún er horfin er ef til vill langbest (m.a. fyrir heilsuna) að bíða svolítið með að setja upp hringana - og ef maður gerir það ætti maður hafa varann á. Fyrir utan að einblína á vondar, misskildar, ófullkomnar og ansi hreint ólukkulegar og óútreiknanlegar konur eiga skáldsögur Gillian Flynn það sameiginlegt að vera afskaplega spennandi og erfitt getur reynst að ráða fram úr plottinu þannig að sögurnar koma sífellt á óvart. Þær eiga það líka sameiginlegt að sögumennirnir eru óáreiðanlegir. Þeir eru eiginhagsmunaseggir, geðveikir eða siðblindir – eða jafnvel allt þetta – en þótt lesandinn eigi erfitt með að „halda með þeim“ eða óska þeim alls hins besta getur hann ekki annað en fengið áhuga á þeim og langað til að vita hver drap hvern og hvers vegna. Jafnvel þótt það útheimti lestur upp á meira en 500 blaðsíður og eina eða tvær andvökunætur. Fyrir utan að einblína á vondar, misskildar, ófullkomnar og ansi hreint ólukkulegar og óútreiknanlegar konur eiga skáldsögur Gillian Flynn það sameiginlegt að vera afskaplega spennandi „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.