Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2020, Qupperneq 26
Ótrúleg breyting á 39 dögum Ellen Bára Valgerðardóttir og eiginmaður hennar, Ragnar Sigurbjörnsson, fjárfestu í litlum bústað sumarið 2018. Þau tóku hann í gegn og stækkuðu örlítið, settu í hann sturtu og keyptu ný rúm, svo fátt eitt sé nefnt. Yfirhalningin tók í heildina 39 daga án að- stoðar frá öðrum. „Vinnukostnaður var enginn þar sem við unnum þetta allt sjálf, en við fjárfestum í málningarsprautu sem sparaði okkur alveg gríðarlegan tíma og mikla vinnu,“ segir Ellen Bára. „Það þarf að grunna svona panil að minnsta kosti tvær til þrjár umferðir og svo að mála yfir með málningu tvær umferðir. Við hefðum sparað okkur enn meiri tíma ef bú- staðurinn hefði verið tómur, það er að segja engin húsgögn, því þá hefðum við sparað okkur það að forfæra hlutina og vinna bara í einum hluta í einu. Hefði viljað geta plastað gólf og glugga og svo bara sprautað allt á einu bretti.“ Hjónin keyptu ný rúm í öll herbergin í bústaðnum. „Góður nætursvefn og hvíld skiptir öllu máli. Svo eru það litlu hlutirnir sem að setja alltaf punktinn yfir i-ið. Við héldum eftir sumu frá fyrri eigendum, keyptum mikið af notuðum hlutum á nytja- mörkuðum í bland við íslenska hönnun frá Puhadesign og Sker.is. Okkur finnst fal- legast að blanda saman gömlu og nýju.“ Kósí en töff bústaður eftir yfirhalningu. MYNDIR/AÐSENDAR Eldhúsið er miklu bjartara og fallegra eftir breytingu. MYND/AÐSEND Náttúran fær að njóta sín. MYND/AÐSEND FYRIR BREYTINGAR Svo eru það litlu hlutirnir sem setja alltaf punktinn yfir i-ið. 8 SÉRBLAÐ SUMARHÚS 22. MAÍ 2020 DV INNLIT Í SUMARBÚSTAÐI SEM HAFA TEKIÐ ÓTRÚLEGUM BREYTINGUM Nú er tíminn þegar Íslendingar byrja að flykkjast í sumarbústaði og njóta náttúrunnar. Fjölmargir Íslendingar ætla að hlýða Víði og ferðast innanlands í sumar. Þá er tilvalið að taka sumarbústaðinn í gegn. Við ræddum við Eydísi Eyjólfsdóttur sem tók 35 ára gamlan sumarbústað í allsherjar yfirhalningu, Evu Katrínu sem smíðaði útieldhús á einum degi og Ellen Báru sem tók bústaðinn í nefið á 39 dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.