Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 12

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Qupperneq 12
2 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Norðurlandaför ÍR 1947 Eins og flestum er kunnugt, fór flokkur frjálsíþróttamanna úr ÍR í keppnisför til Norðurlanda um mánaða- mótin ágúst og september í sumar. Þcir, sem fóru þessa för voru: Finnbjörn Þor- valdsson, Gísli Kristjánsson, Haukur Clausen, Jóel SigurSsson, Kjartan Jó- hannsson, Magnús E. Baldvinsson, Ósk- ar Jónsson, Pétur Einarsson, Reynir Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Sig- urður Steinsson, Þorbjörn Guðmunds- son, (sem var fararstjóri), Þórarinn Gunnarsson, Örn Clausen og Örn Eiðs- son. Auk þess var með i förinni hinn sænski frjálsíþróttakennari félagsins, Georg Bergfors. Við lögðum af stað kl. 9 að morgni sunnudaginn 24. ágúst með flugvélinni „Heklu“. Förinn var lieitið til Osló, en þar áttum viS að keppa fyrst. Er við iögðum af stað, var veður kalt og hryss- ingslegt og himininn þungbúinn, en er við komum út yfir hafið, flugum við inn í sólskinið. Er við komum til strandar Noregs var alheiðskírt, og gátum við því notið þess að horfa á iandsiagið í Noregi. Fir'ðirnir teygðu sig spegilfagrir inn i landið, og er við komum inn yfir hálendið, sáum við skógarelda á stöku stað, sem okkur var sagt, að væru af- leiðing hinna iangvarandi þurrka, sem verið höfðu í Noregi í sumar. Við lentum heilu og höldnu, eftir rúm- lega 5 tíma flug, á flugvelli, sem er um 50 km, frá Osló. Hitinn þar var gífur- legur, eða yfir 30 stig í skugganum, og fréttum við, að þannig hefði veðrið ver- ið nær óslitið í 3 mánuði, og rigningu höfðu þeir aðeins einu sinni fengið á þessum tíma. Er tollskoðun hafði farið fram var okkur ekið i stórum strætisvagni til Osló. Þar varð okkur einna starsýnast á ungu stúlkurnar, sem gengu og hjóluðu um á sundfötum, og var auðséð á hinni nrúnu húð þeirra. að þær höfðu notað sólskinið vel i sumar. Við strákarnir hugsuðum okkur hvort nokkurntima mundi koma að því, að fólkið heima Eftir Örn Clausen færi að ganga um götur Reykjavikur i sundfötum. Nei, það er víst engin hætta á því, því bæði er það, að veðr- áttan leyfir það ekki, og svo hitt, að mér er kunnugt um að kvartanir hafa komið fram um það, til lögreglunnar frá frúm hér í bænum, að strákar hafi far- ið úr skyrtunum við vinnu sína! En sleppum því. Okkur var tjáð að við ættum að halda til á Kjehohneneyju i Oslófirði, um það bil 10 km. frá bænum, og fórum við þangað þegar í stað. Meðan við (lvöldum á eynni, sem við nefndum jafnan „Para- dísareyjuna“, höfðum við einkaferju- mann, sem hét Ludvik. Hann var orðinn svo hlynntur okkur áður en lauk að Þorbjörn Guömundsson fararstjóri og Georg Bergfors þjálfari. Iiann gladdist meira yfir sigri okkar en Norðmannanna. Tími sá sem við dvöldumst á „Paradís areyjunni" var dásamlegur og okkur ógleymanlegur. Hitinn var svo mikill að við sváfum náttfatalausir og á dag- inn syntum við i sjónum, þ. e. a. s. þegar Bergfors leyfði. En þeir, sem áttu að keppa á Bislet, fengu aðeins að baða sig einu sinni, og máttu ekki láta Bergfors sjá sig úti i sólskininu. Mánudaginn 25. ágúst fórum við inn í bæinn til þess að æfa á Bislet-vellin- um, þar sem Evrópumeistaramótið var haldið í fyrra. Hitinn þar var ægilegur, yfir 30 stig í skugga. Meðan við vorum að æfa þarna, kom hópur af blaðamönn- nm og ljósmyndurum, til þess að tala við okkur og taka myndir. Þegar æfing- unni var lokið bauð norska frálsíþrótta- sambandið okkur til veizlu í skíðahótel- inu við Holmenkollen. Þriðjudaginn 26. ágúst kom Gísli Sveinsson sendiherra og kona hans í heimsókn til okkar út í Kjeholmen, og var okkur sönn ánægja af þeim heiðri, sem liann sýndi okkur með þessu. Fyrsta keppnin — Oslóleikarnir. Miðvikudaginn 27.' ágúst hófst keppn- in á Bislet. Við vorum 8, sem áttum að keppa. Fyrsta greinin, sem íslendingar tóku þátt í var 800 m. hlaup, en Jiar var Kjartan Jóhannsson annar að marki næstur á eftir Indíánanum Tarvar Perk- ins frá U. S. A. sem hljóp á 1:50,0. Tími Kjartans var 1:56,2 mín, sem er persónulegt met og aðeins tíunda hluta úr sekúndu lakara en met Óskars Jóns- sonar. Norðmennirnir urðu að sadta sig við 3. og 4. sætið. í 100 m. hlaupinu sigraði negrinn Harrison Dillard frá U. S. A. á 10,4 sek. en 2. varð landi hans Guida (hvítur) á 10,7; Finnbjörn 3. á 10,8 og Haukur 4. á 10,9 sek. Norska vonin Peter Block varð að láta sér nægja 5. og síðasta sæt- ið „i fyrsta og siðasta sinn á æfinni", eins og norsku blöðin orðuðu það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.