Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 16

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 16
6 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ast frara úr Kjartani, enda þótt hann gerði allt sem í lians valdi stóð til að hindra sigur Frakkans. En mjóu mun- aði, eins og tíminn sýnir, þvi tími Frakkanna var 1:58,0 mín en íslending- ana eða ÍR 1:58,6 mín., sem er stór- glæsilegt nýtt íslenzkt met og um það hil 5 sek. betra en það gamla, sem sama sveit átti frá því fyr í sumar. Til samanburðar má geta þess, að þetta nýja met er tveim tíundu úr sek. betra en norska landsmetið. Áhorfendurnir hrópuðu á víxl fs- land — Frakkland, en íslendingarnir, sem sátu á áhorfendapöllunum hróp- uðu „áfram ÍR“ og lieyrðust hróp þeirra í gegn, svo að á því má sjá, að eitthvað hefir nú gengið á í það skiptið. Daginn eftir keppnina á Stadion, eoa laugardaginn 30. ágúst fórum við sjö ÍR-ingar saman norður til Sandviken með járnbraut. Sandviken er járnfram- leiðslubær um það bil 200 km. frá Stokkhólmi, og áttum við að keppa þar sunnudaginn 31. ágúst. Móttökurnar voru með afbrigðum góðar. Um kvöldið máttum við velja um, hvort við vild- um heldur fara í bíó eða á útiskemmtun þar í borginni, þar sem ýmislegt var hægt að skennnta sér, m. a. dansa. Eins og nærri má geta, vorum við ekki iengi að velja það síðara. Bergfors bannaði okkur að vaka lengi þetta kvöld, vegna keppninnar daginn eftir. Við sváfum í íþróttahöllinni í Sandviken, en hún er eitt hið glæsileg- asta íþróttahús í Svíþjóð. Þess má geta, að í Sandviken eru 3 stórir í- þróttavellir þar af 2 fyrir knattspyrnu, en Sandviken á eitt hezta knattspyrnu- iið Svíþjóðar og einn fyrir frjálsar íþróttir, auk margra tennisvalla o. fl. 3. keppnin — í Sandviken. Keppnin hófst kl. 1,30. í 100 m. lilaupi sigraðd Finnbjörn á 11,0 sek. en Haukur varð næstur á 11,1. Hliðarmótvindur var allhvass, og brautin laus. í langstökki sigraði Finnbjörn einnig og stökk 7,10 m. sem er lengsta stökk á þeim velli og því nýtt vallarmet. Þetta er lengra en íslenzka metið, en fæst ef til vill ekki viðurkennt, þar sem hliðarmeðvindur var um 3 vindstig. 2. varð Suður-Afríku- maðurinn E. West og stökk 6,51 m. eða 1 cm. lengra en Örn Clausen, sem stökk 6,50 og varð 3. Þrátt fyrir meðvindinn voru aðstæðurnar hvergi nærri góðar, því að brautin var alltof laus. í kúlu- varpi sigraði Jóel Sigurðsson á 13,46 m. en Sigurður Sigurðsson varð 2. á 13,40. Bezti Svíinn í þessari grein, kastaði 13,07 m. Örn Clausen varð svo 5. með 11,98 m. en keppendur voru alls átta. I 400 m. hlaupinu varð Reynir Sigurðs- son 2. á 52,7, en fyrstur varð Lindgaard, Sviþjóð með 51,1. — Óskar Jónsson varð 2. í 800 m. hlaupi á 1,59,4, en sigurvegar- inn J. Guldbrand, Svíþjóð var aðeins tveim tíundu úr sek. á undan. Yeðrið mun hafa valdið því, að tíminn varð ekki betri. Þess má geta, að okkur voru öllum afhentir hnífar, til minningar um förina, og verðlaunin þarna i Sandviken voru með afbrigðum glæsileg, svo sem ferðatöskur, teppi, skíðastafir, hnífapör o. fl. Við komum aftur til Stokkhólms kl. 8 um kvöldið, og vorum allir mjög á- nægðir með þessa vel heppnuðu ferð. 4. keppnin — Kjartan í Helsingfors. Mánudaginn 1. sept. fór Kjartan til Finnlands með sænskum flokki til þess Finnbjörn stekkur 7,09 m. á Noröur- landamótinu. að keppa þar. Svíana vantaði 400 m. hlaupara og fengu þessvegna Kjartan Jánaðan. Kjartan vann sinn riðil i Hels- ingfors á 51,2 sek. og varð 4. í úrslitum á 51,4 sek. Á undan honum voru tveir Finnar, þar á meðal Storskrubb, sem varð fyrstur. Þriðji varð ítalski meistar- inn á 400 m. og Kjartan 4. 5. Keppni — Norðurlandamótið. En nú er röðin komin að Norður- landamótinu. Hér verður ekki rúm til að ]ýsa því nákvæmlega, eða að skýra frá úrslitum í einstökum greinum, en ég mun i þess stað reyna að tala litillega um þátttöku íslendinga í mótinu. Eins og flestum er kunnugt, voru þeir Finn- björn og Haukur valdir til að keppa í Norðurlandaliðinu á móti Svíþjóð. Finn- björn í 100 m. hlaupi, langstökki og 4x100 m. boðhlaupi og Haukur i 200 m. hlaupi og 4x100 m. boðhlaupi. — Fyrir mótið voru miklar bollaleggingar í sænsku blöðunum, bæði um úrslit móts- ins i hcild, og einstakar greinar. Blöð- in spáðu því, að Svíþjóð mundi vinna mótið sem og kom á daginn. Spádómar blaðanna um hinar ýmsu greinar reynd- ust og nokkuð réttar, nema hvað ís- lendinga snerti. Finnbjörn töldu þau verða seinastan í langstökki, en hann varð 4., og 3. í 100 m., en þar varð hann 2. Hault töldu blöðin mundu verða siðastan í 200 m., en hann sigraði eins og kunnugt er. í einu sænsku blaði rák- umst við á þýdda úrklippu úr finnsku blaði, en þar stóð m. a.: „Hinn finnski þjálfari, Yrjö Nora, sem var á íslandi í sumar, og er nýkominn heim, segir að hinn ungi íslendingur Haukur Clausen sé „fenomenal" 200 m. hlaupari, en samt álit ég að Lennart Strandberg muni sigra.“ Undir greininni stóð Sulo Kolka. Mótið hófst laugardaginn 6. sept. kl. 4 e. li. með setningarhátíð. Fánar allra Norðurlandanna voru bornir inn á völl- inn og svo var sunginn sálmur. Það var mjög hátíðleg stund, þegar um 20 þús. manns sungu sálminn þarna inni á hinni fagurlega og fánum skreytta „Stad ion“, l^ar sem Ólympíuleikarnir voru háðir 1912. Krónprins Svía, Gustaf Adolf flutti ávarp og að þvi loknu hófst keppn- in sjálf. Við sátum saman 15 íslend- ingar á áhorfendapöllunum og biðum milli vonar og ótta eftir 100 m. hlaupinu, sem var fyrsta greinin þennan dag.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.