Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 18

Íþróttablaðið - 01.12.1947, Page 18
8 ÍÞRÓTTABLAÐÍÐ ViÖ endamark í 100 m. hlaupinu. Strandberg er fyrstur, Finnbjörn sjónarmun á eftir og Nilson (bak viö fánann) rétt þar á eftir. Lengst í burtu sést Tranberg ()f) og Bloch (ber við fánann) (5), en Danielson er greinilega síðastur. voru búnir voru Tranberg og Lundqvist langfyrstir, og næstur var Bloch, en Strandberg og Haukur siSastir. Hedin, Svíþjóð tognaði i viðbragðinu en lialtr- aði samt áfram til að fá eitt stig fyrir Sviþjóð. Þegar 75 m. voru eftir í mark var Tranberg fyrstur, en Lundqvist, Bloch, Strandberg og Haukur allir hlið við hlið. Þá var það sém Haukur fór að vinna verulega á, og i markinu var hann a. m. k. 1 metri á undan næsta manni. Tími Hauks var 21,9, sem er nýtt ís- lenzkt met. og 2/10 sek. betra en gamla metið, sem Finnbjörn setti í fyrra. 2. varð Tranberg á 22,0 sek. og 3. Lundqvist á 22,1 sek. En gamli Strand- berg, sem vann 100 m. daginn áður, varð nú að iáta sér nægja 4. sætið með 22,2 sek. enda þótt Svíarnir hefðu trúað því, að honum tækist að sigra með sínum gamla og fræga endaspretti. Fimmti varð Bloch á sama tíma og Strandberg og 6. Hedin, sem tognaði eins og áður er sagt. „Þegar hlaupinu var lokið ætl- aði fagnaðarlátunum aldrei ao linna, þar sem yngsti þátttakandi mótsins, hinn 18 ára gamli íslendingur Haukur Clausen liafði sigrað óvænt og með yfir- burðum, eins og sænsku blöðin sögðu. Þegar Haukur hljóp til baka meðfram brautinni, til þess að sækja æfingabún- inginn eftir hlaupið, þá hrópuðu á- horfendurnir, sem voru að mestu leyti Svíar, hvað eftir annað í kór: „Heia- heia-heia-ísland-heia-ísland“ o. s. frv. Eftir því sem sænsku blöðin sögðu eftir mótið, þá nutu þeir Haukur og Finninn Mikko Hietanen, sigurvegarinn i Mara- þonhlaupinu mestrar hylli áhorfenda. Við vorum náfölir meðan hlaupið stóð yfir, en er því var lokið, vorum við stokkrauðir og skjálfandi af æsingi. Við vorum lika vissulega hreyknir af þvi að vera íslendingar þarna á áhorfendapöllunum, enda glápti fóllc- ið á okkur úr öllum áttum. Mánudag- inn 8. september hófst mótið kl. 7 e. h. „Stadion“ var upplýstur með ótal ljóskösturum og veðrið ágætt, en þó nokkuð kalt. Þetta kvöld tóku ís- lendingarnir aðeins þátt í 4x100 m. boðhlaupi. — Fyrir Norðurlandaliðið hlupu í þessari röð: Finnbjörn, Hauk- ur, Sven Falles’en, Danmörku og Tranberg Noregi; en fyrir Svíþjóo: Danielsson, Inge Nilsson, Laessker og Strandberg. Finnbjörn liljóp fyrsta sprettinn ágætlega, og heldur betur en Svíinn. Sama var að segja um Hauk, að hann vann nokkuo af keppinaut sínum. En svo skeði óhappið. Falle- sen, sem átti að taka við af Hauk, fór of fljótt af stað, og varð að liægja á sér til þess að ná í keflið. Við þetta komust Sviarnir á undan, og enda þótt Fallesen og Tranberg gerðu sitt ítrasta, tókst þeim ekki að vinna upp bilið. Timi Svianna var 42,0 sek, en Norðurlandaliðið fékk 42,4 sek. Sví- þjóð sigraði á þessu móti með 248 stigum á móti 213, en það er heldur meiri stigamunur, en reiknað hafði verið með í fyrstu. í skiptingunni í boðhlaupinu sneri Haukur sig á fæti, og gat ekki keppt meir það sem eftir var ferðarinnar. Eg hef nú ekki rúm til þess að lýsa þessu móti nánar hér, enda þótt margt mætti segja um hinar ýmsu greinar. Þó get ég ekki látið hjá líða að minn- ast á það, að sænsk boðhlaupssveit setti nýtt heimsmet i 4x880 yards (4x 804% m.) boðhlaupi sunnud. 7. sept. Gamla metið var sett 1941 af University of California U. S. A. og var 7:34,6 mín. Hið nýja heimsmet er 7:29,0 mín. og methafarnir eru Ingvar Bengtsson, Rune Gustafsson, Hans Liljekvist og Olle Lindén, sem kom hingað sumarið 1946.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.